Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Síða 22

Skessuhorn - 13.11.2019, Síða 22
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 201922 LEYFÐU OKKUR AÐ ÚTBÚA HÁTÍÐARMÁLTÍÐINA FYRIR ÞIG OG ÞÍNA! Súpan og sósan eru afhentar í plastílátum, við hvetjum fólk til að koma með eigin ílát! Hægt að fá súpur og sósur afhentar í glerkrukkum gegn gjaldi. Verð á glerkrukkum eru frá 300 til 500 kr stk. Weington nautalund Humar súpan Nautalund Wellington Nautalund, smjördeig, serrano skinka, villisveppa og trufflu fylling. Verð 8.190 kr pr.kg. Við mælum með 350gr á mann, kjöt og fylling. Við afgreiðum heilar og hálfar lundir, rukkað er eftir þyngd (kg). - Leiðbeiningar um eldun fylgja með þegar pöntun er sótt Humarsúpa Gunna Hó Humarsoð, rjómi, sjávarsalt ásamt góðum leyndarmálum Gunna Hó. Verð á líterinn 2.490 kr. Við mælum með 200-250 ml á mann. Villisveppa sósa Gamla Kaupfélagsins Rjómi, villisveppir, kjötkraftur og truffluolía. Verð á líterinn 1.690 kr. Við mælum með 150 ml á mann. Pöntun og afhending Pantanir fara fram í síma 431-4343 Jól Pantanir berist fyrir kl 21:00, 19. desember. Afhending í take away afgreiðslu Gamla Kaupfélagsins 23. desember eftir kl 15:00. Áramót Pantanir berist fyrir kl 21:00, 26. desember. Afhending í take away afgreiðslu Gamla Kaupfélagsins 30. desember eftir kl 15:00. Krauma stendur við Deildartungu- hver í Reykholtsdal. Staðurinn var opnaður fyrir tveimur árum og samanstendur af dásamlegum náttúrulaugum og vinsælum veit- ingastað. Vinsældir matsölustaðar- ins ættu ekki að koma á óvart því lögð er áhersla á hráefni úr héraði og að skapa staðnum þannig sér- stöðu. Má þar nefna geitaplattann frá nágrönnum þeirra á Háafelli í Hvítársíðu. Við fengum Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttur á Háa- felli og Jónas Friðrik Hjartarson framkvæmdastjóra Kraumu til að segja okkur aðeins frá þessu sam- starfi. Mælir frekar með því sem þú þekkir „Svona samstarf skiptir gríðarlegu máli. Ég átti mér alltaf þann draum að finna veitingastað í nágrenninu sem hefði kjark til að nota geita- afurðirnar því þar sem geitin er vernduð af Slow Food samtökun- um þá passar það mun betur en að senda allt til Reykjavíkur. Svo vinnum við líka saman og bend- um á hvort annað. Starfsmönn- um Krauma var boðið í heimsókn til að kynnast okkar starfi því þú mælir alltaf frekar með því sem þú þekkir. Svona samstarf verður svo að góðri vináttu,“ segir Jóhanna og Jónas bætir við: „Samstarfið skiptir Krauma miklu máli. Tengingin við fyrirtæki í Borgarfirði er það sem Krauma leggur áherslu á; að kaupa eins mikið og við getum frá bænd- um og fyrirtækjum hér í héraðinu. Háafell er eitt af þeim fyrirtækjum sem Krauma er búin að vera í sam- starfi við frá upphafi og erum við mjög ánægð með það.“ Allir spyrja um geitaplattann Geitaplattinn er borinn fram á timburplatta og á honum er fennil- og sítrónugrafin geit, grenireykt geit, dill og hvítlauksgeita con- fit, geita feti, geita brie og pikklað grænmeti. „Allir okkar viðskipta- vinir spyrja um geitaplattann, því það er mjög erfitt að fá þessa vöru á öðrum veitingahúsum hér á Íslandi. Geitaplattinn er forréttur en hægt að fá sem aðalrétt og plattinn er til- valinn til að deila með öðrum,“ seg- ir Jónas. Skapa sérstöðu Ostana fær Krauma fullunna frá Háafelli en annað er unnið úr geitakjötinu í eldhúsinu hjá þeim. „Við erum að gera sex mismunandi tegundir af geitafetaosti, stundum gerum við Brie og Galta sem er ostur mitt á milli ferskosts og ca- memberts. núna erum við í fyrsta skipti að prófa að gera Gaudaost. Við erum líka að framleiða pyls- ur, paté og þrjár tengundir af ís úr geitamjólkinni og erum í þróunar- ferli með Matís að framleiða skyr úr geitamjólk. Síðan geri ég sápur úr geitamjólkinni og krem úr tólg- inni,“ segir Jóhanna. Greinilegt er að samstarf veit- ingaaðila og framleiðenda í héraði er ávinningur fyrir báða aðila sem og undirstaða þess að skapa eitt- hvað alveg sérstakt í hverju héraði. hs Kraumandi samstarf Háafells og Krauma Geitur á Háafelli. Geitaplattinn er borinn fram á timburplatta og á honum er fennil- og sítrónugrafin geit, grenireykt geit, dill og hvítlauks- geita confit, geita feti, geita brie og pikklað grænmeti.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.