Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Qupperneq 44

Skessuhorn - 13.11.2019, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 201944 Borgnesingurinn Bjarki Pétursson tryggði sér á mánudag þátttöku- rétt á lokaúrtökumóti Evrópumót- araðar karla í golfi. Bjarki komst inn á mótið eftir mikla baráttu á annars stigs úrtökumóti sem hald- ið var á Spáni. Bjarki var á fjórum höggum yfir pari eftir fyrstu tvo keppnisdaga mótsins, en lék seinni tvo hringina á níu undir pari við mjög erfiðar aðstæður, en tíu sinn- um þurfti að fresta leik um helgina vegna veðurs. Besti hringur Bjarka var lokahringurinn, sem hann fór á sex höggum undir pari. Hann end- aði að lokum í 8. sæti mótsins og tryggði sér þar með keppnisrétt á lokaúrtökumótinu, sem fer fram dagana 15.-20. nóvember, einnig á Spáni. kgk Einmenningsmót Félags eldri borgara í Borgarfjarðardölum og Borgarnesi og FEBAn á Akranesi í boccia fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi laugardag- inn 9. nóvember. Til leik mættu 43 keppendur; 25 í karlaflokki og 18 í flokki kvenna. Komu keppend- ur frá Reykjanesi, Kópavogi, Mos- fellsbæ, Borgarbyggð og Akranesi. Keppni var jöfn og hörð, að sögn Flemming Jessens mótsstjóra, og frábær tilþrif sáust í flestum leikj- um. Í riðlakeppninni spiluðu sex konur og sex karlar í milliriðli. Eft- ir milliriðla stóðu þrjár konur og þrír karlmenn efst og háðu harða keppni um hver mundi hljóta gull, silfur eða brons. Leikar fóru þann- ig að gestir skipuðu sér í þrjú efstu sætin hjá báðum kynjum, en úrslit- in urðu þessi: Konur 1. Jóna Björg Georgsdóttir, Reykjanesbæ. 2. Steinunn Ingimundardóttir, Kópavogi. 3. Eva Finnsdóttir, Reykjanesbæ. Karlar 1. Friðgeir Guðmindsson, Kópa- vogi. 2 Júlíus P. Guðjónsson, Reykja- nesbæ. 3. Sigurður Lárusson, Reykja- nesbæ. Einmenningsmótin hafa síðustu 15 árin farið fram í Borgarnesi og Akranesi, en nú hefur verið ákveð- ið að næsta mót fari fram haustið 2020 í Reykjanesbæ. mm/fj Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð á fundi sem fram fór á Hótel Sögu þriðjudaginn 5. nóvem- ber síðastliðinn. Karen Jónsdóttir á Akranesi, eigandi Kaju organic, Matarbúrs Kaju og Café Kaja, var kjörin í stjórn en auk hennar sitja í stjórn Guðný Harðardóttir, Svava Hrönn Guðmundsdóttir, Þórhild- ur M. Jónsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson. Markmið samtakanna er að stuðla að öflugra samstarfi og aukn- um samtakamætti smáframleiðenda matvæla um allt land. Einnig að stuðla að nýsköpun og fjölbreyttu úrvali hágæða matvæla, með áherslu á notkun innlendra háefna, aukinn fjölbreytileika og verðmætasköpun, þróun nýrra og verðmætari vara og þjónustu úr vannýttum hráefnum. Sömuleiðis að draga úr kolefnis- spori, auka sjálfbærni og auka at- vinnutækifærum. Samtökunum er ætlað að fram- fylgja hagsmunamálum smáfram- leiðenda á öllum sviðum, vera máls- vari þeirra og stuðla að framförum í málefnum er varða smáframleið- endur. Þar með talið þegar kem- ur að vexti og aðgengi að mörk- uðum, lágmörkun kolefnisspors og samfélgslegum áhrifum. Einnig að vinna að því að starfsumhverfi og löggjöf um smáframleiðslu gefi þeim færi á að blómstra, sem og að leiðbeina félagsmönnum, skipu- leggja viðburði og kynna félaga það úrval sem boðið er upp á. kgk Þriðja umferð meistarakeppni ung- menna í keilu fór fram á laugar- daginn. Keilufélag Akraness sendi ellefu keppendur til þátttöku í mótinu. Ísak Freyr Konráðsson sigraði í 4. flokki pilta og Særós Erla Jóhönnu- dóttir sigraði í sama flokki stúlkna. Jóhann Ársæll Atlason hreppti silfr- ið í 1. flokki pilta. Hlynur Helgi Atlason varð sjötti í 2. flokki pilta og Ísak Birnir Sævarsson sjöundi. Matthías Leó Sigurðsson varð ann- ar í 3. flokki pilta, Tómas Freyr Garðarsson fjórði í sama flokki og Sindri Már Einarsson fimmti. Sól- ey Líf Konráðsdóttir hafnaði í öðru sæti í 3. flokki stúlkna og nína Rut Magnúsdóttir varð fjórða og Hauk- ur Leó ólafsson varð annar í 5. flokki pilta. kgk Bjarki á leið á lokaúrtökumót Keppt í keilu Gestir sigursælir á einmenningsmóti í boccia Sigurvegarar í kvenna- og karlaflokki. Karen Jónsdóttir á Akranesi. Ljósm. úr safni/ mm. Karen í stjórn Samtaka smáframleiðenda matvæla

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.