Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Page 54

Skessuhorn - 13.11.2019, Page 54
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 201954 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hver var uppáhalds maturinn þinn í æsku? Spurni g vikunnar (Spurt á Brákarhlíð í Borgarnesi) Trausti Eyjólfsson Ég er frá Vestmannaeyjum svo það var fyrst og fremst fiskur. Auður Þorsteinsdóttir Svið. Ólöf Guðmundsdóttir Allt sem kemur af kindinni. Gísli V Halldórsson Ég er mikill áhugamaður um jól- in og það var best ef það var frost yfir jólin því þá gat mamma gert ís, sem var í miklu uppáhaldi. Sigurður Hrafn Þórólfsson Silungur sem búið var að salta í hálfan dag. Sameiginlegt lið ÍA/Kára/Skalla- gríms tapaði naumlega gegn Eng- landsmeisturum Derby County í hörkuleik í Unglingadeld UEFA. Leikið var á Víkingsvelli í Reykjavík á miðvikudagskvöld í liðinni viku. Bretarnir voru sterkari í upphafi leiks og komust yfir á 16. mínú- tu. Louie Sibley fékk langa send- ingu fram vinstri kantinn, fór upp að endalínu og sendi laglega send- ingu út í vítateiginn á Festy Ebosele sem lagði boltann snyrtilega í vin- stra hornið niðri. Bretarnir bættu öðru marki við á 39. mínútu. Sibley fékk þá boltann nálægt miðjuboga- num, keyrði í átt að vítateignum og vipp aði boltanum inn fyrir vörnina á Jack Stretton sem lyfti honum yfir Aron Bjarka Kristjánsson markvörð og í netið. Staðan var því 0-2 fyrir Derby í hálfleik. Þeir gulklæddu áttu mun betri leik í síðari hálfleiknum en í þeim fyr- ri. Þeir sköpuðu sér nokkur álitleg marktækifæri eftir því sem leið á leikinn og náðu að minnka muninn á 72. mínútu. Þeir unnu boltann á miðjum vallarhelmingi Derby, léku honum út til hægri á Gísla Laxdal sem sendi glæsilega sendingu fyrir markið meðfram jörðinni. Boltinn fór alla leið á fjærstöngina þar sem Aron Snær Ingason henti sér á bol- tann og kom honum í netið. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur því 1-2, Derby í vil. Síðari viðureign liðanna fer fram á Pride Park í Derby miðvikudaginn 27. nóvember næstkomandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Á Íslandsmeistaramóti í 25 m laug, sem fram fór um í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síðustu helgi, var einn Íslandsmeistari frá Sundfélagi Akraness auk þess sem fjögur silf- ur komu á Akranes. Alls voru 188 keppendur frá 15 félögum á mótinu og þar af komu átta frá Akranesi. „Sundkrakkarnir áttu mjög góða helgi og stemningin í hópnum var mjög góð,“ segir í tilkynningu sem barst frá sundfélaginu. Persónuleg- ar bætingar voru alls 38 og syntu þau 20 sinnum til úrslita á mótinu. Eftir nokkurt hlé skráði Ágúst Júlí- usson sig til leiks og skilaði örugg- lega Íslandsmeistaratitli í 50 m flugsundi á tímanum 24.54, sem er aðeins 0,03 frá hans besta tíma. Þá vann Brynhildur Traustadótt- ir fjögur silfurverðlaun á mótinu. Fyrst fyrir 400 m skriðsund, þar sem hún bætti sig um eina sekúndu og synti á tímanum 4.22,43. Ann- an silfurpeninginn hlaut hún fyrir 200 m skriðsund þar sem hún fór á tímanum 2.07,48 sem jafnframt var hennar besti tími. Þá nældi hún sér í silfur í 800 m skriðsundi, þar sem hún bætti tímann um fjórar sek- úndur og synti á tímanum 9.10,84. Það sund fór hún aðeins 35 mín- útum eftir að hafa lokið við 200 m skriðsund. Fjórði silfurpeningur- inn kom fyrir 1500 m skriðsund, þar sem hún synti við sinn besta tíma 17.24.35. Þá synti Brynhildur sig inn í úrtlit í 50 m skriðsundi á símanum 27.59 og í boðsundi bætti hún tímann sinn fyrir 100 m og fór í fyrsta skipti undir mínútu eða á tímanum 59.87. Guðbjörg Bjartey Guðmunds- dóttir stóð sig einnig vel í sprett- sundi um helgina. Hún fór 50 m bringusund og var fjórða á tíman- um 35.14, sem er bæting um 0,7 sekúndur. Hún var einnig fjórða í 100 m bringusundi þegar hún fór á 1.17,31, sem jafnframt er hennar besti tími. Þá bætti hún sig um tvær sekúndur í 100 m fjórsundi þar sem hún synti á tímanum 1.09,38. Í 200 m bringusundi synti hún á tíman- um 2.50,57 og hafnaði í 7. sæti. Í 4x50 boðsundi fór hún á 28,14 og bætti sig um 0,8 sekúndur. Ragnheiður Karen ólafsdóttir varð fimmta í 100 m fjórsundi og bætti tímann sinn um þrjár sek- úndur þegar hún synti á tímanum 1.09,28. Eftir meiðsli hefur Ragn- heiður ekki getað æft og keppt í bringusundi í hálft ár, en er ný byrj- uð aftur að synda það sund og gekk mótið mjög vel og var hún við sína bestu tíma. Hún hafðnaði í 5. sæti á tímanum 35,50 í 50 m bringusundi og í 100 m bringusundi hafnaði hún í 7. sæti á tímanum 1.18,06. Ingibjörg Svava Magnúsdóttir átti góðar bætingar um helgina en í 400 m skriðsundi fór hún á tím- anum 4.50,15, sem er bæting um fjórar sekúndur. Hún synti aðeins undir sínum besta tíma í 1500 m skriðsundi og hafnaði í 6. sæti. Hún bætti sig um fimm sekúndur í 800 m skriðsundi á símanum 10.03,05 auk þess sem hún bætti sig um sek- úndu í 200 m skriðsundi á tímanum 2.19,06. Enrique Snær Llorens bætti sig einnig töluvert um helgina. Hann fór 400 m skriðsund á tímanum 4.13,93, sem var bæting um sex sekúndur og sjötta sæti. Í 1500 m skriðsundi bætti hann sig um 20 sekúndur þegar hann synti á tíman- um 16.55,35. Þá hafnaði hann í 7. sæti í 200 m flugsundi. Hann synti í undanúrslitum í 200 m fjórsundi á tímanum 2.15,00 og bætti sig þar um þrjár sekúndur og átti úrslita- sæti. Hann ákvað þó að skrá sig út til að einbeita sér að 1500 m skrið- sundinu. Sindri Andreas Bjarnason bætti sig einnig mikið um helgina. Í 50 m skriðsundi bætti hann sig um 1,42 sekúndu og synti á tímanum 25,00 og hafnaði í 5. sæti. Hann fór í fyrsta skipti undir tvær mínútur í 200 m skriðsundi og var besti tím- inn í undanrásum 1.59,13 en í úr- slitum fór hann á 1.59,62 og hafn- aði í 6. sæti. Í 400 m skriðsundi synti Sindri á 4.14,42 og bætti sig um fimm sekúndur og hafnaði í 7. sæti. Þá varð hann einnig sjöundi í 50 m baksundi á tímanum 28.73, sem var bæting um þrjár sekúndur. Í 100 m skriðsundi synti hann á tímanum 54,78 og bætti sig um 0,4 sekúndur. Í 100 m flugsundi náði hann bæting um tvær sekúndur þegar hann fór á tímanum 1.01.34. Atli Vikar Ingimundarson fór 100 m flugsund á 59,68 í morgun- hlutanum en í úrslitum synti hann á 1.00,19 og hafnaði í 6. sæti. Þá synti hann mjög gott boðsund, sér- staklega 200 m skriðsund þar sem hann fór á 2,03 og 100 m baksund á 1.04,95. arg Naumt tap gegn Derby Sundfélag Akraness átti gott lið á Íslandsmeistaramóti í 25 m laug um helgina. Sundfélag Akraness náði góðum árangri í Hafnarfirði um helgina Ágúst Júlíusson skilaði Íslands- meistaratitlinum í 50 m flugsundi og Brynhildur Traustadóttir nældi sér í fjögur silfur um helgina.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.