Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 3
Hlíðasmára 8
201 Kópavogi
sími 564 4104
Útgefandi
Læknafélag Íslands
Ritstjórn
Magnús Gottfreðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Elsa B. Valsdóttir
Gerður Gröndal
Hannes Hrafnkelsson
Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir
Magnús Haraldsson
Sigurbergur Kárason
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Esther Ingólfsdóttir
esther@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1850
Prentun og bókband
Prenttækni ehf.
Vesturvör 11
200 Kópavogi
Áskrift
21.900,- m. vsk.
Lausasala
2190,- m. vsk.
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og
geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo
sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita
með neinum hætti, hvorki að hluta né í
heild, án leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar
(höfundar, greinarheiti og útdrættir) í
eftirtalda gagnagrunna: Medline (National
Library of Medicine), Science Citation
Index (SciSearch), Journal Citation
Reports/Science Edition, Scopus og
Hirsluna, gagnagrunn Landspítala.
The scientific contents of the Icelandic
Medical Journal are indexed and
abstracted in Medline (National Library of
Medicine), Science Citation Index (SciSe-
arch), Journal Citation Reports/Science
Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
LÆKNAblaðið 2020/106 3
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Mynd/gag.
„Það er vont að vera settur í ómögulega stöðu.
Mér finnst staðan á bráðamóttöku Landspítala
vera ómöguleg,“ segir Már Kristjánsson, yfir-
læknir smitsjúkdómalækninga Landspítala. Þróist
sókn sjúklinga á móttökuna eins og síðustu þrjú
ár geti bráðamóttakan ekki tekið við þeim öllum í
vor, þegar inflúensan standi sem hæst. Deildin sé
þegar yfirfull, sprungin. Hún gæti ekki með góðu
móti tekið við sjúklingum kæmi upp hópslys.
Fólk viti það en aðgerðir til að breyta stöðunni
séu ekki í augsýn.
„Undir þessum kringumstæðum skapast
ófaglegar aðstæður, heilbrigðisstarfsfólki verður
á og sjúklingar gjalda fyrir það.“ Hann bendir á
að fólk sé í alls konar ástandi þegar það komi á
deildina; með óráð, í æsingarástandi og stundum
skeytingarlaust um eigið ástand. Starfsfólkið geti
alls ekki hjálpað fólki að gæta að eigin velsæmi
þegar svona stendur á. Aðstaða þessa sjúklinga
sem stundum þurfa að vistast á göngum sé ekki
boðleg.
„Þetta er óviðunandi ástand sem hefur versn-
að til muna síðustu þrjú ár. Ekkert bendir til
annars en að það muni versna.“ Öllu ægi saman á
deildinni. Þar séu sjúklingar, starfsmenn og gestir
í of litlu rými. Sýkingarvarnirnar séu brostn-
ar. Enn hefur ekki verið unnt að bregðast við
ábendingu landlæknis frá því í desember í fyrra
og í september í haust um að opna legudeildir í
stað þess að vista sjúklinga á bráðamóttöku.
„Staðan er mjög ógnvekjandi þar sem við erum
að fara inn í öndunarsýkingartímabil ársins, in-
flúensutímann,“ segir Már.
Már segir lestur á skýrslu spítalans um starf-
semina í október sláandi. „Alls 226 dagar eru
skráðir vegna innlagnar sjúklinga á bráðadeildina
í október árið 2017. Þeir eru 417 í október árið 2018
og 573 nú í október.“ Sé staðan uppreiknuð sé
aukningin ígildi einnar legudeildar á Landspít-
ala. Starfsemi bráðadeildarinnar hafi þrefaldast
á þremur starfsárum án nokkurra breytinga á
aðbúnaði. Þá hafi sjúkrarúmum fækkað á spítal-
anum í heild um 43 frá 2014 til ársloka 2018.
„Ég hef miklar áhyggjur af vetrinum. Ég tel
stórslys í aðsigi. Það er fyrirsjáanlegt að þetta get-
ur ekki farið vel. Það er full ástæða til að vara við
því,“ segir Már.
„Þróunin er ógnvænleg og aðgerðarleysið
hálfgerð normalísering á óeðlilegu ástandi. Þegar
maður vinnur á bráðamóttökunni áttar maður
sig á því hvað ástandið er galið.“ Gríðarlega mörg
legurými séu á göngunum. Fólk mjög veikt,
berskjaldað og sýkingavarnir, eins og fram hafi
komið, brostnar.
„Geðsvið, lyflækningasvið, skurðsvið og
flæðisvið eru öll sprungin,“ les Már úr starfsemis-
upplýsingum spítalans fyrir október. Þau séu með
rúmanýtingu yfir 100%.
Óboðlegar starfsaðstæður séu streituvaldur í
starfseminni. „Það er ekki heilbrigðisráðherra eða
stjórn spítalans sem ber ábyrgð á starfseminni.
Ábyrgðin á vondri vinnuaðstöðu er sett á heil-
brigðisstarfsfólk og það er læknirinn sem síðan
ber endanlega ábyrgð á sjúklingnum.“
Vanmáttur starfsmanna sé mikill. „Ég kvíði
fyrir vetrinum,“ segir Már.
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Stórslys í aðsigi
á bráðamóttökunni
Már Kristjánsson yfirlæknir bendir á að fjöldi inniliggjandi sjúklinga
á bráðamóttöku hafi þrefaldast á tveimur árum. Mikill þrýstingur
sé á að útskrifa sjúklinga. „Ég hef miklar áhyggjur af vetrinum. Það
er stórslys í aðsigi,“ segir hann og minnir á að heilbrigðisstarfsfólk
beri ábyrgð á þjónustu spítala sem sé sprunginn.