Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 28
28 LÆKNAblaðið 2020/106
F R É T T A S Í Ð A N
10% þurfa gangráð
fjórum árum eftir
ósæðarlokuskipti
Um 10% sjúklinga sem gangast undir
ósæðarlokuskiptaaðgerð hér á landi þurfa
gangráð rúmum fjórum árum eftir að-
gerð. Þetta er niðurstaða rannsóknar 9
íslenskra lækna sem birtist í Scandinavian
Cardiovascular í desember.
„Það er vel þekkt að ef fjarlægja þarf
mjög kalkaða ósæðarloku getur orðið
truflun á nálægu leiðslukerfi hjartans. Því
þurfa sumir sjúklingar
gangráð á fyrstu tveimur
vikunum eftir aðgerðina
sem þeir hafa ævilangt.
Hér á landi var tíðnin að-
eins 3,8% sem er ívið lægra
en á mörgum stærri hjarta-
skurðdeildum erlendis,“
segir Tómas Guðbjartsson,
prófessor og yfirlæknir og einn læknanna
9 sem stóðu að rannsókninni.
Hann nefnir að sérstaða rannsóknar-
innar sé sú að öllum sjúklingunum hafi
verið fylgt eftir í mörg ár eftir aðgerðina.
Fyrsti höfundur greinarinnar er Sindri
Aron Viktorsson, sérnámslæknir í skurð-
lækningum.
Samkvæmt greininni náði rannsóknar-
tíminn frá árinu 2002 til 2016 og til 712
sjúklinga, en 557 þeirra var fylgt eftir.
Blása á fregnir
um uppsagnir
Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja segir á heimasíðu sinni engar
áætlanir uppi um að leggja niður deildir á
stofnuninni eða segja upp fólki.
„Það er þó ekkert launungarmál að HSS
stefnir í hallarekstur á árinu, sem rekja
má til þess að fjárveitingar til stofnunar-
innar hafa ekki tekið mið af þjónustuþörf
á Suðurnesjum og verulegri íbúafjölgun á
svæðinu undanfarin ár,“ segir í tilkynn-
ingu frá framkvæmdastjórninni.
Leiðrétt
Hanna Björg Henrysdóttir á geisla-
eðlisfræðideild 10-K á Landspítala er eðlis-
fræðingur en ekki geislafræðingur eins og
misritað var í síðasta tölublaði.
Nokkrir meðlimir öldungadeildar Banda-
ríkjaþings, þar á meðal öldungadeildar-
þingmennirnir Tim Kaine, Elizabeth
Warren, Tom Cotton og Mitt Romney,
telja að þjóðaröryggisáhætta hafi skapast
við að treysta öðru ríki fyrir að framleiða
þau lyf sem nýta eigi í landinu.
Þingmennirnir hafa sent bréf til
Mark Esper varnarmálaráðherra í kjölfar
birtingar ársskýrslu bandarísku efna-
hags- og öryggismálanefndar og nefna
fyrst og fremst áhyggjur vegna Kína.
„Það er áríðandi að lykilstofnanir taki
á þeirri hættu sem stafar af því að treysta
á erlenda lyfjaframleiðendur,“ segja
þingmennirnir. Greint var frá málinu í
fréttum CBS 19 þann 10. desember.
Erlendir fjölmiðlar eins og Bloomberg
Businessweek og The Guardian hafa birt
fréttir um óhreinindi í lyfjum fram-
leiddum í Kína, meðal annars blóð-
þrýstingslyfinu Valsartan og magalyfinu
Ranitidine sem einnig kallast Zantac.
Framleiðandi seinna lyfsins, Glaxo-
SmithKline, hefur innkallað það á heims-
vísu. Óhreinindin voru talin stafa af
breyttum framleiðsluháttum
Samkvæmt upplýsingum frá Lyfja-
stofnun hefur reynst erfitt að einangra
hvaðan mengunin í lyfjunum sé sprottin.
Ekki sé hægt að útiloka að hún hafi verið
þar fyrir en með nýrri greiningartækni
hafi hún komið fram.
Vel er fylgst með málinu og Lyfja-
stofnun er í samstarfi við evrópsk lyfja-
yfirvöld. Aðgerðir í málum sem þessum
eru almennt samræmdar. Ekki er til-
kynnt um mál sem þessi séu lyfin ekki á
borðum landsmanna, því varhugavert er
að hræða fólk frá lyfjatöku.
Bandarískir þingmenn áhyggjufullir
vegna kínverskrar lyfjaframleiðslu
Sjúkrahúsrúmum fækkar hér á landi
Sjúkrahúsrúmum hefur fækkað undanfarinn áratug. Alls voru rými 3,1 á 1000 íbúa á
árinu 2017, það er mun minna en í löndum Evrópusambandsins þar sem þau eru 5,0
að meðaltali. Þetta kemur fram í yfirliti OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar,
fyrir árið 2019 um heilbrigðismál.
Bent er á að nokkrum bráðarýmum á sjúkrahúsum hafi verið breytt í umönnunar-
rými til lengri tíma. Þá er einnig bent á að innlögnum á sjúkrahús hafi fækkað, og að
meðal talsdvöl á sjúkrahúsi hafi verið 6 dagar árið 2017 sem sé styttra en ESB-meðal-
talið en það er um 8 dagar.
Nefnt er í skýrslunni að innlagnir á sjúkrahús vegna langvinnra sjúkdóma sem
hugsanlega hefði verið hægt að komast hjá séu færri á Íslandi en í flestum ríkjum
ESB, og áberandi færri í vissum tilfellum – einkum vegna sykursýki þar sem Ísland sé
með lægstu tíðni í Evrópu.