Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 32

Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 32
32 LÆKNAblaðið 2020/106 „Ef minnsti grunur leikur á því að sjúk- lingur þarfnist kortisóls er vert að gefa honum sprautu,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, innkirtlasérfræðingur á Landspítala. Sprautan skaði aldrei en skortur á hormóninu geti leitt til dauða sjúklingsins. „Kortisól heldur lífinu í fólki,“ segir Helga um þetta sterahormón sem mynd- ast í nýrnahettuberki. Fólk sem sé með kortisólskort eigi aldrei að bíða á bráða- móttökunni. Því þurfi að sinna strax. „Það þarf forgang til þess að deyja ekki úr sjúk- dómnum,” segir Helga. „Skammturinn skiptir ekki máli - bara að sjúklingurinn fái nóg,“ segir hún. Sterar bæli kortisól Hún segir að vitundarvakningu þurfi meðal lækna sem ávísi steralyfjum um áhrif þeirra á framleiðslu kortisóls. Sterar notaðir í einhverjum mæli bæli nýrna- hetturnar sem framleiða þetta hormón. „Jafnvel innöndunarsterar sem astmasjúk- lingarnir nota bæla nýrnahetturnar,“ segir hún og bendir á að allflestir læknar ávísi sterum í störfum sínum. „Gigtarlæknar gefa mjög mikið af ster- um, líka krabbameinslæknar, húðlæknar og bæklunarlæknar,” segir Helga. „Allir læknar gefa stera.“ Þrátt fyrir að flestir sjúklinga fái aðeins eina sprautu getur það tekið nýrnahetturnar langan tíma að jafna sig. „Það gæti skýrt af hverju fólk þarf bráðaþjónustu. Við þurfum að vera vak- andi fyrir því að sumir sjúklingar sem þurfa svona stóra skammta þurfa kannski að vera á hýdrókortisóni á milli, á basal- meðferð, því nýrnahetturnar eru hættar að vinna með sjúklingnum,“ segir hún. Hún segir að ef læknar séu vakandi fyrir skortinum geti þeir bætt líf margra sjúklinga. „Við getum hindrað margar bráðakomur á spítala með því að greina rétt og meðhöndla rétt.“ Þarft að rannsaka Helga segir að rannsaka þurfi tímann sem nýrnahetturnar þurfi til að starfa aftur eðlilega eftir steragjafir. Þær rannsóknir standi yfir. Hún hafi ásamt lungnalækn- um í Læknasetrinu greint sjúklinga með viðvarandi kortisólskort eftir margra ára meðferð með kortisóni við lungnasjúk- dómum. „Við setjum þá í uppbótarmeðferð og sjáum að með því er komið í veg fyrir endurkomu á bráðamóttöku og þörf fyrir tengda þjónustu. Sjúklingunum líður svo miklu betur. Þeir fá nýtt líf.“ Kortisólskortur drepur Vitundarvakningu þarf meðal lækna um að stórir steraskammtar bæla nýrnahetturnar sem framleiða kortisól. Læknar þurfa að vera vakandi fyrir því að gefa uppbótarmeð- ferðir með kortisóni. Þetta segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, innkirtlasérfræðingur á Landspítala. Tryggja þurfi fólki sem greinist með kortisólskort fái rétta meðferð. Fremstu sérfræðingar í innkirtlafræðum leiða málþing um kortisól sem haldið verður í Hörpu dagana 20.-24. janúar, þar af tveir Íslendingar starfandi í Svíþjóð. „Ég er ótrúlega stolt af því að fá þessa þrjá félaga erlendis frá á þetta málþing Félags í innkirtlafræði. Það er einstakt að ná þeim þremur á sama málþingið,“ segir Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, innkirtla- sérfræðingur á Landspítala. Gestirnir eru William F. Young, inn- kirtlasérfræðingur við Mayo-sjúkrahúsið í Rochester í Bandaríkjunum, Guðmund- ur Jóhannsson, prófessor og yfirlæknir við læknadeild Gautaborgarháskóla, og Óskar Ragnarsson, yfirlæknir á efna- skipta- og innkirtladeild Salgrenska í Gautaborg, Svíþjóð. „Young ræðir sögu kortisóls og segir frá því þegar það var uppgötvað. Hann sýnir einnig einstakt myndband frá því þegar fyrsti sjúklingurinn fékk lyfið,“ segir Helga. „Guðmundur fer yfir korti- sólskort og nútímameðferð við honum og Óskar talar um ofgnótt af kortisóli en hann hefur fengið einn hæsta styrk sem veittur er í Svíþjóð til að rannsaka málið ítarlega eftir doktorsnám sitt sem einnig var um það efni.“ Þá rökræða gigtar- læknarnir Björn Guðbjörnsson og Ragnar Freyr Ingvarsson um hvort kortisón-lyf séu góð eða vond í meðferð gigtsjúkra. Fyrir málþingið gefa þeir Young, Guð- mundur og Óskar íslenskum innkirtla- læknum ráð um næstu skref í meðferð við erfiðum tilfellum. „Þetta er stórkost- legt tækifæri fyrir okkur innkirtlalækna að fá þá heim,“ segir hún. „Allir læknar sem vilja gera líf sjúk- linga sinna betra ættu að hlýða á fyr- irlesturinn og hvernig störf þeirra geta leitt til uppfinninga sem aftur leiðir til Nóbelsverðlauna. Þetta breytti öllu,“ seg- ir hún og vísar til Nóbelsverðlauna sem Hench, Kendall og Reichstein deildu í læknisfræði árið 1950. „Sjúklingar sem áður dóu úr kortisól- skorti lifðu.“ Fremstu innkirtlalæknarnir á málþingi um kortisól á Læknadögum ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Hlustið á viðtalið á hlaðvarpi Læknablaðsins

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.