Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 4

Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 4
11 Magnús Ólason, Héðinn Jónsson, Rúnar H. Andrason, Inga H. Jónsdóttir, Hlín Kristbergsdóttir Heilsuhagfræðilegt mat á þverfaglegri verkjameðferð á Reykjalundi. Ein króna í endurhæfingu – átta til baka Algengi þrálátra verkja á heimsvísu er talin vera milli 30-50% og allt að 47,5% hérlendis. Tíðni þunglyndis meðal sjúklinga með þráláta verki er algeng, eða 20-54%. Þunglyndi eykur verkjaupplifun þeirra sem eru með þráláta verki og skerðir daglega færni þeirra. Rannsóknir sýna að bæði kvíði og þunglyndi draga úr árangri verkjameðferðar. Verkir, einkum ef þeir eru dreifðir, auka líkur á að sjúklingur upplifi einkenni kvíða og þunglyndis. Hugræn atferlismeðferð (HAM) er algengasta sálfræðimeðferðin við þrálátum verkjum og árangur þverfaglegrar endurhæfingarmeðferðar gegn þrálátum verkjum sem nýtir HAM er vel þekkt. Á Reykjalundi hefur frá því um miðjan 10. áratug síðustu aldar farið fram þverfagleg teymisvinna fyrir fólk með þráláta verki. 19 Hildur Harðardóttir Fósturgreining og meðgöngusjúkdómar, undirsérgrein fæðinga- og kvensjúkdómalækninga Stærsta ósk verðandi foreldra er að barn þeirra verði heilbrigt og eru þeir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að stuðla að heilbrigði ófædda barnsins. Það er þó staðreynd að 2-3% nýfæddra barna eru með meðfædda missmíð. Orsakirnar eru margvíslegar, erfða- og umhverfisþættir og ýmis lyf en að stórum hluta eru orsakirnar óþekktar. Hlutverk lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks er að veita leiðbeiningar og ráð um þekkta fyrirbyggjandi þætti og hvað ber að forðast. Þegar vandamál greinast er það hlutverk fæðinga- og með- göngulækna að bregðast við þeim á meðgöngu og nýburalækna á nýburaskeiði. Örar framfarir í myndgreiningu, óm- og segulómskoðunum og í sameindagreiningum auk möguleika á meðferð og aðgerðum á fóstri í móðurkviði gera fæðinga- og meðgöngu- lækningar að helsta vaxtarbroddi heilbrigðisþjónustu á meðgöngu. Margar sérgreinar koma að málum við greiningu og meðferð fóstursins: nýburalæknar, barnahjartalæknar, erfðalæknar, röntgenlæknar og barnaskurðlæknar svo dæmi séu tekin. Víða erlendis inni- felur sérgreinin einnig sjúkdóma hjá þunguðum konum og kallast á ensku Maternal-Fetal Medicine. 4 LÆKNAblaðið 2020/106 F R Æ Ð I G R E I N A R 1. tölublað ● 106. árgangur ● 2020 7 Reynir Arngrímsson Læknafélag Íslands – til móts við nýtt ár Árið 2020 verður annasamt ár því auk stefnumótunar um hlut- verk og verkefni Lækna- félags Íslands bíða óleystir kjarasamningar. 9 Davíð O. Arnar Svo bregðast krosstré sem önnur tré Lyfjastofnun er eftirlits- aðili með ígræddum lækningatækjum og er háð því að framleiðendur og notendur tilkynni um atvik sem kunna að koma upp. z L E I Ð A R A R ÞUNGUN ER GUÐDÓMLEG Nútíminn hefur leitt birtu og ljós og rannsóknarmöguleika inn í móðurkviðinn, fósturgreining er komin á annað tilveru- stig en áður var. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að allt áhrærandi meðgöngu og fæðingu er guðdómlegur hluti sköpunarverksins og ofar allri tækni hvaða nafni sem hún nefn- ist. – Myndin er teiknuð og varð- veitt hjá Getty Images/Sciepro. Á kápu blaðsins núna eru settar inn nokkrar fyrirsagnir úr blaðinu, - þetta tíðkað- ist um árabil í langri sögu Læknablaðsins og síðast gert í desemberblaðinu 1972. VS

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.