Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 36
36 LÆKNAblaðið 2020/106
„Þetta er allt hér,“ segir Gísli H. Sigurðs-
son, svæfinga- og gjörgæslulæknir, og rétt-
ir fram bókina Læknir á vígvelli eftir Ólaf
E. Friðriksson sem Iðunn gaf út 1991. Hún
fjallar um veru hans sem læknir í Kúveit
þegar Íraksstríðið geisaði. Eiginkona hans,
Birna Guðbjörg Hjaltadóttir, beið eftir hon-
um ásamt þremur börnum þeirra á meðan
hann var innlyksa og í lífshættu í Kúveit.
Gísli er nú að hætta störfum eftir
farsælan feril sem læknir í fjórum lönd-
um. Í Kúveit var hann prófessor við
háskólann og yfirlæknir svæfinga- og
gjörgæsludeildar Mubarak Al Kabeer-há-
skólasjúkrahússins um ríflega 5 ára skeið.
Síðustu mánuðirnir í starfi voru engu líkir.
„Ég ákvað að gefa út bók til að skrifa
mig frá þessari reynslu, sem var svakaleg.
Ég var margoft í lífshættu,“ segir Gísli.
„Oft var ég með byssukjafta í andlitinu.
Maður vissi aldrei hvernig það myndi
enda,“ segir hann og hugsar rétt nærri 30
ár aftur í tímann, til ársins 1990.
Skothvellir á bráðamóttökunni
Læknablaðið sest niður með Gísla og fer yfir
starfsævina í stórum dráttum. Hann er að
vinda ofan af sér og klára verk, smátt og
smátt, og við ræðum það sem litaði starfs-
ferilinn mest, Kúveit er efst á blaði.
„Í þessu áður friðsæla landi var fólk
skotið á staðnum fyrir smáræði, hvort
sem var inni á spítalanum eða fyrir utan.
Tilviljun réði því iðulega hver var tek-
inn,“ segir hann. Honum hafi fundist
spennandi að lifa og starfa í framandi
landi, en áttað sig á því eftir á að hann
stóð í lífsins rúllettu við innrásina eftir 5
friðsæl ár í Kúveit.
„Inni á spítalanum var oft kaos þessa
mánuði, sérstaklega þegar íraskir hermenn
komu með yfirmenn sína sem höfðu orðið
fyrir skoti frá leyniskyttum Kúveita,“ segir
hann. „Stundum var skotið á bráðamót-
tökunni. Fyrst og fremst upp í loftið til að
hræða okkur: Ef þið bjargið honum ekki
þá verðið þið skotnir. Sumir voru dauðir
við komuna,“ segir Gísli. „Þá urðum við að
setja líkið á sjúkrabörur og fara með það í
hvelli inn á skurðstofu og þykjast endur-
lífga þar til náðist í íraska herlækninn sem
hafði verið skipaður sjúkrahússforstjóri.“
Tveimur vikum eftir innrásina var
háskólaspítalinn sá eini í landinu með
fulla starfsemi, þrátt fyrir að hátt í 200 er-
lendir læknar og sérfræðingar væru farnir
úr starfsliðinu; í herkví, í felur eða ekki
komnir úr sumarfríi. Gísli stóð einn Vest-
urlandabúa eftir á spítalanum.
Var oft handtekinn
Gísli kom til Kúveit á vegum Háskóla-
sjúkrahússins í Lundi í Svíþjóð í gegnum
samstarfssamning. Sænska sjúkrahúsið
tryggði Kúveitum mannafla til að byggja
upp nýjan háskólaspítala og læknadeild
frá grunni og þar lauk hann sérnámi og
doktorsprófi og gegndi yfirmannsstöðu.
Gísli segir að þegar hann var eini
Vesturlandabúi spítalans hafi hjálpað
sér að hafa sérstakt skírteini frá íraska
sjúkrahússforstjóranum. Hann hafi skilið
þýðingu íslenska læknisins fyrir spítalann
og fyrirskipað að ekki mætti handtaka
Gísla án þess að haft væri samband við
sig.
„Ég var samt 11 sinnum tekinn til
fanga og yfirheyrður klukkutímum
saman. Stundum pyntaður. Ef ég þurfti
að fara eitthvað út fyrir spítalann voru
allsstaðar eftirlitsstöðvar mannaðar lítt
þjálfuðum hermönnum. Þeir voru margir
ólæsir, óskrifandi og illa þjálfaðir en þeir
vissu að taka ætti alla hvíta menn fasta.
Þeir myndu fá verðlaun ef þeir fyndu
slíka,“ segir hann.
„Þeir voru oft mjög æstir og beindu
hríðskotabyssum að hausnum eða hálsin-
um á manni. Maður vissi ekki nema þeir
myndu í stressinu drepa mann óvart.“
Hann lýsir óhugnanlegu atviki á slíkri
eftirlitsstöð. „Vestræn hjón voru skotin til
bana. Þau höfðu ekki áttað sig á að þau
áttu að hægja á bílnum löngu áður en þau
komu á stöðina. Þeir skutu bílstjórann,
manninn, og síðan konuna þegar bíllinn
kom rennandi inn á stöðina. Það voru
mörg svipuð tilfelli.“
En hvernig fjarlægir hann sig frá svona
atburðum? „Ég held það hafi með það að
gera að vinna sem svæfinga- og gjörgæslu-
læknir. Maður er svo oft með alvarlega
veika og slasaða sjúklinga sem deyja þrátt
fyrir mikla meðferð. Maður myndar ein-
hvers konar mótstöðu,“ segir hann.
„Einnig hjálpaði mikið að hafa ekki
tíma til að átta sig á hættunni þegar
stressið var sem mest.“
Rifbeinsbrotinn í yfirheyrslum
Gísli segir að hættan í yfirheyrslunum
hafi verið mest áður en yfirmenn komu á
staðinn. „Ég var því oft laminn og barinn
því hermennirnir á varðstöðvunum skildu
mig ekki og gátu ekki lesið skírteinið mitt
frá spítalanum. En þegar vel þjálfaðir og
upplýstir leyniþjónustumenn komu að
borðinu, greinilega breskþjálfaðir, varð
hættan minni.“
Hann nefnir sem dæmi um hve vel
írösku leyniþjónustumennirnir voru að sér
að þeir hafi vitað að hann hefði verið í há-
skóla í Bandaríkjunum, í Norður-Karólínu,
Saumaði sárin sjálfur eftir að
hafa verið barinn með byssum
Gísli H. Sigurðsson svæfinga- og gjörgæslulæknir var í stöðugri lífshættu í fjóra og hálfan mánuð
í Íraksstríðinu 1990. Hvað eftir annað fékk hann byssuhlaup við háls sinn og höfuð. Hann horfði
á fólk líflátið og komst að lokum við illan leik frá Kúveit eftir innrás Íraka. Læknablaðið ræðir við
Gísla nú í lok starfsferilsins.
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir