Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 44

Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 44
44 LÆKNAblaðið 2020/106 Í heilsugæsluna kemur fólk með langvinna sjúkdóma og er í reglulegu eftirliti á 3-12 mánaða fresti. Þannig er tíminn sem varið er með heilbrigðisstarfsfólki aðeins nokkrar klukkustundir á ári en allar hin- ar meira en 8000 klukkustundirnar er fólk eitt með sjálfu sér. Það segir sig því sjálft að það skiptir mjög miklu máli að fólk skilji eðli og framgang veikinda og heilsu og reyni að stjórna lífi sínu og gera það sem hægt er til að bæta líðan og lífsgæði. Árið 1948 gaf Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin út skilgreiningu á heilsu þar sem segir að heilsa sé fullkomin líkamleg, and- leg og félagsleg vellíðan en ekki einungis að vera laus við sjúkdóma og örorku. Þessi skilgreining hefur verið gagnrýnd fyrir að vera draumsýn því að fullkomin vellíðan er ekki til. Það sé því ekki skynsamlegt að nálgast heilsu á þennan hátt, þannig sé eiginlega enginn heilbrigður, sem getur varla verið rétt. Betra sé því að skilgreina heilsu með því sem kallað hefur verið já- kvæð heilsa sem er heilbrigði með áherslu á að heilsa sé hæfnin til að geta aðlagað sig og nýtt sjálfstjórn til að horfast í augu við félagslegar, líkamlegar og andlegar áskoranir. Þessi nýja skilgreining á uppruna í Hollandi hjá heimilislækninum Machteld Huber sem hefur rannsakað nálgun á heilsu. Hún telur mikilvægt að fólk með langvinna sjúkdóma sjái hlutina í sam- hengi og fari ekki í fórnarlambshlutverk- ið. Nálgunin snýst því um þrautseigju, að takast á við veikindi, vera sjálfur við stjórnvölinn, finna út hvað er mikilvægast og reyna að aðlagast nýjum veruleika eins og kostur er og halda heilsu þrátt fyrir langvinnan sjúkdóm. Machteld gerði stóra rannsókn til að komast að því hvaða þættir skiptu máli fyrir heilsu. Hún komst að þeirri niður- stöðu að skipta megi heilsu í 6 aðalsvið sem hún kallaði heilsuhjólið en með því mætti fá innsýn í það hvort líf okkar sé í góðu jafnvægi og hvaða þætti er þörf á að vinna með. Þessi svið eru: líkamleg virkni, andleg vellíðan, tilgangur, lífsgæði, þátt- taka og dagleg virkni. Að frumkvæði Ölmu Möller landlækn- is var haldinn fundur í Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu í maí 2019 þar sem Karolien van den Brekel-Dijkstra heimilis- læknir í Hollandi flutti fyrirlestur og fjall- aði um þessa nýja skilgreiningu á heilsu en Hollendingar hafa í nokkur ár notað þessa nálgun og heilsuhjólið í heilsugæslu og víðar. Karolien kom síðan aftur með fyrir- lestur á fræðadaga Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins 31. október síðastliðinn og í tengslum við þá komu var haldið námskeið fyrir lækna, hjúkrunarfræðinga og ráðgjafa hjá Virk um notkun á heilsu- hjólinu en Virk hefur meðal annars staðið fyrir íslenskri þýðingu á heilsuhjólinu. Námskeiðið fer þannig fram að náms- hópurinn hittist þrisvar í þrjár klukku- stundir á rúmlega mánaðafresti til að þátttakendur gætu æft sig og prófað að nota Heilsuhjólið og síðan er komið saman aftur og málin rædd. Til stendur að fara af stað með kennaranámskeið í febrúar 2020 og flytja þannig þessa þekkingu til Íslands Á Læknadögum, föstudaginn 24. jan- úar eftir hádegi, verður málþing um nýja nálgun og sýn á heilsu: „Salutogenesis og jákvæð heilsa“ þar sem Machteld Huber mun fjalla um þessa nýju skilgreiningu og Bengt Lindström barnalæknir frá Sví- þjóð tala um salutogenesis og loks Anders Hansson sem er sálfræðingur með áherslu á vinnuumhverfi ræða um heilsueflandi vinnustaði. LÍKAMLEG VIRKNI LÍFSGÆÐI ANDLEG VELLÍÐAN TILGANGUR DAGLEG VIRKNI ÞÁTTTAKA 0 2 4 6 8 10 • Social and communicative skills • Social contacts • Meaningful relationships • Experiencing to be accepted • Community involvement • Meaningful work/occupation • Basis ADL (Activities of Daily Living) • Instrumental ADL • Ability to work • Health literacy • Quality of life/well-being • Experiencing happiness • Enjoyment • Perceived health • Flourishing • Zest for life • Balance QUALITY OF LIFE DAILY FUNCTIONING SOCIAL - SOCIETAL PARTICIPATION PILLARS FOR POSITIVE HEALTH • Cognitive functioning • Emotional state • Esteem/self-respect • Experiencing to be in charge/ manageability • Self-management • Understanding one’s situation/ comprehensibility • Resilience • Purpose/meaningfulness • Striving for aims/ideals • Future prospects • Acceptance • Medical facts • Medical observations • Physical functioning • Complaints and pain • Energy MEANINGFULNESS MENTAL WELL-BEING BODILY FUNCTIONS © Institute for Positive Health NL Ég sé um mig sjálf(ur) Ég þekki mín mörk Þekking á heilbrigði Stjórn á eigin tíma Stjórn á eigin fjármálum Starfsgeta Bið um aðstoð Innihaldsríkt líf Lífsgleði Langar að hugsjónir mínar verði að veruleika Sjálfsöryggi Sátt(-ur) við lífið Þakklæti Held áfram að læra Man hluti Get einbeitt mér Get átt samskipti Er glaðvær Er sátt(-ur) við mig Get tekist á við breytingar Finnst ég hafa stjórn Finnst ég heilbrigð(-ur) Hreysti Óþægindi og verkir Svefn Mataræði Líkamlegt ástand Hreyfing Félagsleg tengsl Er tekin(n) alvarlega Geri eitthvað skemmtilegt með öðrum Stuðningur frá öðrum Tilheyri/er hluti af hópnum Geri hluti sem skipta máli Áhugi á samfélaginu Lífsánægja Er hamingjusöm/samur Líður vel Er í jafnvægi Finn fyrir öryggi Hvernig ég bý Næ endum saman HEILSUHJÓL Taktu afstöðu til eftirfarandi þátta: Elínborg Bárðardóttir heimilislæknir Heilsuhjólið – Læknadagar 2020

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.