Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 14
14 LÆKNAblaðið 2020/106
R A N N S Ó K N
færri þunglyndis- og kvíðaeinkenni og upplifa meiri félagslega
færni eftir meðferð.
Skor sjúklinga á öllum kvörðum hækka við eftirfylgd ári eftir
meðferð en aðeins finnst marktækur munur á kvíða- (meðaltals-
munur 3,058, p<0,001) og þunglyndiseinkennum (meðaltalsmun-
ur 3,381, p<0,001). Skor sjúklinga haldast síðan nokkuð stöðug frá
komu í eins árs eftirfylgd (T4) og komu í eftirfylgd tveimur árum
seinna (T5) á öllum mælikvörðum. Ekki er marktækur munur á
skorum milli eins árs eftirfylgdar og þriggja ára eftirfylgdar á
neinum af mælikvörðunum.
Vinnufærni
Niðurstöður um vinnufærni eru byggðar á mati sjúklinganna um
vinnufærni sína fyrir og eftir meðferð. Vinnugeta hópsins í heild
fór úr 36% 6 vikum fyrir meðferð í 47% eftir meðferðina og 51% í
eins árs eftirfylgd og í 57% vinnufærni við þriggja ára eftirfylgd.
Þegar skoðaður er munur á sjúklingum sem snúa aftur til
vinnu eftir því hvort þeir skora undir eða yfir klínísku viðmiði
á vinnukvarða FABQ (FABQ-W) sýna niðurstöður úr kí-kvaðrat
prófi að þeir sem skora undir klínísku viðmiði á FABQ-W (<29)
eru marktækt líklegri til að snúa aftur til vinnu eða telja sig vinnu-
færa á öllum mælipunktum (T1: χ2(1, N = 105) = 16,97, p<0,001, ф =
.402, T2: χ2(1, N = 105) = 21,11, p<0,001, ф = .448, T3: χ2(1, N = 105) =
10,56, p<0,001, ф = .320, T4: χ2(1, N = 105) = 21,58, p<0,001, ф = .498,
T5: χ2(1, N = 105) = 24,881, p<0,001 ф = .605) (sjá mynd 2). Áhrifa-
stærðir benda til að skor á FABQ-W hafi töluverð áhrif á viðhorf
til vinnufærni.
Niðurstöður úr kostnaðarnytjagreiningu
Í greiningunni er kostnaðurinn áætlaður til þriggja ára frá því
að meðferðinni á Reykjalundi lauk. Framtíðarávinningurinn er
afvaxtaður með 5% afvöxtunarstuðli. Kostnaður ef ekki kæmi
til meðferðar á Reykjalundi, það er af hefðbundinni meðferð, er
áætlaður út frá meðaltalskostnaði fyrir meðferð. Í greiningunni er
gert ráð fyrir því að meðaltalskostnaðurinn á ársgrundvelli hald-
ist óbreyttur þau þrjú ár sem hann er áætlaður. Kostnaðurinn við
hefðbundnu meðferðina er einnig afvaxtaður með 5% afvöxtun-
arstuðli. Ástæða þess að stuðst er við 5% afvöxtunarstuðul er að
horft er til íslenskra aðstæðna og eins skýrslu frá Hagfræðistofnun
Háskóla Íslands, þar sem eðlileg ávöxtunarkrafa samfélagslegra
verkefna á Íslandi er 5% á föstu verðlagi.37
Áætlaður kostnaður á hvern einstakling ef ekki kæmi til endur-
hæfingar eftir þrjú ár var 1.329.529 kr. en með innlögn á verkjasvið
Reykjalundar var kostnaðurinn eftir þrjú ár áætlaður 981.613 kr.
Endurhæfing á Reykjalundi var því ódýrari út frá samfélagslegu
sjónarhorni fyrir hvern einstakling sem nemur 347.916. kr. á verð-
lagi 2018 (vísitala neysluverðs okt. 2018) þegar framtíðarávinning-
ur og kostnaður hefur verið afvaxtaður með 5% afvöxtunarstuðli.
Samkvæmt töflu III er meðferð á Reykjalundi ódýrari en hefð-
bundin meðferð út frá samfélagslegu sjónarhorni eftir þrjú ár frá
meðferð sem nemur 347.916 kr. á einstakling. Verkjameðferðin skil-
aði einnig aukningu í gæðaárum (QALY) um 0,15 að þremur árum
liðnum fyrir hvern einstakling. Ef tímaramminn var lengdur án
þess að breyta öðrum forsendum varð endurhæfingin á Reykja-
lundi hagkvæmari og skilaði 5 milljónum eftir 10 ár og tæplega 12
milljónum út lífið og 0,97 gæðaárum út lífið.
2010060577 og VSN 2003060024/03.1) og upplýsinga var aflað frá
Tryggingastofnun (TR), Sjúkratryggingum (SÍ) og úr lyfjagagna-
grunni Embætti landlæknis.
Niðurstöður
Allir sjúklingarnir fengu hefðbundna þverfaglega verkjameðferð.
Meðalaldur sjúklinganna var 38,2 ár og 65% þeirra voru konur.
Um 36% sjúklinga mátu sig vinnufæra við upphaf meðferðar. Tæp
30% þeirra fengu lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins, (15% ör-
orkulífeyri og 14% endurhæfingarlífeyri) og 31% áttu óuppgerð
slysamál gagnvart tryggingafélögum. Langflestir skjólstæðinga
verkjasviðs eru með þrálát bakvandamál (tæplega helmingur) og í
rannsókninni höfðu 46% sjúklinganna haft verki í 5 ár eða lengur.
Tæplega helmingur sjúklinganna sem einnig voru að glíma við
einkenni kvíða og/eða þunglyndis tóku verkjalyf daglega en til
samanburðar um fjórðungur (24%) þeirra sem ekki voru með þessi
einkenni, sjá lýðfræðilegar upplýsingar í töflu I.
Niðurstöður úr dreifigreiningu með endurteknum mælingum
sýndu marktæk megináhrif á öllum mælikvörðum frá komu á
göngudeild og til komu í þriggja ára eftirfylgd (tafla II). Sjúklingar
upplifa minni verki, minni ótta og hliðrun tengda vinnufærni,
Tafla I. Lýðfræðilegar upplýsingar um þátttakendur eftir meðferðarhópum og
klínísk skilmerki, hlutfall %.
Heildar-
hópur
(N=112)
HAM
meðferðar-
hópur (N=39)
HAM
samanburðar-
hópur (N=38)
Ekki HAM
skilyrði
(N=35)
Lýðfræðiupplýsingar
Kyn (kona) 65 57,5 67,5 66,7
Aldur (ár M±SD) 38,2 (11,39) 37,32 (12,16) 35,79 (11,28) 39,47 (10,57)
Menntun
Grunnskóli 37 38 39 32
Framhaldsskóli 46 38 50 50
Háskólapróf 17 23 10 18
Hjúskaparstaða
Giftur/ í sambúð 65 56 67 69
Einhleyp/ur 35 42 33 28
Fráskilin(n)/
Ekkja(ekkill)
1 - - 3
Klínísk skilmerki
Verkir (NRS,
M±SD)
6,1 (2,1) 6,49 (1,86) 6,11 (2,25) 5,58 (2,11)
Verkir varað
5 ár eða lengur 46 41 54 44
Verkjalyf
Veikir ópíóíðar 95 95 100 88
Sterkir ópíóíðar 40 46 39 32
Verkjalyfjanotkun
1-2 sinnum í viku 45 32 45 61
Daglega 39 55 37 24
Yfir klínískum viðmiðum
BAI 41 39 50 0
BDI-II 44 61 66 0
FABQ-W 19 26 26 3