Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 19

Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2020/106 19 Y F I R L I T Inngangur Stærsta ósk verðandi foreldra er að barn þeirra verði heilbrigt og eru þeir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að stuðla að heil- brigði ófædda barnsins. Það er þó staðreynd að um það bil 2-3% nýfæddra barna eru með meðfædda missmíð.1 Orsakirnar geta verið margvíslegar, margslungnir erfða- og umhverfisþættir og ýmis lyf en að stórum hluta eru orsakirnar óþekktar. Hlutverk lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks er að veita leiðbeiningar og ráð varðandi þekkta fyrirbyggjandi þætti og hvað ber að forðast. En þegar vandamál greinast er það hlutverk FM-lækna að bregðast við þeim á meðgöngu og nýburalækna á nýburaskeiði. Sérgreinin fósturgreining og meðgöngusjúkdómar var fyrst viðurkennd hér á landi árið 2015 sem undirsérgrein við fæðinga- og kvensjúkdóma- lækningar þegar breyting var gerð á reglugerð um sérfræðileyfi.2 Örar framfarir í myndgreiningu, einkum óm- og segulóm- skoðunum ásamt framförum í sameindagreiningum (molecular diagnostics), auk möguleika á meðferð og aðgerðum á fóstri í móð- urkviði gera FM að einum helsta vaxtarbroddi heilbrigðisþjónustu á meðgöngu. Margar sérgreinar læknisfræðinnar þurfa að koma að málum við greiningu og meðferð fóstursins sem sjúklings, svo sem nýburalæknar, barnahjartalæknar, erfðalæknar, röntgen- læknar og barnaskurðlæknar svo dæmi séu tekin. Víða erlendis Fósturgreining og meðgöngusjúkdómar, undirsérgrein fæðinga- og kvensjúkdómalækninga Yfirlitsgrein Hildur Harðardóttir læknir Kvennadeild Landspítala og læknadeild Háskóla Íslands. hhardard@gmail.com Á G R I P Læknisfræði fósturs er undirsérgrein fæðinga- og kvensjúkdómalækn- inga og lýtur að rannsóknum á þróun, vexti og sjúkdómum fóstra. Það má telja eðlilegt að hafa eina sérgrein fyrir þá órjúfanlegu heild sem móðir og fóstur mynda og er íslenska undirsérgreinin í samræmi við það og ber heitið fósturgreining og meðgöngusjúkdómar (FM). Stór- stígar framfarir hafa átt sér stað í FM hvað varðar myndgreiningu fóstra með ómskoðun og segulómun. Einnig á sviði erfða- og sameinda- læknisfræði við sjúkdómsgreiningar með kjarnsýrutækni auk þess sem aðgerðir á fóstrum eru nú mögulegar í vissum tilfellum. Í vinnu við fósturgreiningar er samstarf við fjölmarga aðra sérfræðinga mikil- vægt, til dæmis nýburalækna, barnalækna í ýmsum undirsérgreinum, barnaskurðlækna, erfðalækna og lækna sem vinna á sviði myndgrein- ingar. Í stærri samfélögum starfa FM-læknar gjarnan sem ráðgefandi fyrir fæðingalækna og aðra sérgreinalækna auk þess að vinna við fósturskimanir, greiningar og meðferð. Hér á landi er sérhæfing styttra á veg komin. Hér eru tekin dæmi um verkefni FM-lækna og lýst hvernig tækniframfarir hafa breytt fósturskimun fyrir litningafrávikum, eftirliti og meðferð við rhesus-varnir auk aðgerða á fósturskeiði. Þá er sagt frá samstarfi norrænna FM-lækna. innifelur sérgreinin einnig sjúkdóma hjá þunguðum konum og kallast á ensku Maternal-Fetal Medicine. Áður fyrr var konum með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma gjarnan ráðlagt að eignast ekki börn. Þær sættu sig oft við þann úr- skurð en nú eru breytt viðhorf og konur sætta sig síður við að veik- indi þeirra setji þeim takmörk hvað varðar barneignir. Sjúkdómur móður getur þýtt ævilanga lyfjagjöf sem ef til vill samrýmist ekki meðgöngu vegna fósturskemmandi áhrifa og er álitamál hvern- ig eigi að leysa það. Ætti verðandi móðirin að sleppa lyfjatöku á kostnað verra heilsufars til lengri tíma eða taka lyfið og fylgjast með því hvort það hafi áhrif á fóstrið? Stundum eru áhrif sjúk- dóms móður á framgang meðgöngunnar þekkt, bæði hvað varðar fósturþroska og líkur á fyrirburafæðingu eða önnur vandamál en í mörgum tilfellum eru þessi áhrif óviss eða alls ekki þekkt. Einnig þarf að huga að áhrifum meðgöngunnar á sjúkdóm móður. Sem dæmi má nefna undirliggjandi hjartasjúkdóm þar sem hin mikla aukning á blóðmagni sem fylgir meðgöngu veldur auknu álagi á hjarta móður og getur til dæmis leitt til hjartabilunar. Sé verðandi móðir með alvarlegan undirliggjandi sjúkdóm sem skerðir lífslíkur hennar, þarf að ræða möguleg áhrif hans á meðgönguna og einnig áhrif meðgöngunnar á undirliggjandi sjúkdóm. Loks þarf að meta Fósturgreining og meðgöngu sjúkdómar er hratt vaxandi undirsérgrein fæðingalækninga sem lýtur að heilsu móður og fósturs. www.lis.is Fjölskyldu- og styrktarsjóður lækna Fjölskyldu- og styrktarsjóður LÍ (FOSL) var stofnaður árið 2001.  Upp haflegi tilgangur sjóðsins var að greiða fæðingarstyrki en í dag greiðir hann marga mikilvæga styrki m.a. vegna tekjumissis í tengslum við veikindi, útfararstyrki og fæðingarstyrki. ST YRKIR SJÓÐSINS ERU: • FÆÐINGARSTYRKUR • VEIKINDASTYRKUR • ENDURHÆFINGARSTYRKUR • GLASAFRJÓVGUNARSTYRKUR • STYRKUR FYRIR HEYRNARTÆKI • STYRKUR FYRIR SÁLFRÆÐIAÐSTOÐ • ÚTFARARSTYRKUR • EINGREIÐSLUSTYRKUR Læknar sem starfa hjá hinu opinbera  eiga rétt á styrk úr sjóðnum en þeir sem stunda sjálfstæðan rekstur  verða að velja sjálfir að sækja um aðild að FOSL á vefsíðu Læknafélagsins. KYNNTU ÞÉR RÉTTINDI ÞÍN

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.