Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 40
40 LÆKNAblaðið 2020/106
Þúsundir, mestmegnis eldri konur og börn, eru sökuð um galdra
á ári hverju. Þetta kemur fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna
sem Magnús Jóhannsson, læknir og prófessor emeritus, vísaði í í
fyrirlestri sínum um korndrjóla og galdra. Það var á fundi Félags
áhugamanna um sögu læknisfræðinnar í Þjóðminjasafninu um
miðjan nóvembermánuð. Skýrslan er frá árinu 2009. Hann segir
að þeim sem sökuð séu um galdra sé oft útskúfað úr fjölskyldum
sínum og samfélögum og myrt í mörgum tilfellum.
Magnús hitti blaðamann Læknablaðsins eftir fundinn og nefndi
að í Sádí-Arabíu mætti dæma fólk til dauða fyrir galdra. Þeir
valdi ugg í mörgum Afríkuríkjum, Papúa Nýju-Gíneu, Nepal,
Indlandi, Indónesíu og nokkrum löndum í Rómönsku-Ameríku.
Hann rakti einnig galdraofsóknirnar í Evrópu frá 1500 og sagði
að rekja mætti galdraofsóknir á þeim tíma til eitrunar í korndrjól-
um.
Korndrjólar á Íslandi
„Þessar galdraofsóknir nú eru annars staðar í heiminum en í
Evrópu en aftökuaðferðirnar eru ekki aðrar en voru hér. Fólk
er brennt á báli, hengt og pyntað,“ segir hann og vonar að Sam-
einuðu þjóðirnar ráðist brátt í að skoða stöðuna nú 10 árum eftir
fyrri skýrslu. Ljóst sé að galdrar tilheyri ekki eingöngu fortíðinni.
Hann segir að sveppurinn claviceps purpurea sem finnst í korni
og rúgi sé talinn hafa verið uppspretta galdraásakana vegna
ergótisma-eitrunar af völdum þeirra. Korndrjólar finnast um
allan heim, líka á Íslandi. „Ég hef leitað hans tvisvar sinnum og
fundið í bæði skiptin á suðurströnd Íslands, milli Óseyrarbrúar-
innar og Þorlákshafnar, í melgresinu,“ segir Magnús.
Mörg virk efni séu í sveppnum og sum virki svipað og LSD
og valdi ofskynjunum. „Þau virka á úttaugakerfið. Æðar herpast
saman og leg.“
Í geðrofi af sveppnum
Hann segir ergótisma-eitruninni hafa verið viðhaldið hér áður
þar sem fólk hafi borðað sveppinn í brauði, kökum og grautum
og ekki hætt þegar einkennin komu upp. „Fólk fær geðveikisein-
kenni, ofskynjanir, ranghugmyndir, getur farið í geðrof. Finnur
kvíða og ótta. Getur fengið drep í útlimi því æðarnar herpast svo
skarpt saman,“ segir Magnús. Útlimir hafi getað dottið af og kon-
ur misst fóstur því legið herptist svo skarpt saman.
„Húsdýrin veiktust líka. Brjóstmylkingar gátu fengið þetta
með móðurmjólkinni og fólki fundust þetta dularfull einkenni
og engin lækning var þekkt,“ lýsir hann. „Stundum gekk þetta
sem faraldur í Evrópu. Ef veturnir voru kaldir og vorið blautt var
mikil hætta á þessu. Líka á votviðrasömum sumrum. Þetta getur
verið mismunandi eftir afbrigði sveppsins, veðráttunni, jarðvegi,
landsvæði, korntegund. Einkennin voru því ekki alltaf eins,“ seg-
ir hann.
Rekja nornaofsóknir til
svepps sem síðar nýttist í lyf
Talið er að fjölmargir Evrópubúar hafi verið sakaðir um galdra og líflátnir vegna fólks sem þjáðist í raun
af ofskynjunum. Enn tíðkast galdraofsóknir í heiminum þar sem fólk mætir sömu örlögum og það gerði í
galdrafári Evrópu á 16. öld
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Mynd/gag.