Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 33

Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2020/106 33 Málþing innkirtlalækna á Læknadögum vekur eftirtekt en landsmenn eiga menn í fremstu röð í rannsóknum á kortisólskorti. Helga Ágústa heldur um þræði þingsins. Mynd/gag Helga segir kortisólskort sjaldgæfan þótt hann færist í vöxt með til dæmis hormónagjöfum og öðrum sjúkdómum í heiladingli. Ekki sé vitað hve margir þjáist af honum en þó þekkt að ríflega 40 einstaklingar 18 ára og eldri séu haldnir kortisólskorti vegna mótefnabundinnar nýrnahettubilunar, séu með svokallaðan Addisons-sjúkdóm. Hún vísar þar í grein sína og Andra Ólafssonar frá 2016. Mun stærri hópur sé hins vegar með hann af öðrum ástæðum eins og eftir æxli í heiladingli. Jafnvel séu dæmi um tilfelli eða erfiða barnsfæðingu, eins og önnur grein Helgu og Hallgerðar Krist- jánsdóttur frá 2011 sýni. Þá standi nú yfir könnun á því hvort heiladingull kvenna sem fái höfuðhögg við íþróttaiðkun skað- ist svo þær verði fyrir kortisólskorti eða öðrum hormónaskorti. „Við vitum að 20-50% þeirra sem fá höfuðhögg eða alvarlegan hnykk á háls skaðast á heiladingli,“ segir Helga. Þarf styrk fyrir neyðarsetti Helga nefnir sem dæmi um hve alvarleg- ur Addisons-sjúkdómurinn sé að helm- ingur þeirra sem greinist með hann látist innan tveggja ára og allir innan fjögurra ára. Leitað hafi verið styrkja til þess að sjúklingarnir fái neyðarsett; hafi neyðar- sprautu, Solu-Cortef, alltaf við hendina í sérstökum umbúðum, án árangurs. „Lyf- ið ættu hins vegar allir sjúklingar með kortisólskort að eiga heima til neyðargjaf- ar,“ segir Helga Ágústa. „Neyðarsettið er nauðsynlegt því ef sjúklingarnir lenda í að fá til að mynda matareitrun og halda ekki niðri töflunni sem þeir taka daglega þurfa þeir auka- kortisól með sprautu.“ Helga segir lækna læra um kortisól í námi. „En keðjan er aldrei sterkari en veik- asti hlekkurinn,“ segir hún og lýsir því þegar sjúklingur með kortisólskort var rétt við að fara í aðgerð eftir rúman sólarhring á spítalanum án þess að hafa fengið korti- són. Skerpa þurfi á þekkingunni hjá öllu heilbrigðisstarfsfólki. Helga starfaði í rúman áratug á Sal- grenska í Svíþjóð, meðal annars sem yfirlæknir á efnaskipta- og innkirtladeild. Árið 2003 kom hún að hönnun korts sem sjúklingar sem þjást af kortisólskorti bera. Kortið hefur náð útbreiðslu í Svíþjóð. „Það hefur nú verið framleitt fyrir Svíþjóð, Noreg, Danmörku og Ísland en einnig í flestum öðrum Evrópulönd- um,“ segir Helga. „Sjúklingurinn getur nú tekið upp kortið hvar sem er í heiminum og sýnt að hann sé með þennan sjúkdóm.“ Kortið er á móðurmáli sjúklings öðru megin og ensku hinu megin. „Sjúklingarnir eiga því að geta dregið það fram þegar þörf er á bráðaþjónustu hvar sem er í heiminum.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.