Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2020/106 31
Reynir Arngrímsson
formaður
FAL
Guðrún Ása Björnsdóttir
Ýmir Óskarsson
FÍH
Salóme Ásta Arnardóttir
Jörundur Kristinsson
FSL
María I. Gunnbjörnsdóttir
Gunnar Mýrdal
LR
Þórarinn Guðnason
Alma Gunnarsdóttir
Stjórn
Læknafélags
Íslands
Læknisstarfið er krefjandi því daglega glímir lækn-
irinn við flókin verkefni og tekur erfiðar ákvarðan-
ir. Álagið er oft mikið því mönnun er ekki í sam-
ræmi við umfang verkefna og glíma margir læknar
við álagseinkenni sem geta leitt til kulnunar. Fagið
er í stöðugri framþróun sem gerir það að verkum
að læknirinn þarf sí- og endurmenntun. Starfið
er göfugt í eðli sínu því við störfum í þágu veikra
til líknar eða lækninga og er fagið hin fullkomna
blanda raunvísinda og mannúðarstefnu. Læknirinn
er í faglegri forystu á sínum vinnustað því hann ber
ábyrgð á velferð sjúklingsins. Menntun og reynslu
læknisins verður nýta við skipulagningu og upp-
byggingu heilbrigðiskerfisins því læknar gegna þar
lykilhlutverki, að öllum öðrum fagstéttum ólöstuð-
um. Fólk leitar til læknis til að fá ráðgjöf, stuðning,
greiningu og viðeigandi meðferð, allt eftir aðstæð-
um.
Varnarleikur
Síðustu misseri hafa einkennst af varnarleik bæði í
stóru og smáu. Byrjum á smáu hlutunum. Af hverju
voru ermar allra læknasloppa á Landspítala stytt-
ar? Af hverju voru læknar í meirihluta táknmynda
sem dæmi um neikvæð samskipti við innleiðingu
samskiptasáttmála? Af hverju eiga læknabréf ekki
lengur að heita læknabréf? Af hverju var lækna-
borðinu í matsalnum í Fossvogi hent? Sendar hafa
verið athugasemdir og leitað hefur verið skýringa
en fátt um svör. Lágmarkskrafa hlýtur að vera að
forsendur séu skýrar og haldbær rök liggi fyrir
þegar ákvarðanir eru teknar og haft samráð við
hagsmunaaðila.
Jafnlaunavottun
Snúum okkur að stærri málum og byrjum á jafn-
launavottun. Hægt er að setja fram kjarna mótmæla
lækna í einni setningu: Matskerfið sem Landspítali
valdi til jafnlaunavottunar vanmetur læknisstarfið
og er þar af leiðandi óásættanlegt. Matskerfið er
notað til launaákvörðunar heilbrigðisstarfsmanna í
Bretlandi að læknum og tannlæknum undanskild-
um. Mikil orka hefur farið í að spyrna við fótum
í þessu máli og hafa Læknafélag Íslands, Félag
sjúkrahúslækna, Félag almennra lækna og Lækna-
ráð unnið sem ein heild og mótmælt kröftuglega
allt frá upphafskynningu málsins í ársbyrjun 2019.
Ekki er enn ljóst hvort Landspítali fær jafnlauna-
vottun en við fylgjumst grannt með því. Ég hvet
alla lækna til að kynna sér þetta mikilvæga hags-
munamál stéttarinnar því hér getur samstaða skipt
miklu máli á árinu.
Lagabreytingar
Tillögur um breytingar á gildandi lögum um heil-
brigðisþjónustu frá 2007 voru birtar í samráðsgátt
alþingis í september. Hér er ekki hægt að rekja allar
þær breytingar sem þar eru lagðar til en markmið
þeirra er samkvæmt greinargerð stuðningur við
samþykkta Heilbrigðisáætlun til 2030. Með þessum
breytingatillögum er kerfisbundið dregið úr vægi
lækna. Á þriðja tug athugasemda bárust frá LÍ og
aðildarfélögum, Læknaráði og öðrum fagfélögum
og framkvæmdastjórum um allt land. Frumvarp-
ið hefur nú verið lagt fram og ljóst er að það á að
leggja niður Læknaráð í núverandi mynd þrátt fyrir
kröftug mótmæli. LÍ mun að sjálfsögðu senda inn
umsögn við þetta frumvarp og vonandi tekst að fá
alþingi til að hlusta á aðvaranir heilbrigðisstarfs-
manna vegna þessa.
Skipurit
Hallarekstri Landspítala hefur verið mætt með
nýju skipuriti. Það að vanáætlun á kostnaði við
kjarasamninga lækna frá 2015 sé stillt upp sem or-
sök hallareksturs 2018 fór fyrir brjóstið á mörgum,
sérstaklega þegar mun nærtækari skýringar eru
augljósar. Þegar skórinn kreppir að er algengt að
millistjórnendum sé fækkað til að verja lögboðna
grunnstarfsemi spítala, sem er læknisþjónusta. En
Landspítali bætir við 11 millistjórnendum, sem
vekur upp spurningar. Og í sparnaðarskyni eru
launakjör lækna skert og það þegar kjarasamningar
eru lausir. Þess ber að geta í þessu samhengi að föst
yfirvinna lækna á Landspítala er aðeins 20% af allri
greiddri yfirvinnu á spítalanum. Ekkert samráð var
haft við Læknafélagið í þessu máli.
Sóknarleikur
Við núverandi aðstæður er sérstaklega gremju-
legt að stjórnkerfið skuli láta það viðgangast að
hagnaður af sameiginlegum auðlindum íslensku
þjóðarinnar sé ekki nýttur í almannaþágu. Það er
til skammar að grunnstoðir landsins skuli vera
undirfjármagnaðar og afleiðingarnar eru lokuð
sjúkrarúm, skortur á fagfólki og innlagnir á ganga
bráðamóttöku.
Þetta er óásættanlegt ástand fyrir auðuga þjóð,
dapurlegt fyrir Landspítala og virðingarleysi við
sjúklinga og aðstandendur. Erfitt er að tryggja
öryggi sjúklinga við þessar aðstæður og augljóst
að gæðum þjónustunnar mun hraka verði ekki úr
þessu bætt.
Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í
Nú árið er liðið...
María I.
Gunnbjörnsdóttir
lungna- og
ofnæmislæknir,
formaður Félags
sjúkrahúslækna
mariaig@landspitali.is
Í pistlunum Úr penna
stjórnarmanna LÍ birta
þeir eigin skoðanir en ekki
félagsins.
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGO