Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 11

Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2020/106 11 R A N N S Ó K N Inngangur Algengi þrálátra verkja á heimsvísu er talið vera milli 30-50%.1 Á Íslandi hefur algengi þrálátra verkja verið álitið allt að 47,5%.2,3 Tíðni þunglyndis meðal sjúklinga með þráláta verki er há, eða frá 20-54%.4-6 Þunglyndi eykur verkjaupplifun einstaklinga með þrá- láta verki og skerðir enn frekar færni þeirra í daglegu lífi.7 Í yfir- litsgreinum hefur komið fram að bæði kvíði og þunglyndi draga úr árangri verkjameðferðar.8,9 Auk þess kemur fram að verkir, einkum ef þeir eru dreifðir, auka líkur á að sjúklingur upplifi ein- kenni kvíða og þunglyndis.10 Hugræn atferlismeðferð (HAM) er algengasta sálfræðimeð- ferðin við þrálátum verkjum.11 Árangur þverfaglegrar endurhæf- ingarmeðferðar gegn þrálátum verkjum sem nýtir HAM er vel þekkt,12-15 en fáar rannsóknir meta árangur meðferðar við verkjum til lengri tíma litið.16 Á verkjasviði Reykjalundar fer fram þverfagleg teymisvinna fyrir einstaklinga með þráláta verki og hefur þessari nálgun ver- ið beitt frá því um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Auk HAM hefur sérstaða verkjasviðs Reykjalundar einkennst af viðhorfi til sterkra verkjalyfja. Sjúklingum sem eru að taka slík lyf er hjálpað að losa sig við þau, enda er langtímanotkun slíkra lyfja (ópíóíða) ekki gagnleg við þrálátum stoðkerfisverkjum, að ekki sé minnst á aukaverkanir sem sumar geta verið alvarlegar.17-18 Í þverfaglegri verkjameðferð er áherslan í dag á að auka líkamlega, andlega og félagslega færni.19 Árangur þverfaglegrar endurhæfingar á verkjasviði Reykjalundar var skoðaður árin 1997-1999 og kom í ljós Heilsuhagfræðilegt mat á þverfaglegri verkjameðferð á Reykjalundi Ein króna í endurhæfingu – átta til baka Á G R I P Tilgangur: Fáar rannsóknir hafa metið langtímaárangur þverfag- legrar verkjameðferðar þó árangur til skemmri tíma sé vel þekktur. Hér er lýst árangri slíkrar meðferðar á Reykjalundi, endurhæfingar- miðstöð SÍBS, með þriggja ára eftirfylgd. Sérstaklega er fjallað um heilsuhagfræðilegan ávinning af meðferðinni. Efniviður og aðferðir: Um kerfisbundið slembiúrtak var að ræða þar sem fimmta hver beiðni um meðferð á verkjasviði Reykjalundar var valin til þátttöku. Gagnasöfnun stóð yfir í fjögur og hálft ár og eftirfylgd lauk þremur árum síðar. Heilsuhagfræðileg úttekt var gerð að rannsókn lokinni. Niðurstöður: Helstu niðurstöður eru þær að sjúklingar upplifa minni verki, minni ótta og hliðrun tengda vinnufærni, færri þung- lyndis- og kvíðaeinkenni og upplifa meiri félagslega færni eftir með- ferð. Vinnugeta hópsins í heild jókst og fór vinnufærni úr 36% í 47% eftir meðferðina og við þriggja ára eftirfylgd voru 57% vinnufærir. Heilsuhagfræðileg úttekt sýndi að meðferðin hafði borgað sig upp á þremur árum og ávinningurinn jókst út lífið. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þverfagleg endur- hæfingarmeðferð gegn þrálátum verkjum skilar árangri varðandi færni, verki og sálfélagslegar afleiðingar þeirra. Heilsuhagfræði- legur ávinningur af meðferðinni er verulegur og miðað við vísitölu neysluverðs í október 2018 skilar kostnaður af meðferðinni sér áttfalt til baka til samfélagsins. Magnús Ólason1 læknir Héðinn Jónsson2 sjúkraþjálfari Rúnar H. Andrason1 sálfræðingur Inga H. Jónsdóttir1 sálfræðingur Hlín Kristbergsdóttir3 doktorsnemi í sálfræði Fyrirspurnum svarar Magnús Ólason, olasonmagnus@gmail.com 1Reykjalundi, endurhæfingarmiðstöð SÍBS, 2Embætti landlæknis, 3sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. að marktækt dró úr kvíða og þunglyndi auk þess sem vinnufærni jókst verulega.20 Nýleg rannsókn á verkjasviðinu leiddi í ljós góðan árang- ur við útskrift sem hélst við eins árs og þriggja ára eftirfylgd.21 Við þriggja ára eftirfylgd reyndust þeir einstaklingar sem höfðu fengið HAM-meðferð ná að viðhalda árangri sínum betur en þeir sem fengu ekki slíka meðferð (ES =1,35). Einnig var vinnuþátttaka meiri hjá HAM-hópnum eftir þrjú ár. Kostnaður samfélagsins vegna þrálátra verkja er gríðarlegur. Í Bandaríkjunum var áætlað að beinn kostnaður (við meðferð) á ári væri allt að 635 milljarðar Bandaríkjadala á verðlagi ársins 2010 auk þess sem óbeinn kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu næmi allt að 300 milljörðum. Auk þess var áætlað að allt að 335 milljarð- ar töpuðust vegna minnkaðrar framleiðni.22 Höfundar töldu þetta síst ofáætlað og bentu á að sameiginlegur árlegur kostnaður vegna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.