Læknablaðið - jan. 2020, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2020/106 7
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
The Icelandic
Medical Association -
towards the New Year
Reynir Arngrímsson
Clinical Geneticist
President of The Icelandic
Medical Association
Reynir
Arngrímsson
erfðalæknir
formaður
Læknafélags Íslands
reynir@lis.is
Læknafélag Íslands
– til móts við nýtt ár
Læknafélag Íslands þarf að hafa skýr markmið um
uppbyggingu, hlutverk og stefnu í faglegum mál-
um, félagsmálum, fræðslu- og símenntunarmálum,
kjara-, réttinda- og hagsmunamálum lækna. LÍ
þarf einnig að móta stefnu í heilbrigðismálum og
skipulagi heilbrigðiskerfisins sem og lýðheilsu- og
þjóðmálum sem hafa snertiflöt við störf lækna. Um
þetta hefur verið fjallað í ályktunum aðalfunda LÍ
gegnum árin, en það þarf að halda umfjölluninni
lifandi með reglubundinni endurskoðun og hún þarf
að vera aðgengileg félagsmönnum. Nýjungum og
stefnubreytingum þarf að mæta með ábyrgum hætti
og umræðum innan LÍ og við heilbrigðisstofnanir og
heilbrigðisyfirvöld þar sem víðtæk sérþekking lækna
getur nýst og þarf að koma á framfæri. Stefnumótun
LÍ til framtíðar árið 2020 gengur út á þetta.
Undirbúningur þessarar vinnu er hafinn í sam-
ræmi við ályktun sem samþykkt var á aðalfundi LÍ
í september síðastliðnum og mun setja mark sitt á
starf LÍ á næstu mánuðum. Spurningar sem leita þarf
svara við eru ekki nýjar af nálinni en þurfa stöðuga
umræðu og endurskoðun. Hvert skal vera hlutverk
LÍ? Hvernig verjum við fjármunum félagsins til
skilgreindra kjarnaverkefna og annarra málaflokka?
Það þarf að endurskoða upplýsinga- og útgáfumál
LÍ og færa til nútímalegra horfs þannig að sjónar-
mið lækna og samtaka þeirra eigi greiða leið inn í
samfélagsumræðuna en drukkni ekki eins og nú vill
verða. Við stöndum á tímamótum þar sem vaxandi
krafa er um gegnsæi. LÍ og læknar þurfa til dæmis
að vera þátttakendur í öllu sem snertir viðhald og
skráningu símenntunar.
Samskipti LÍ við sérgreinafélög þarf að skoða og
efla, til dæmis innan Fræðslustofnunar LÍ sem er
mögulegur og líklega eðlilegasti vettvangur slíkrar
samvinnu. Siðfræðiráð LÍ hefur lagt fram tillögur
um endurskoðun á siðfræðisáttmála lækna, Codex
ethicus. Í ljósi harðrar og á tíðum óvæginna ummæla
á opinberum vettvangi á árinu sem leið er mikilvægt
að læknar kynni sér reglur þær sem samfélag lækna
hefur lagt til grundvallar í samskiptum sín á milli.
Stjórn LÍ vonast til að allir læknar kynni sér tillögur
siðfræðiráðsins og myndi sér skoðun á því hver skuli
vera grundvallaratriði í siðfræði og starfi læknisins
og samskiptum þeirra. Siðareglur sem hópar lækna
ákveða að sniðganga þarf að ræða og endurskoða.
Tryggja þarf að siðareglur á hverjum tíma hafi víð-
tæka skírskotun til siðferðisvitundar stéttarinnar í
heild sinni.
Árið 2020 verður annasamt ár því auk stefnumót-
unar um hlutverk og verkefni félagsins bíða óleystir
kjarasamningar. Kjarasamningar LÍ og ríkisins hafa
verið lausir lungann úr þessu ári án þess að nokk-
uð hafi þokast í samkomulagsátt. Alvarleg staða í
samningamálum sjálfstætt starfandi lækna er einnig
áhyggjuefni. Sú stefna heilbrigðisyfirvalda að færa
læknisþjónustu í útboðsferli mun reynast flókið og
verður sennilega illframkvæmanlegt. Mikilvægi þess
að læknar hafi fjölbreyttan starfsvettvang til að velja
úr verður aldrei of oft ítrekað. Það er ekki eingöngu
með hagsmuni lækna að leiðarljósi sem þetta skiptir
máli heldur verður ekki annað séð en að árangur og
hagkvæmni í rekstri heilbrigðisþjónustunnar standi
fremst í þeim löndum sem bjóða blandaða nálgun
líkt og við gerum.
Frumvarp um breytingar á lögum um heilbrigðis-
þjónustu liggur fyrir Alþingi. Margt af því sem þar
kemur fram er kunnuglegt. Enn á ný ætla stjórnvöld
að freista þess að þagga niður raddir fagstétta, með
tillögum um að leggja niður sjálfstæð læknaráð og
fagráð annarra fagstétta og steypa í einn samráðs-
vettvang sem forstjóri velur. Þannig má tryggja
alræðisvald og að gagnrýnisraddir þagni. Það hefur
ekki farið framhjá læknum að LÍ hefur margoft bent
á að Landspítali hlustar ekki á gagnrýnisraddir um
óábyrgt starfsmatskerfi til jafnlaunavottunar. Til
að tryggja að óbreyttir starfsmenn geti ekki komið
sjónarmiðum sínum á framfæri óáreittir á fundum
með vottunaraðilum þá skal
bæði yfirmaður viðkomandi
og mannauðsráðgjafi standa
yfir og fylgjast grannt með
frammistöðu og skoðunum
starfsmannsins. Þarna má
segja að taki steininn úr varðandi þöggunartilburði í
heilbrigðiskerfinu.
Umboðsmaður Alþingis hefur bent á að skipurit
heilbrigðisstofnana snúist um réttindi sjúklinga.
Þetta hefur stjórnvöldum yfirsést ef marka má álit
umboðsmannsins frá því í september 2019 þegar
hann fjallaði um skipurit Landspítala og dró í efa
lögmæti þess. LÍ hefur á ný sent kvörtun til umboðs-
mannsins, byggða á fyrra áliti hans, enda telur fé-
lagið nýja skipuritið vera ólögmætt eins og hið fyrra
vegna ábyrgðarsviptingar yfirlækna við Landspítala
þar sem höfuðlæknisábyrgð þeirra er að engu gerð.
Þessu eiga læknar ekki að una og það setur sjúklinga
í óvissa og sérkennilega stöðu eins og umboðsmaður
hefur bent á.
Læknafélag Íslands óskar félögum sínum og
landsmönnum árs og friðar á komandi ári.
Stefnumótunarvinna LÍ er að
hefjast og er í samræmi við
samþykkt aðalfundar í haust.
DOI: 10.17992/lbl.2020.01.341