Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - feb. 2019, Side 20

Læknablaðið - feb. 2019, Side 20
72 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N Vinnutengd stoðkerfisvandamál fullorðinna hafa fengið mikla athygli rannsakenda og rannsóknirnar staðfesta að líkamleg áreynsla af ýmsum toga eykur líkur á slíkum vandamálum. Tengsl milli margvíslegs sálræns álags í vinnu og stoðkerfisvandamála hafa einnig verið staðfest þó orsakasamhengið liggi ekki að öllu leyti ljóst fyrir.16 Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum líkamlegrar áreynslu í vinnu á stoðkerfisvandamál ungs fólks og benda þær í sömu átt og rannsóknir á fullorðnum. Rannsókn meðal norskra iðn- og starfsnámsnema sýnir til dæmis að vélrænt vinnuálag eykur líkur á verk í hálsi og herðum á fyrstu árum þeirra í vinnu8 og rannsókn meðal finnskra 18 ára ungmenna sem flest voru í skóla sýnir að slíkt álag eykur líkur á bakverkj- um.17 Báðar rannsóknir sýna hærri líkur meðal stúlkna en pilta.8,17 Kanadísk rannsókn, gerð um síðustu aldamót, sýnir síðan að það eitt og sér að vinna með skóla er áhættuþáttur fyrir verki í hálsi og herðum,18 fyrir bakverki,19 og fyrir stoðkerfisverki almennt. Sam- kvæmt rannsókninni er vinna með skóla stærri áhættuþáttur stoð- kerfiseinkenna en sumarvinna.20 Íslensk doktorsrannsókn sem gerð var fyrir hrun, 2007-2008, hnígur í sömu átt og sýnir að 13-17 ára ungmenni sem vinna mikið með skóla eru líklegri til að finna fyrir stoðkerfisverkjum en þau sem vinna hóflega eða ekkert með skóla. Á það við um bakverki hjá öllum hópnum en stoðkerfisverki almennt hjá þeim yngri (13-15 ára) og hjá stúlkum.10 Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt er að nota gögn úr spurningakönnun um vinnu 13-19 ára íslenska ungmenna sem lögð var fyrir í byrjun árs 2018 til að skoða tengsl milli fjögurra tegunda stoðkerfisvandamála (verkja í vöðvum og liðum, í hálsi og herðum og í baki auk vöðvabólgu) við umfang vinnu með skóla eftir þremur lýðfræðiþáttum, kyni, aldri og menntunarstöðu for- eldra. Miklar breytingar hafa orðið á atvinnuframboði og atvinnu- háttum hér á landi á síðustu 10 árum, fyrst með efnahagshruninu 2008 og síðan með uppgangi ferðaþjónustunnar á síðustu árum. Umfang vinnu og störf barna og unglinga sveiflast mjög í takt við atvinnuframboð og breytingar á atvinnuháttum.10,21 Því er þörf á nýjum upplýsingum um tengsl stoðkerfisverkja við umfang vinnu aldurshópsins auk þess sem tengslin hafa ekki áður verið skoðuð eftir menntunarstöðu foreldra. Sömu aðferðum er beitt og í ís- lensku rannsókninni sem gerð var fyrir hrun að því undanskildu að fleiri árgangar eru með nú en var þá.10 Niðurstöður rannsókn- anna tveggja eru því samanburðarhæfar.22 Efniviður og aðferð Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn um vinnutengda heilsu og öryggi ungmenna á vinnustað. Rannsóknin beindist að 13-19 ára ungmennum. Þýði rannsóknarinnar er öll 13-19 ára ungmenni á Íslandi en úr þeim hópi var valið tilviljunarkennt úrtak 2800 ung- menna úr Þjóðskrá. Lægri aldursmörkin eru valin vegna þess að löggjafinn leyfir ungmennum að vinna létt störf frá þeim aldri.23 Hærri aldursmörkin miða við hefðbundin lok framhaldsskóla. Í rannsókninni er vinna skilgreind sem öll vinna sem laun eru þeg- in fyrir óháð því hvar hún eru stunduð. Launuð vinna í heimahús- um fellur því undir rannsóknina, þar með talin barnapössun. Rannsóknin var framkvæmd í febrúar til apríl 2018 og sá Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands um framkvæmdina. Hringt var í þátttendur sem náð höfðu 18 ára aldri en forráðamenn þeirra sem voru undir þeim aldri og leitað eftir samþykki fyrir þátttöku. Sam- þykki frá bæði forráðamanni og ungmenninu sjálfu var skilyrði fyrir þátttöku ungmenna undir 18 ára aldri. Þeim sem samþykktu þátttöku var sendur rafrænn spurningalisti með upplýsingabréfi í gegnum tölvupóst eða farsímanúmer. Samtals svöruðu 1339 ung- menni könnuninni og var svarhlutfallið því 48,6%. Þátttaka var ítrekuð með símhringingum og rafrænni áminningu. Kynjahlut- fall þeirra sem svöruðu var 54,1% stúlkur og 45,9% drengir. Mat á einkennum frá stoðkerfi byggir á almennum norrænum matskvarða um sálfélagslega þætti í vinnu (QPS). Kvarðinn var hannaður fyrir fullorðna starfsmenn en hefur áður verið notað- ur við mat á stoðkerfiseinkennum umgmenna.10,24 Spurt er um hversu oft á síðustu 12 mánuðum svarendur hafa fundið fyrir sálfélagslegum einkennum á tvíeindum kvarða: oft eða stund- um/sjaldan eða aldrei. Hér eru fjögur stoðkerfiseinkenni skoðuð; verkir í liðum og vöðvum, verkir í hálsi og herðum, bakverkir og vöðvabólga. Umfang vinnu með skóla er mælt með því skipta þeim svarendum sem voru í skóla (1250, eða 94,6%) niður í þrjá hópa þeirra sem vinna ekki með skóla (53,6%), vinna hóflega með skóla (28,9%) og vinna mikið með skóla (17,5%). Fyrri rannsóknir á vinnu ungmenna hafa sýnt að áhrif umfangs vinnu aldurshóps- ins á líðan helgast ekki eingöngu af lengd vinnuvikunnar heldur einnig af sveigjanleika vinnutímans.10,25 Að vinna mikið með skóla var því skilgreint sem að vinna meira en 12 klukkustundir á viku og hafa fastan vinnutíma en að vinna hóflega með skóla að vinna 12 klukkustundir á viku eða minna með skóla og/eða að hafa ekki fastan vinnutíma. Svarendum var skipt niður í þrjá aldurshópa, 13- 15 ára (47,7%), 16-17 ára (30,2%) og 18-19 ára (22,1%). Yngsti aldurs- hópurinn er enn í grunnskóla en þeir tveir eldri komnir í fram- haldskóla. Yngri aldursflokkarnir tveir falla undir lög um vinnu barna og unglinga sem tryggir þeim sérstaka vinnuvernd umfram fullorðna en elsti aldurshópurinn stendur jafnfætis fullorðnum hvað vinnuverndarréttindi varðar.23 Svarendum var einnig skipt í þrjá hópa eftir menntunarstöðu foreldra, börn foreldra sem bæði hafa grunnskólapróf (6,7%), börn foreldra sem bæði hafa háskóla- Tafla I. Hlutfall 13-19 ára sem hafa stundum eða oft fundið fyrir stoðkerfiseinkennum á síðustu 12 mánuðum eftir umfangi vinnu með skóla, %. Einkenni Ekki í vinnu Í hóflegri vinnu Í mikilli vinnu Samtals Kí-kvaðrat próf N Verkir í liðum og/eða vöðvum 40,7 48,8 46,4 44,0 p = 0,047* 1113 Bakverkur 31,7 42,7 53,6 38,7 p = 0,000** 1116 Verkur í hálsi og herðum 28,8 38,7 44,4 34,4 p = 0,000** 1116 Vöðvabólga 30,8 36,3 44,9 34,9 p = 0,001** 1113* p≤0,05, **p≤0,01.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.