Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - febr 2019, Qupperneq 29

Læknablaðið - febr 2019, Qupperneq 29
LÆKNAblaðið 2019/105 81 R A N N S Ó K N 28,9%. Sjúkrahúsdánartíðni STEMI-sjúklinga innan 30 daga frá innlögn var að meðaltali 10,3%. Nokkur munur var á dánartíðni milli ára, hæst 15% árið 2003, 13,4% árið 2012 og 13,1% árið 2005, en á þessum árum voru hlutfallslega flestir sjúklingar með grein- inguna hjartastopp. Flest hin árin var sjúkrahúsdánartíðnin um 8%. Sjúkrahúsdánartíðni NSTEMI-sjúklinga innan 30 daga frá innlögn var að meðaltali 6,3% en nokkuð mismunandi eftir árum, eða frá rúmlega 2% árið 2012 og upp í rúmlega 9% árið 2006. Á árunum 2008-2012 var skráning á heimilisfangi/póstnúmeri ítarleg svo ekki vantaði upplýsingar um heimilisfang sjúklinga með STEMI nema í 34 tilvikum (4-11 á ári). Á þessum 5 árum komu 723 með STEMI af höfuðborgarsvæðinu, eða að meðaltali 71/ 100.000 íbúa á ári, og af landsbyggðinni 341 STEMI, eða 58/100.000 á ári. Árið 2012 voru STEMI sjúklingar af landsbyggðinni aðeins 2/100.000 færri en STEMI af höfuðborgarsvæðinu en mestur mun- ur var árið 2009, eða 22/100.000 færri af landsbyggðinni. Að með- altali voru 13/100.000 færri sjúklingar á ári með STEMI af lands- byggð en frá höfuðborgarsvæðinu þessi 5 ár. Með NSTEMI voru að meðaltali 91/100.000 á ári af höfuðborgarsvæðinu og 66 af lands- byggðinni. Með hvikula hjartaöng voru að meðaltali 95/100.000 á ári af Reykjavíkursvæðinu og 70/100.000 á ári af landsbyggðinni. Munurinn eftir búsetu var um 25 sjúklingar/100.000 á ári að með- altali, bæði fyrir NSTEMI og hvikula hjartaöng og meiri breytileiki milli ára en hjá STEMI-sjúklingunum. Tafla I sýnir breytingar í aldursstöðluðu nýgengi bráðra kransæðaheilkenna meðal karla og kvenna á árunum 2003-2012 samkvæmt Poisson-aðhvarfsgreiningu. Þegar við átti var notuð neikvæð tvíliða aðhvarfsgreining. Rúmlega 5% fækkun STEMI- tilfella á ári varð hjá bæði körlum og konum (p<0,05). Ekki voru marktækar breytingar hvað þetta varðar hjá sjúklingum með NSTEMI og hvikula hjartaöng. Vegna þess hve fáir sjúklingar undir 30 ára aldri voru með STEMI, voru þeir ekki teknir með í þessari úrvinnslu. Aldurssértækt nýgengi (age-specific incidence) var kannað hjá mismunandi aldurshópum sjúklinga með STEMI. Það er tilhneiging til fækkunar á STEMI í flestum aldurshóp- um, en marktæk breyting um slíkt er þó fyrst og fremst hjá elstu aldurshópunum, konum 90-99 ára og körlum 70-79 ára og 90-99 ára. Fyrstu þrjú ár rannsóknarinnar koma 168 karlar í hópnum 70- 79 ára með STEMI en síðustu þrjú ár hennar eru þeir aðeins 78 talsins. Fækkun í þessum aldurshópi síðustu þrjú ár tímabilsins vegur hvað þyngst í því að meðalaldur STEMI-sjúklinga fer ekki hækkandi á tímabilinu. Umræða Fækkun STEMI en aukning á NSTEMI Meginniðurstaða þessarar rannsóknar er sú að á árunum 2003- 2012 fækkaði alvarlegustu tilfellum kransæðastíflu, STEMI-til- fellum, um tæp 36%. Leiðrétt fyrir aldri var um marktæka árlega fækkun STEMI að ræða hjá báðum kynjum, um 5% (p<0,05) eins og sést í töflu I. Marktæk fækkun tilfella var aðallega hjá eldri aldurshópunum þótt tilhneigingar gætti einnig hjá þeim yngri. NSTEMI-tilfellum fjölgaði um rúm 72% á tímabilinu og við lok þess var NSTEMI orðið algengasta kransæðaheilkennið. Þannig var hjartadrep með ST-hækkun, STEMI, algengara en hjartadrep án ST-hækkana, NSTEMI, í upphafi tímabilsins, en þetta hafði snúist við í lok þess. Fjölgun NSTEMI var þó ekki tölfræðilega marktæk. Á því 10 ára tímabili sem rannsóknin tekur til verða þannig mjög athyglisverðar breytingar á nýgengi hinna þriggja bráðu kransæðaheilkenna. Að teknu tilliti til fólksfjölgunar er tilfella- fjöldinn þó nánast óbreyttur við upphaf og enda tímabilsins. Fjöldi sjúklinga með hvikula hjartaöng er hinn sami árið 2003 og 2012 eftir að hafa verið rúmlega tvöfalt meiri um miðbik tímabils- ins. Í upphafi tímabils eru NSTEMI-tilfellin 26,1% af heildarfjölda bráðra kransæðatilfella en við lok þess 45,2%. Á sama tíma voru STEMI-tilfellin 47,1% af heildarfjöldanum í upphafi tímabils en 30,6% við lok þess. Á árinu 2005 fjölgaði TnT mælingum fjórfalt á Landspítala og sama ár fjölgaði NSTEMI-tilfellum um helming en STEMI- tilfell- um fækkaði. Líklegt er að einhver hluti sjúklinga sem áður voru greindir með hvikula hjartaöng á grunni eðlilegs CKMB hafi flust í NSTEMI-hópinn með tilkomu TnT-mælinga, en það hefur verið Mynd 3. Meðalaldur sjúklinga með bráð kransæðaheilkenni (STEMI, NSTEMI og hvikula hjartaöng). Tafla I. Breytingar á aldursstöðluðu nýgengi STEMI, NSTEMI og hvikullar hjarta- angar (UA) meðal karla og kvenna 2003-2012. Karlar Ný tilfelli n Ný- gengi- hlutfall P Árleg hlutfalls- breyting Árleg prósentubreyting (95% öryggisbil) STEMI 1661 0,94 * -0,055 -5,55 (-3,6 to -7,45) NSTEMI 1700 1,00 0,004 0,42 (-3,34 to 4,41) UA 1845 0,99 -0,004 -0,439 (-5,81 to 5,2) *P < 0,05 Women Ný tilfelli n Ný- gengi- hlutfall P Árleg hlutfalls- breyting Árleg prósentubreyting (95% öryggisbil) STEMI 672 0,94 * -0,053 -5,34 (-8,30 to -2,27) NSTEMI 890 ,00 0,006 0,67 (-3,07 to 4,57) UA 734 0,98 -0,010 -1,07 (-6,31 to 4,45) *P < 0,05

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.