Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1975, Qupperneq 4

Hugur og hönd - 01.06.1975, Qupperneq 4
Gultastokkur Hér á landi voru leikföng barna mjög fábreytt og öll heimafengin. Þegar ég man fyrst eftir mér laust eftir síðustu aldamót voru algengustu leikföngin horn, leggir, völur, kjálkar og kjúkur að ógleymdum blessuðum skelj- unum. „Börnin sér leika að skeljum á hól“, segir Jón Thoroddsen í kvæði sínu um vorið. Það var eins konar vorboði, þegar börnin á bæjunum báru út gullastokkana sína í hlýjum vorblænum og dreyfðu skeljunum sínum um hóla og börð í von um að vetur væri á enda og vor gengið í garð. Dalabörnin áttu oft erfitt með að ná í skeljar, en mörg þeirra áttu góða að, sem hjálpuðu upp á sakirnar. Ef einhver heimamaður átti leið í kaupstað eða fór um skeljafjöru, var reynt að koma sér í mjúkinn við hann og fá hann til að tína nokkrar skeljar í leiðinni. En börn- in biðu svo í ofvæni heima og hlökkuðu til að sjá hvernig til tækist. Helst áttu skeljarnar að vera með ýmsu móti, stórar og smáar, fjölbreytnin gladdi svo hug barnanna. Mikill var fögnuður barnanna ef ígulker eða hörpudiskur slæddist með og útyfir tók, ef hrúðurkarl var á hörpu- diski eða krákuskel, þá þóttu það hreinustu kjörgripir. Leikir barna mótuðust af umhverfinu, sem þau ólust upp í. Til sveita var búskapur og skepnuhirðing algengasti leikur barna. Byggðir voru bæir þannig að steinvölum var raðað þar sem veggir áttu að standa og húsaskipan var sem líkust því sem gerðist á bæjum. Fyrst voru bæj- ardyr með skála og gestastofu sína á hvora hönd, svo komu göngin inn að baðstofu með búri og eldhúsi sitt 4 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.