Hugur og hönd - 01.06.1975, Page 18
Leikur er barna yndi
Hollensk kona að nafni Martina
Wilhelmina Stein-Wilkeshuis skrifaði
fyrir nokkrum árum doktorsritgerð
um barnið í forníslensku þjóðfélagi.
Eins og nærri má geta eru fornbók-
menntirnar helsti brunnurinn sem hún
eys úr. Bókin er athyglisverð, málin
tekin fyrir í nýju samhengi, en vita-
skuld hafa aðrir fræðimenn fyrir löngu
gefið þessu efni gaum, uppeldi barna
og öllum undirbúningi undir starf full-
orðinsára. Það gerir til dæmis Björn
Bjarnason frá Viðfirði í l)ók sinni um
íþróttir fornmanna, sem fræg var og
áhrifarík á sínum tima og enn er
ágæt lesning. Varla var við því að
búast að hin hollenska kona fyndi
neitt í fornbókmenntunum sem
heimamanninum hefði yfirsést. En í
fræðunum verður aldrei neitt afgreitt
endanlega, í eitt skipti fyrir öll. Hver
kynslóð metur heimildir á nýjan
leik, í ljósi síns tíma.
Leikir barna og leikföng eru einn
þáttur þessa máls. Hvernig léku börn
18
sér á söguöld og hvaða leikföng höfðu
þau? í fornum sögum ber börn að leik
alloft fyrir eins og að líkum lætur,
einnig einstökum leikfiingum. Þegar
Egill litli Skallagrímsson fékk sín
fyrstu bragarlaun þriggja vetra að
aldri, þá voru það kuðungur og and-
aregg. I Vígaglúmssögu er sagt frá
tveimur drengjum sem eru að leika sér
að messingarhestum. Nú sjá fræði-
menn að hestar þessir úr látuni voru
í rauninni ekki leikföng heldur met
eða lóð í hestslíki, og hafa margir
slíkir fundist víða á Norðurlöndum.
Vitað er að þeir hafa einnig fundist
hér á landi. Þetta eru tilvalin leik-
föng. í Krókarefssögu er sagt frá
dreng sem lék sér að skipi sem að öllu
var h'kt haffærandi byrðingum. I orð-
tökum fornum bregður fyrir leik-
föngum, t. d. skaftkringlu (skoppara-
kringlu) og þeytispjaldi.
Tína mætti fleiri dæmi þar sem
grillir í börn að leik og leikföng þeirra.
Sjálfsagt má af seinni tíma háttum
draga ályktanir um barnleika í forn-
öld. Nærtækust og ódýrustu leikföng-
in eru þau sem náttúran sjálf leggur
til. Ekki þarf að efast um að horn,
leggir og skeljar hafa verið eins ríkur
þáttur í leik barna á söguöld og enn
hefur verið til skamms tíma á okkar
öld. Kuðungur Egils Skallgrímssonar
hefur sennilega orðið hundur á búi
hans og hjálpað honum við gæslu og
smölun kinda, hesta og kúa, það er á
máli fullorðinna: horna, leggja og
skelja.
Vorum kindur, kýr og hestar
að kroppa strá um eyjarnar,
segir Sigurður Breiðfjörð í frægum
mansöng sínum í Númarímum. Sá
söngur kemur við kvikuna í mörgum
gömlum sveitamanni.
En þó að álykta megi að börn í forn-
öld hafi leikið sér að alls kyns náttúr-
legum hlutum er forvitninni ekki þar
með svalað. Við vildum gjarnan vita
hvernig leikföng menn bjuggu til
HUGUR OG HÖND