Hugur og hönd - 01.06.1975, Qupperneq 22
HEIMILISIÐNAÐUR SAMA
20.—27. apríl 1974 var haldin sýning á heimilisiðnaði
Sama í kjallara Norræna hússins.
Var það í fyrsta skifti sem Samar frá Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi sameinuðust um sýningu á erlendri grund.
Við birtum hér nokkrar myndir frá þessari sýningu.
Listiðnaður Sama hefur lengi verið rómaður, og ekki
að ástæðulausu. Þjóðir sem búa við svo erfið lífskjör en
tekst á snilldarlegan hátt að aðlaga sig umhverfinu og
notfæra sér til fulls þau hráefni sem búskapur þeirra
byggist á, verðskulda aðdáun. Og ekki nægir þeim að
gera sér nytjahluti úr skinni horni og beini, heldur eru
flestir þessir hlutir meira eða minna skreyttir og þó
aldrei svo að ekki sé til prýði. Af því mætti margt læra.
Líklega er tinsaumur Sama þó það sérkennilegasta á
þessari sýningu. Við höfum lengi skreytt okkar þjóðbún-
ing með baldyringu, en jafnlengi hafa þeir skreytt klæðn-
að sinn með tinsaumi. Silfurvírinn í baldyringuna hjá okk-
ur var innfluttur, en Lapparnir drógu og spunnu sjálfir
sitt tin. Mynstrin eru samsett úr einföldum dráttum, yfir-
leitt regluleg, oddabekkir, hringir, beinar línur og krossar.
Alitið er að tinsaumur hafi orðið til vegna áhrifa frá
silfur og gullsaumi víkinga, en elztu menjar um tinsaum
sem fundist hafa eru frá því um 1000. Vitað er að um
1600 er hann orðinn algengur.
Lesendum blaðsins til fróðleiks verður nú reynt að
lýsa spuna á tinþræði.
VERKFÆRI OG EFNI
Búkki, hnallur, öxi, hamar, sterkur hnífur, beygitaung,
flatkjafta og draglöðir. Draglöðirnar eru gerðar úr hrein-
dýrshorni. Það er sagað í 20 cm. langa bita sem síðan eru
sagaðir eftir endilöngu í plötur. Ytra byrði hornsins sem er
merglaust er notað. Gamlar dráttarplötur eða löðir eru
oft íhvolfar, þar sem mergurinn er skafinn úr klofnu horn-
inu.
Tin í tindrátt verður að vera fyrsta flokks. Lóðunartin
og annað mengað tin er alltof stökkt. Of blýblandað tin
gljáir ekki og svertir frá sér, svo það ber að forðast.
Tinið er keypt í stöngum eða sem pressaður þráður ca.
1,5—2 mm.
Tinstöngin er slegin flöt með hamri, ágæt undirstaða
er hausinn á öxi, sem höggið er fyrst niðrí búkkann. Það
verður alltaf að halda stönginni beinni, annars fer hún
onaf. Hamarshöggin verða að vera jöfn svo að ekki mynd-
ist hvassir kantar. En efnið verður stökkt ef tinið er brætt
í sívalar stengur einsog gert var í gamla daga. Útflatta
tinstöngin er nú klofin í tvennt með sterkum kuta eða
öxi, oná búkkanum. Það má líka kljúfa óunna tinstöng
með bandsög. Kantarnir á báðum klofnu stöngunum eru
nú tálgaðar jafnir og sívalir með hníf.
Grófu tinstönginni er nú þrýst með flattöng í víðasta
opið á dráttarplötunni. Það verður að vinna tinið í 25—30°
herbergishita, þá er tinið mátulega rnjúkt. Dragsúgur get-
ur eyðilagt árangurinn.
Fyrsti drátturinn er erfiður, þá má létta uudir með
því að halda við draglöðina með fótunum. Annað ráð er
að setja dráttarlöðina í skrúfstykki og draga grófa þráð-
inn með flattaung. Draga verður jafnt og þétt, annars
missir maður af þræðinum. Helst verður að draga í
gegnum alla löðina í einu — ef hætt er í miðju kafi,
blakknar þráðurinn og verður stökkari í vinnslu, þar
sem hitinn er farinn úr honum. Áður en þynnsti þráður-
inn er tilbúinn, er búið að draga hann 60 sinnum gegnum.
60 sífellt minni göt.
Smæstu götin víkka með tímanum vegna slits, og þarf
þá að bora önnur fínni göt í staðinn með síl. Það er hægt
að draga allt að 50 metra óspunninn þráð úr hálfri tin-
stöng ef lagnin er með. Dregni þráðurinn er lagður á gólf-
ið í stórar skreppur, og undinn uppá rúllur í lokin þegar
búið er að draga allt..
Þráðurinn er tvinnaður utanum hörtvinna, áður var
notað seymi. Innri þráðurinn verður að hafa sama gild-
leika og dregni tinþráðurinn. Tinþráðurinn og innri þráð-
urinn eru hafðir í vinstri hendi, en snældunni snúið milli
vísifingurs og þumalfingurs hægri handar.
Haldið er um tinþráðinn með þumal og vísifingri vinstri
handar og innri þráðurinn eða seymið látið fara yfir litla
fingur.
Þegar tvinnað er, legst tinþráðurinn gisið yfir seymið
svo það verður að stjórna því að hann þeki það alveg.
Þá er tvinnaða tinþræðinum ýtt saman yfir seymið með
hægri hendi og með vinstri hendi heldur maður seyminu
strektu — með löngutöng, en tinþræðinum með þumal
og vísifingri.
Dálítill endi af tvinnaða þræðinum snýr alltaf svolítið
uppá sig við að ýta honum svona saman. Spunni þráður-
inn er oft ójafn þegar búið er að þrýsta honum svona
saman, og þarf þá að slétta eða jafna hann rnilli þumals og
vísifingurs hægri handar.
Tinþráðurinn er undinn uppá snældu þegar hann er
þannig tilbúinn. Ef skeyta þarf saman tinþræði, er ytri
endinn á tvinnaða þræðinum og skeytiþráðurinn tvinnaðir
saman. Þessi „hnútur“ er látinn eiga sig þangað til komið
er framhjá samskeytunum. Þá má klippa „hnútinn“ burtu.
Það verður að vera sterkt undirlag undir útsaumið með
tinþræði. Það má t. d. hafa eitt lag af vaðmáli undir klæð-
inu og pressa svo fliselin þar undir. Líka má sauma út
beint á sútað herindýraskinn einsog gert var áður. Tin-
þráðurinn er festur þannig að seymið er berað nægilega
langt til að hægt sé að þræða það niður á rönguna.
Þar er hann festur með því að draga gegnum tauið.
Tinþráðurinn er saumaður fastur með refilsaum. Fínn
tvinni — áður fyrr ótvinnað seymi — er notað til þess.
Sauma þarf með smáum sporum og eiga þau að hverfa
inn í snúninginn á tininu.
22
HUGUR OG HÖND