Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1975, Page 32

Hugur og hönd - 01.06.1975, Page 32
Skírnar kjóll SkírnarJcjólinn hefur saumað frú Halldóra Kolbeinsdóttir Kennaraháskóla fslands. Skírn barns er hátíðleg og eftirminnileg athöfn. Hafa mæður jafnan haft af því gleði að klæða börn sín í hvíta skírnarkjóla er hafa þótt tákn hreinleika og fegurðar. Skírnarkjóll saumaður úr terrilínsatíni, klæddur nælon- tjulli. Saumað er í tjullpils kjólsins áður en hann er saum- aður saman. Allir hlutar eru sniðnir á sama hátt úr báð- um efnunum, þá er tjullinu tyllt við satínið með þræð- ingum hér og þar, langsum og þversum svo liggi slétt og geti ekki hreyfst við saumana. Síðan er kjóllinn saumað- ur saman á venjulegan hátt. Munstrið er teiknað með hvítum kalkipappír á þunnt léreftsefni í dökkum lit. Blómin eru teiknuð sem tveir misstórir hringir, en aðrir munsturhlutar sem línur. Þá er tjullinu tyllt við léreftið með nokkuð þéttum þræð- ingum þar sem þurfa þykir svo báðir hlutar liggi sléttir. Þéttleiki tjulls fyrir ísaum er hæfilegur að 1 cm telji 7—8 möskva. Heppilegt er að sauma með hvítu D. M. C. ,,broder“-garni snúðlinu fremur grófu eða nr. 8—10. Sauma má einnig með garnþræðinum þynntum, með úr- raki hans, eða leggja saman þynnta þræði margþætta að vild. Við það fær ísaumurinn hrjúfa létta áferð handverks- ins, er ekki minnir á vélavinnu. Ef vill, má sauma með silfur- eða silkigarni í gráum lit eða öðrum fallegum þráð- um sem rekja má úr efnum. Perlur og hnútar fara einkar vel sem skemmtilegar áherslur. Nauðsynlegt er að velja fíngerðar jafanálar er hæfa garngrófleikanum. Síðan er munstrið saumað léttilega með misstórum þræðisporum, þess gætt að taka lítið á nálina svo þræð- irnir liggi sem mest á réttu og umfram allt að fylgja ekki teikningunni eftir með nákvæmni heldur láta hugann 32 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.