Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1975, Side 33

Hugur og hönd - 01.06.1975, Side 33
ráða svo hreyfing og léttleiki náist. Allir saumþræðir eru dregnir upp í gegnum léreftið og endar þeirra hafðir það langir að auðvelt sé að ganga frá þeim seinna. Blómin eru saumuð milli hringjanna, sá minni hafður ósaumaður, en við ytri brún þess stærri fer vel að slá saumnum fram í litlar óreglulegar tungur með blómblöð í huga. Gott er að sauma fyrst grisju allan hringinn og gæta þess að spor- in liggi lóðrétt og Iárétt miðað við hvern fjórðung hans. Auðvelt er þá að fylla hringinn skemmtilega með seinni umferðinni þar sem mismunur milli ummáls hringjanna mynda tvöfaldar sporaraðir innst svo hæfilegur þétt- leiki náist yst. Miðja blómanna er síðan fyllt með stórum fræhnútum er lagðir eru niður svo lyftist hæfilega og fer vel að festa niður um leið litlum hvítum perlum. Nú er tjullpilsið losað varlega frá léreftinu og gengið frá saumþráðum með venjulegri saumnál. Þræðirnir eru dregnir í ísauminn svo lítið beri á, þeir látnir smjúga í gegnum miðja þræði til styrktar svo hættulaust sé að klippa við munstrið. Gengið er frá faldbrúninni að neð- an og jöðrunum niður miðju að aftan með tungum. Breidd þeirra ákveðin og skáhorn brotin. Síðan er æskileg tungu- stærð teiknuð á léreftsrenning, honum tyllt við tjullið og saumað með þræðispori í gegnum tvöfalt tjullið á sama hátt og áður. H. Á, HUGUR OG HÖND 33

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.