Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 36

Hugur og hönd - 01.06.1975, Blaðsíða 36
Baðstofan að Grímsstöðum, Mývatnssveit. Fjögurra hornstafa millum Á unglingsárum mínum heyrði ég því alltaf slegið föstu, að stafgólf í baðstofu væri réttar þrjár álnir. Mælingin var þá dönsk alin, sem almennt var talin 63 cm. En það var alveg ófrávíkjanleg regla, að rúm- lengdin og stafgólfið voru ein og sama stærðin. Mér kom það því kynlega fyrir sjónir, þegar ég fór að leika mér að því að mæla rúmin í baðstofunni á Leifsstöðum í Svartárdal. Þau reynd- ust lakmældir 70 þuml og þó aðeins nær 69. Sjálfsagt hefði þetta barns- gaman aldrei orðið annað en dægra- dvöl og þó nokkur svölun forvitni, ef Jónas Illugason, sem þá, — 1918 — bjó í Brattahlíð hefði ekki beðið mig að bregða fyrir sig máli á nokkrar baðstofur í sveitinni (Bólstaðahlíðar- hreppnum), þegar ég ætti leið þar um. Varð þetta til þess, að ég gerði þetta þegar tækifæri gafst. og þó mest til gamans. Þó á ég það enn af þessu, að vel má rifja upp nokkra þætti þeirra. Ég hélt jafnframt uppi spurnum um aldur þeirra og kom þar mest til kasta Jónasar um svör við því og sannfærðist ég síðar um að hann hafði alltaf farið svo nærri um aldur þeirra, að aldrei mun hafa munað nema ör- fáum árum. Það virtist fast, að þær baðstofur, sem byggðar voru fyrir 1850, höfðu allar styttri stafgólf en þær, sem síðar voru byggðar og þó með einni undantekningu í Blöndu- dalshólum. Þar taldi Jónas baðstof- una byggða 1836. Þá brann hún og var að sjálfsögðu endurreist þá þegar, og víðari til veggja en almennt gerð- ist eða réttar 6 álnir á breidd. Þá var sr. Sveinn Níelsson þar prestur. Sú baðstofa var þeirra víðust til veggj- anna. Á sex bæjum öðrum, sem ég á enn mál af, var stafgólfið 72 þuml. Þar voru baðstofurnar byggðar á árabil- inu frá 1874 til 1893. Mál hef ég af sex baðstofum eldri. Þrjár voru byggð- 36 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.