Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1975, Síða 37

Hugur og hönd - 01.06.1975, Síða 37
ar fyrir 1820, sú elsta fáum árum fyrir aldamótin 1800, öll stafgólfin 68 þuml. Tvær voru byggðar milli 1830 og 40, báðar með 70 þuml. stafgólfi og ein 1845—48, þar sem miðbaðstofan, 2% stafgólf, var 68 þuml. en sitt herbergi við hvorn enda hennar, — eitt stafgólf hvort, 70 þuml. Niðbaðstofan var fornlegri og gat því verið eldri. Mér hefur ekki tekist að afla mér neinnar viðunandi vitneskju um or- sakir þessa mismunar. Þótt nokkuð vænkaðist hagur þjóðarinnar þegar kom kram á 19. öldina, m. a. k. ef rniðað er við tímabilið frá 1780—1820, nægir það tæpast eitt til að skýra þessa breytingu til fulls. Það er kunn- ugt, að Hamborgaralin gilti um aldir sem mælieining hér, a. m. k. sem viðskiptamál. En hún var h. u. b. 57,3 cm. En jafnframt var hér gildandi í almennum viðskiptum íslensk alin um 20 þuml. danskir og virðist miðað við þá mælieiningu í Búalögum. Ef það væri rétt, mundu 314 alin gera 70 þuml. danska. í bréfum frá síðari hluta 18. aldar er því slegið föstu, að mælieining íslenskra viðskipta skyldi vera íslensk alin = 219/11 þuml. danskir. Þrjár álnir yrðu samkvæmt því aðeins 65 5/11 þuml., svo sú lengd er ekki trúleg, þegar baðstofunnar eru athugaðar. Hitt er sennilegra, að mið- að hafi verið við 314 islenska alin og stafgólfið hafi því verið 70 þuml., a. m. k. þegar betur blés. Fyrir það er ekki að fullu að synja, að rúm- lengdin, og þá um leið stafgólfið, hafi dregið nokkurn dám af hæð þeirra heimamanna, er þá áttu þar heima. sem baðstofan reis af grunni. Þótr 3Mí alin væri ríkjandi, gátu þreng- ingar áranna 1780—1820 haft áhrif í þá átt, að stytta stafgólfið í 68 þuml. úr 70. Orðið stafgólf, þ. e. gólfið milli staf- anna, — mun vera gamalt, Stafur í byggingu þýðir upprunalega hið sama og stoð í nútímamerkingu og þekkist í okkar elstu ritum, meðal annars í fornum talsháttum: „Innan fjögurra stafstæða“, eða „fjögurra hornstafa millum“, sem á nútíðarmáli þýðir; „innan fjögurra veggja“. Orðið „staf- lægja“ = ,.laushoIt“ í nútíðarmáli er og fornt. Enn má benda á „stafi“ undir bryggjum. Til eru og orðin „út- stafir“ og „innstafir“ úr bygginga- sögu hinna fornu skála, en þeir eru tvímælalaust fyrirmyndin að hinum ævagamla byggingastíl baðstofunnar, eins og hann birtist um síðustu alda- mót um Húnavatns- og Hegranes-þing og enn sést í baðstofunum í Syðsta- hvammi og Glaumbæ. Sá stíll var svo fastur að hvergi skeikaði í gerð þeirra. sem ég man. í því efni valt ekki á neinu, hvort baðstofan stóð á hjá- leigu eða höfuðbóli. Þar skildi aðeins á um það, hve vítt var milli veggj- anna. Um aldamót hétu „útstafir“ baðstofunnar „stoðir“ en „innstafir“ aðeins „stafir“. Stoðirnar báru uppi lausholtin en stafirnir héldu baðstofu- grindinni saman. Stafir, í þeirri merk- ingu orðsins, voru af skiljanlegum á- stæðum aldrei í stafngrind baðstof- unnar. Þar hélt bitinn henni saman. Baðstofan í mynd og merkingu síð- ari alda, mun ekki tengd þeim bað- stofum, sem fornrit vor og fornbréf greina frá nema óbeinlínis. Líklegast er, að eldiviðarskorturinn hafi neytt þjóðina til að flýja úr skálanum til baðstofunnar. Þær baðstofur voru í öndverðu baðstofur í þess orðs fyllstu merkingu. Trúlega hafa börn og gamalmenni flúið þangað fyrst. Þegar fleiri leituðu þangað yls, þurfti rýmra húsnæði. Er líklegt að byggingarstíll, þ. e. grind skálans hafi fylgt, orðið að grind baðstofunnar en samandreg- in þ. e. smækkuð á allan hátt. Til er málsháttur sem segir: „Hægt er að seilast úr setinu í fletið“. Ég skil hann svo: „Auðvelt er að seilast úr setinu í fletið“, — þar er skammt á milli Það sýnir líka að set og flet er sitt hvað. Hvortveggja var í skálanum. Þegar flúið var inn í baðstofuna, var setið og fletið sameinað í eitt: í „rúmið“, setstokkurinn varð að rúmstokki, sem á var setið um aldir. Þar sem megin- hluti allrar tóvinnu var unninn og ekki tóvinnan ein, heldur mestur hluti heima- og list-iðju þjóðarinnar, að vísu við lítinn kost ljósa og tækni, en því fyllri not þess, sem fyrir hendi var, en oft því fyllri svölun hvers ein- staklings á þrá sinni eftir vinnugleði og list sköpun og sameiningu þessara afla til að fullnægja nauðþurftum þjóðarinnar á hverjum tíma. Þar spann hún bjargráð hverrar samtíðar öldum saman og oft á furðu Iistræn- an hátt. Guðm. Jósafatsson. HUGUR OG HÖND 37

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.