Hugur og hönd - 01.06.1988, Page 5
Heimilisiðnaðarmót
á Hvanneyri
Norrænt heimilisiðnaðarmót var haldið
á Hvanneyri í Borgarfirði vikuna 10.—16.
júlí í sumar. Þetta mót var það fimmta í
röðinni. Það fyrsta var haldið í Svíþjóð
1984, síðan í Danmörku 1985, í Noregi
1986, Finnlandi 1987 og í sumar var röð-
in komin að Islandi.
Hugmyndin að þessum heimilisiðnað-
armótum - fjölskyldumótum — kom
fyrst fram í nefnd sem starfaði fyrir þing-
ið í Danmörku 1983. Hún átti að leggja
fram tillögur um aukið samstarf norrænu
heimilisiðnaðarfélaganna milli þinga, en
þau eru haldin 3. hvert ár. Heimilisiðn-
aðarmótin hafa öll verið vel sótt og þótt
takast vel. Á Hvanneyri var fólk sem
hafði tekið þátt í öllum fyrri mótunum og
sýnir það best vinsældir þeirra. Þátttak-
endur eru á öllum aldri (hér voru m.a.
þrír ættliðir frá Svíþjóð) sem eiga það
sameiginlegt að hafa áhuga á heimilis-
iðnaði.
Rúmlega 50 manns tók þátt í mótinu á
Hvanneyri. Eins og venja er var boðið
upp á námskeið í nokkrum greinum og
var reynt að velja greinar sem á einhvern
hátt gátu talist sérstæðar fyrir ísland.
Hægt var að velja um kennslu í útskurði,
íslenskum glitvefnaði, íslenskum út-
saumsgerðum, fótvefnaði, spjaldvefn-
aði, hrosshársspuna, rósaleppaprjóni og
tóvinnu. Til að byrja með voru hóparnir
nokkuð misfjölmennir en það jafnaðist
dálítið þegar líða tók á vikuna. Margir
vildu gjarnan fá kennslu í sem flestum
greinum og fluttu sig þá milli hópa.
Síðdegis á föstudag var sameiginleg
sýning. Þar var margt athyglisvert að sjá
og afköstin ótrúleg á svo stuttum tíma.
Á daginn var unnið af miklu kappi og
á kvöldin skemmtu menn sér vel og af
mikilli elju. Þar var ekkert kynslóðabil,
börnin voru jafn virk og fullorðna fólkið.
En sá háttur var hafður á að hvert land
hafði umsjón með einni kvöldskemmt-
un.
Gefinn var kostur á dagsferð um Snæ-
fellsnes. Þennan dag var bjart veður enda
almenn ánægja með ferðina.
Næsta heimilisiðnaðarmót verður
haldið á Sáterglántan í Svíþjóð sumarið
1989. Þátttaka frá Islandi hefur verið
mjög lítil en vonandi á það eftir að breyt-
ast. Á hverju móti er fjöldi námskeiða
sem hægt er að velja um. Kostnaði er
reynt að stilla í hóf eins og kostur er.
Jakobína Guðmundsdóttir
Ljósmyndir: Elínbjört Jónsdóttir
og Sigríður Halldórsdóttir.
5
HUGUR OG HÖND
L