Hugur og hönd - 01.06.1988, Side 13

Hugur og hönd - 01.06.1988, Side 13
prjón í hvern loftlykkjuboga. Hér skal bent á, að í hörgarni (líni) er sterkja sem gerir dúkinn hæfilega stífan þegar hann þornar án þess hann sé und- inn upp úr öðru en hreinu vatni. Mjög heitt vatn ber þó að varast, þar sem það eyðileggur sterkjuna í líninu. Um uppruna þessa dúks er það að segja, að uppskriftin að 72. umferð er að mestu leyti teiknuð eftir uppskrift sem birtist í bókinni Prjónabókin, 2. hefti, sem gefin var út af Handavinnuútgáfunni í Reykjavík 1948. Þar eru allmargar upp- skriftir, aðallega að kvenfatnaði, sem virðast allar vera þýddar úr erlendum blöðum og bókum. Uppskrift að þessum dúk, nákvæmlega eins og hún birtist í Prjónabókinni, hef ég rekist á í enskri handavinnubók, Weldons Encyclopedia of Needlework, útgefinni í London lík- lega á 3. eða 4. áratug aldarinnar, ef draga má ályktanir af myndum, því út- gáfuár vantar. Verður að teljast mjög lík- legt að uppskriftin sé þýdd úr þessari bók, einnig vegna þess að myndin af dúknum er hin sama í báðum bókunum. Sú uppskrift, sem hér birtist, er frá- brugðin áðurnefndum uppskriftum að því leyti að hún er teiknuð með prjón- táknum á rúðupappír, auk þess sem sam- in hefur verið eins konar blúnda sem prjónuð er frá og með 72. umferð í stað þess að fella af eftir 71. umferð og prjóna lausa blúndu sem saumuð er utan með dúknum. Fyrir þá sem fremur kjósa að prjóna dúkinn í upprunalegri mynd, er hér einn- ig birt teikning af sérprjónuðu blúnd- unni. Fitjaðar eru upp 9 lykkjur og prjónaðar þessar 6 umferðir u.þ.b. 85 sinnum. í byrjun 6. umferðar eru felldar af 5 lykkjur. Upphaf og endi blúndunnar þarf að lykkja saman þannig að sam- skeytin sjáist sem minnst. í ensku útgáfunni er munstrið á dúkn- um nefnt dalíumunstur og er það tekið upp hér. Sigríður Halldórsdóttir Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir. Samkeppni Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um handunna muni. Markmiðið er tvíþætt: 1) að fá fram söluhæfa muni; 2) að leita eftir vönduðum munum til sýningar á norrænu heimilisiðnaðar- þingi 1989. Munirnir mega vera unnir með hvaða tækni sem er, úr náttúrulegum trefjaefnum, tré, málmum, gleri, skinni eða öðrum náttúruefnum. Við mat á hlutunum verður tekið mið af heildarsamræmi lita og forms, frumleika, efnismeðferð, vinnubrögðum og framleiðslu- og sölumöguleikum. Þrenn verðlaun verða veitt: 1. verðlaun kr. 50.000 2. verðlaun kr. 30.000 3. verðlaun kr. 20.000 Auk þess verður veitt viðurkenning fyrir aðra góða gripi. Munum þarf að skila fyrir 1. mars, merktum með dulnefni og réttu nafni í lokuðu umslagi, til Ingibjargar Sigurðardóttur í versluninni íslenskur heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins, þriðjudaga kl. 13.30- 18, sími 15500. S Heimilisiðnaðarfélag Islands HUGUR OG HÖND 13

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.