Hugur og hönd - 01.06.1988, Page 17

Hugur og hönd - 01.06.1988, Page 17
Samskipti Glerlistamenn eru mjög bundnir, þar sem þeir eru með ofn sem kyntur er allan sólarhringinn. Vinnan er erfið og hjá þeim er við margan vandann að etja og vandamál þeirra mörg hin sömu. Sören segir frá því, að þeim sé því mjög mikils virði að hafa samband við aðra sem vinna við sömu tegund glerlistar og þau, heita glerið. Hér á landi eru þau ein síns liðs og sækja því út fyrir landsteinana til þess að hafa samskipti við annað listiðju- fólk í glerframleiðslu. Tengsl eru mikil milli glerlistamanna. Sjálf sækja þau listamennina heim erlendis og einnig sýningar þar. Þetta er þeim mjög lær- dómsríkt, þau sjá úrvalið af því sem hinir skapa. „Maður situr þá ekki einangrað- ur uppi á Islandi og heldur að maður sé svo flínkur," segir Sigrún glettin. Margt forvitnilegt er að gerast í heitu glerlist- inni í Evrópu til dæmis, en þau hjón full- yrða að sú fúllkomnun sem orðin var í glermótun á Italíu á 16. öld muni aldrei nást aftur. Þrotlaus vinna Hitinn er gífurlegur, svo að svitadrop- arnir renna. Allur dagurinn fer í fram- leiðslu glasa, bréfapressa og skraut- fugla, en þessir hlutir eru helsta söluvar- an og bera uppi reksturinn. Glerlista- mennirnir þurfa að skipuleggja tíma sinn vel til að komast fram úr verkefnunum og ekki síst til að nýta sem best bræðsluofn- inn sem er nýr, tölvustýrður ofn og verð- ur að vera í stöðugri notkun til þess að borga sig. A kvöldin einbeita þau sér að nýrri hönnun, vinna frjálst og gera til- raunir. „Frjálsa listin á kvöldin verður alltaf að vera í gangi,“ segja þau. Annars væri hætta á að festast í einhverjum far- vegi. „Að vísu væri æskilegt að hafa meiri tíma til þess að gera tilraunir og „leika“ sér við frjálsa sköpun því að hún fæðir oft af sér góðar hugmyndir að nytjamunum,“ bætir Sigrún við. Þau eru 1. Þröng, 1987, eftir Sigrúnu Ólöfu. í eigu listasafns í Lausanne, Sviss. Musée des Arts Décoratifs. 2. Strengjafugl Sörens, 1988. 3. Ævintýraegg Sigrúnar, 1988. 4. Rondó, skúlptúr eftir Sören, 1988. HUGUR OG HÖND 17

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.