Hugur og hönd - 01.06.1988, Page 18

Hugur og hönd - 01.06.1988, Page 18
5. sammála um að ,,söluvöruframleiðslan“ taki fullmikinn tíma, og þegar þau þurfi að dreifa kröftum sínum í svo margvísleg verkefni sem raun ber vitni hljóti það að tefja fyrir framförum. Þó fmna þau vel sjálf að þeim miðar áfram, handverkið verður betra, en þau segjast aldrei munu komast á tindinn hvað handverkið snert- ir, til þess vanti hefð og fyrirrennara í faginu, sem geti miðlað þeim. A litlu stúdíó-verkstæði eins og þeirra muni aldrei nást sami handverksárangur og þar sem hver maður endurtekur sama handverkið dögum og vikum, jafnvel ár- um saman, eins og víða er á stórum verk- stæðum erlendis. Þar er oft röð einstakl- inga sem vinnur keðjuverkandi að gerð hvers hlutar og hver tekur við af öðrum. „Líka spurning hvort það er svo eftir- sóknarvert að keppa um of við verk- smiðju-sérhæfingu. Litlu verkstæðin eru ekki hrædd við að láta handbragðið sjást,“ segir Sigrún. „Glerið er svo áhugavert efni,“ heldur Sigrún áfram af sannfæringu. „Það er hægt að vinna úr því með mismunandi aðferðum og við notfærum okkur það. Þess vegna verður e.t.v. ruglingslegt yfir- bragð hjá okkur, þegar munirnir eru út- færðir á mismunandi hátt„En okkar trú er sú,“ segir Sören, „að það að hafa ákveðinn stíl geti líka þýtt stöðnun. Hug- myndin sjálf ræður útfærslunni en ekki öfugt, þótt tæknilegir möguleikar séu oft hugmyndagjafar, enda er mikilvægt að halda forvitninni um möguleika efnisins vakandi.“ Mýkt Sören og Sigrún leggja áherslu á að ekki megi slá slöku við. Þau geri sífellt meiri kröfur til sjálfs sín um að gera betur, og í kjölfar þess verður þörf á að eignast betri verkfæri til þess að hafa fleiri möguleika í útfærslu og skreytingum og auka framleiðni. Með þessu skapist ákveðin þensla en jafnframt þurfi að gæta þess að stilla rekstrarkostnaði í hóf. Þetta einkennilega efni gler er blanda af sandi, sóda og kalki í ákveðnum hlut- föllum. Og möguleikarnir til úrvinnslu eru óteljandi. Glermunirnir eru einkar aðlaðandi og bjóða upp á snertingu. Okkur langar ósjálfrátt til þess að strjúka eftir forminu. Einkennilegt, að hart gler- ið virðist svo mjúkt viðkomu. Ef til vill er það vegna mýktarinnar í forminu eða listrænnar tilfinningar sem er á bak við sköpun hlutanna. Þau Sigrún og Sören segja okkur að hver gripur þeirra sé teiknaður og reyndur margsinnis áður en hann er mótaður endanlega. En þegar slys verða í sköpuninni hjá þeim, þá næst oft ýmislegt jákvætt úr því. Ef hugurinn er opinn þá verða mistökin stundum til þess að þeim dettur eitthvað nýtt í hug. „Og það verða mjög oft slys,“ segir Sör- en hlæjandi. 6. 18 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.