Hugur og hönd - 01.06.1988, Qupperneq 20
hausts 1987 héldu þau þar einkasýningu
sem spannaði verk þeirra frá stofnun
„Glers í Bergvík“, 5 ára afmælissýn-
ingu. Og þeim var einnig á þessu ári boð-
in þátttaka í 18 landa sýningu á vegum
banka í Belgíu. Sýningin mun standa frá
apríl-júní 1989 og kynna evrópska ný-
sköpun glerskúlptúra. Slík boð eru þeim
Bergvíkingum mikil hvatning. Loks má
bæta því við að þau hjón langar til innan
tíðar að halda myndarlega einkasýningu
hér heima og sýna þá veggverk og skúlp-
túra.
Grunnurinn
Grunnurinn að íslenskum gleriðnaði er
lagður. Við þurfum ekki lengur að sækja
allar glervörur okkar til útlanda. Gler-
listafólkið okkar í Bergvík sér til þess og
hjá því eru aldrei auðar stundir. Það setur
markið hátt og ætlar sér mikið. Mark-
miðið er að gera sér „mjög gott gler-
verkstæði, þar sem fáar tæknilegar
hindranir eru fyrir hendieins og þau
orða það sjálf.
Sérpantanir á verkum, framleiðsla á
eigin nytjamunum, undirbúningur sýn-
ingaþátttöku, hönnun og tilraunir, allt
hefur þetta sinn ákveðna tíma.
Sigrún og Sören hafa vakið drjúga at-
hygli með verkum sínum. Ekki er nein-
um blöðum um það að fletta að hér er
hæfileikaríkt fólk á ferð.
„Gler í Bergvík“ er ungt fyrirtæki í
örri þróun. Arangurinn af starfi þess
leiðir í ljós að þar er unnið af mikilli
næmi, nákvæmni og atorku. Við vonum,
að þetta sé aðeins upphafið.
Rúna Gísladóttir
10.
10. Vasi gerður fyrir Hallgrímskirkju í
Reykjavík, 1987.
11. Gcerdagur, glermynd unnin fyrir
verslunina Epal í Reykjavík, 1988. Verk-
ið er eftir Sören og er sniðmynd af sólar-
lagi með litum úr náttúrunni og himin-
bláminn efstur.
Ljósmyndarar: Guðmundur Ingólfs-
son,
Sigrún O. Einarsdóttir,
Sören Larsen,
Sigurður Bragason og
Rut Hallgrímsdóttir.
20
HUGUR OG HÖND