Hugur og hönd - 01.06.1988, Side 27
Skautbúningur Sigurðar málara
Ef gera ætti breytingartillögum Sigurðar
tæmandi skil þyrfti helst að lýsa fyrst ís-
lenska faldbúningnum eins og hann tíðk-
aðist á 18. og öndverðri 19. öld. Hér er
þess enginn kostur, en reynt verður í
stuttu máli að greina frá helstu einkenn-
um skautbúnings Sigurðar og í hverju
veigamestu breytingarnar frá gamla fald-
búningnum eru fólgnar.
Sigurður breytti höfuðbúnaðinum,
faldinum, einna mest. Hann lét sauma
tilsniðna úttroðna faldhúfu með lagi sem
að nokkru líkti eftir vafða krókfaldinum
úr samanbrotnum og nældum tröfum
sem tíðkast hafði á 18. öld; var faldur
Sigurðar þó mun lægri. Yfir faldinum
hafði hann blæju úr hvítu netefni, og átti
hún að vera ímynd höfuðdúkanna sem
konur báru til forna. Um faldinn neðan-
verðan var bundið koffur, höfuðband
með ásaumuðum skrautdoppum eða úr
samanhlekkjuðum stokkum eingöngu,
en koffur (koppur) höfðu konur borið
fram á 18. öld. Faldhnútur úr silkiborða
var hafður undir blæjunni að aftan til
þess að hylja samskeytin á koffrinu;
kemur fram í sendibréfi frá 1860 að hann
muni einnig vera frá Sigurði runninn.
Treyjan, skauttreyjan sem kölluð er,
var nú ævinlega svört eins og reyndar oft-
ast áður, og eins samfellan, en svo nefnist
pilsið við búninginn. Treyjan náði í mitt-
isstað, og undir henni var ekki upphlutur,
en áður hafði treyjan verið látin „skolla
upp á herðum,“ eins og Sigurður orðar
það í greininni, svo að skein í upphlutinn
fyrir neðan. Engin legging var lengur
upp eftir miðju baki, og treyjunni fylgdi
ekki heldur kragi eins og verið hafði,
heldur náði gull- eða silfursaumuð bald-
ýringin á flauelslögðum börmunum aft-
ur um hálsinn. Samsvarandi baldýring
var á flauelsbryddingum treyjuermanna,
en hvít pífa eða blúnda var þrædd undir
ermarnar framanverðar og hálsmálið.
Stokkabelti var um mittið, gjarnan
sprotabelti. Var það einmitt eitt af sér-
stökum hugðarefnum Sigurðar að konur
tækju aftur upp sprotabelti við skautföt-
in, en slík belti höfðu lagst af á 18. öld.
A samfellunni var engin svuntubrydd-
ing, en ekki er vel ljóst hvort Sigurður
hefur fellt hana burtu eða hvort hún hefur
verið farin að leggjast af áður. Að neðan
var samfellan með útsaumi af ýmsum
gerðum. Algengust var ullar- eða siiki-
skattering, en einnig var hafður flauels-
skurður bryddur stímum eða þá ásaum-
aðar stímur eingöngu; ennfremur
blómstursaumur og steypilykkja, og auk
þess listsaumur er frá leið. Raunar höfðu
allar þessar saumgerðir —nema list-
saumur — verið notaðar til skrauts neðan
á fötum fyrir daga Sigurðar, en breyting-
in eða nýjungin fólst í uppdráttunum sem
Sigurður lagði til. Hann dró upp bekki á
bæði treyjur og samfellur er voru talsvert
frábrugðnir þeim munstrum sem áður
höfðu tíðkast. í fyrstu virðist Sigurður
hafa teiknað svo til eingöngu gríska og
býsanska uppdrætti sem hann nefndi svo,
en síðar, að ég hygg, gerði hann blóma-
bekki einkum með íslenskum blómum
og urðu þeir mjög vinsælir. Voru fyrr-
nefndu munstrin gefin út 1878, og til stóð
að framhald yrði á útgáfunni, en minna
varð úr, og liggja blómauppdrættir Sig-
urðar enn óbættir hjá garði.
Fyrirmyndir
að útsaumsmunstrum
Svo vikið sé fáum orðum að fyrirmynd-
urn sem Sigurður kann að hafa notfært
sér við gerð útsaumsmunstranna, þá seg-
ir um grísku uppdrættina í útgáfunni
1878 að þeir séu „forngrískir að upp-
runa, en sumir þeirra þó ef til vill frá
austurlöndum,“ að flestir þeirra haft
„verið hafðir hjer á fyrri öldum“ og að
þeir finnist „bæði á ýmsum forngripum
og í gömlunt íslenzkum handritum.“
Ekki verður í fljótu bragði komið auga á
sambærilega bekki þar, ef undan eru
skildir bekkur frá 15. öld á blaði í Teikni-
bókinni svonefndu í Arnasafni, og annar
samskonar en speglaður, skorinn í skáp
frá Hólum frá 17. öld. Af mynd í vasabók
hans í Þjóðminjasafni íslands frá
1858—1859 sést að Sigurður hefur verið
vel kunnugur uppdrættinum í Teiknibók-
inni. Hefur hann eflaust stuðst við hann,
en trúlega einnig haft til hliðsjónar
munstur í erlendum ritum urn skreytilist.
Þess má geta að á þessum árum voru slík-
ir bekkir nokkuð í tísku á kvenfatnaði er-
lendis.
Fyrirmynda að býsönsku uppdráttun-
urn hefur Sigurður, samkvæmt texta út-
1. Skautbúningur Sigurðar málara Guð-
mundssonar. Konan á mvndinni mun vera
Þórunn Jónsdóttir (f. 1842, d. 1912), gift
1864 Þorvaldi lækni á Isafirði Jónssyni rit-
stjóra Guðmundssonar. Eftir sídd blæj-
unnar að dæma er Þórunn í brúðarklæð-
um. Ljósmynd: Sigfús Eymundsson.
Þjms. mms. 7648.
2. Baksvipur skauttreyju af gerð Sigurðar
málara. Rissmynd eftir Sigurð. Þjms. SG:
03:2, Vasabók 1858—9.
3. Samfellubekkur af býsanskri gerð sem
Sigurður málari nefndi svo. Mynd,
smækkuð, úr Guðrún Gísladóttir (útg.),
Um íslenzkan faldbúning með myndum
eftir Sigurð málara Guðmundsson (Kaup-
mannahöfn, 1878).
HUGUR OG HÖND
27