Hugur og hönd - 01.06.1988, Síða 32

Hugur og hönd - 01.06.1988, Síða 32
Hneppt kvenpeysa Stærð: 38-40. Sídd: 64 cm. Efni: Um 650 g af Álafoss flosi, bláum lit nr 447 og um 50 g af hvítu móhári, 7 tölur og axlapúðar. Prjónar: Um 70 cm langur hringprjónn, ermaprjónn og sokkaprjónar nr 4. Hringprjónn og sokkaprjónar nr 3 Vi. Prjónfesta: 10x10 cm = 18 lykkjur og 26 umferðir. Peysan er prjónuð í 5 hlutum. Bak og boðungar eru prjónaðir upp og ofan en ermar á venjulegan hátt frá úlnlið og upp. Vinstri boðungur. Fitjaðar eru upp 114 lykkjur á prjóna nr 4. Prjónað er slétt fram og til baka nema á síðustu 6 lykkj- urnar. Á þær er prjónað perluprjón, 1 slétt og 1 brugðin í báðum umferðum, og mynda þær kant að neðan. Prjónaðar eru 36 umferðir, endað á brugðinni umferð. Þá er prjónaður fleygur A með hvítu munstri sem liggur frá öxl niður á brjóst- ið. Hvítu doppurnar eru prjónaðar með aðferð sem segja má að sé sambland af rósaleppaprjóni (myndaprjóni) og tví- bönduðu prjóni. Hvíta garnið er undið í smá-skilhankir og er hver doppa prjónuð með einni. Við litamótin er báðum þátt- um brugðið saman eins og í rósaleppa- prjóni og prjónað til baka með hvíta garninu í næstu umferð á eftir. Bláa bandið er tekið á bak við hvítu doppurn- ar eins og í tvíbönduðu prjóni, en gæta verður þess að gefa það hæftlega laust. Að öðru leyti er fleygurinn prjónaður eft- ir teiknuðu munstri. I 1. umferð eru prjónaðar 6 lykkjur, þá er snúið við og bandinu brugðið samtímis um vinstri prjóninn og prjónað brugðið til baka. 13. umferð er 6 lykkjum bætt við (prjónaðar 12) og bandið sem brugðið var um prjón- inn eftir 1. umferð tekið úr með því að prjóna það með næstu lykkju vinstra megin við það. Þannig er haldið áfram að bæta 6 lykkjum við í hverri urnferð frá réttu, bregða bandinu um prjóninn um leið og snúið er við og taka það úr í næstu réttu umferð. Þegar komnar eru 60 lykkjur er fleygurinn minnkaður um 6 lykkjur í hverri umferð frá réttu, þannig að í síðustu umferðum eru 6 lykkjur á eins og í þeim fyrstu. Nú eru prjónaðar 6 umferðir á allar lykkjur, í þeirri fyrstu eru böndin, þar sem snúið var við á fleygnum, tekin úr. Þá er tekið úr fyrir hálsmáli í byrjun næstu fimm umferða, 3—2—2—2—1 lykkja, 3 umferðir prjón- aðar og 1 lykkja tekin úr í viðbót (103 lykkjur á). Prjónaðar eru 8 umferðir, endað á brugðinni umferð, þá eru komn- ar 27 umferðir frá fleyg. Síðast eru 9 um- ferðir perluprjón og fellt af í þeirri 10. Hægri boðungur. Til þess að prjóna fleyginn á sama hátt og á vinstri boðungi er byrjað á hnappagatalista. Fitjaðar eru upp 103 lykkjur og prjónaðar 4 umferðir perluprjón. I 5. umferð eru hnappagöt gerðþannig: 14 lykkjur prjónaðar, síðan eru til skiptis 2 lykkjur felldar af og 19 lykkjur prjónaðar þar til eftir eru 5 lykkj- ur, þá eru 2 felldar af og 3 prjónaðar (5 hnappagöt í allt). í 6. umferð eru 2 lykkj- ur fitjaðar í stað þeirra sem felldar voru af. Prjónaðar eru 4 umferðir perluprjón í viðbót og síðan 8 umferðir slétt prjón. í lok 8. umferðar, sem er brugðin, er 1 lykkja fitjuð, 4 umferðir prjónaðar og aftur 1 fitjuð í lok 4. umferðar. Síðan eru fitjaðar 2—2—2—3 lykkjur í lok næstu fjögurra umferða frá röngu. Eru þá lykkjurnar orðnar 114. Prjónaðar eru 6 umferðir og síðan fleygur B á sama hátt og fleygur A á vinstri boðung. Síðast eru 36 umferðir slétt prjón og fellt af. Bak. Byrjað er á baki eins og vinstri boðungi og fleygur A prjónaður fyrst, síðan 6 umferðir slétt prjón að hálsmáli. I byrjun næstu þriggja umferða frá réttu er 1 lykkja felld af, prjónaðar 3 umferðir og 1 lykkja í viðbót felld af (110 lykkjur á). Prjónaðar 34 umferðir, síðan bætt við 4 lykkjum á sama hátt í lok umferða frá röngu. Prjónaðar 6 umferðir, þá fleygur B og síðast 36 umferðir og fellt af. Ermar. Ermar er hægt að prjóna í hring en séu þær prjónaðar fram og til baka er síður hætta á að þær fái aðra áferð en bol- 2 1 t" æl E -i. ::: sn h æ: ]3 L::th ■ •r n t m B - —L.-i -FH-r tttn tt A 32 HUGUROG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.