Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Side 20

Hugur og hönd - 01.06.1995, Side 20
VEFARINN MIKLI Guörún Vigfúsdóttir Þeir sem á undanfórnum áratugum hafa sinnt íslenskri ull og framleiðslu úr henni þekkja efalaust flest- ir til konunnar. Á Isafirði rak hún í áratugi umfangsmikla vefstofu sem framleiddi eftirsóttan tísku- fatnað úr íslenskri ull, kirkjutextíla og margt fleira og tók þátt í sýningum innan lands og utan, auk þess að vera áhugasamur og hvetjandi vefnaðarkennari við húsmæðraskóla í meira en jjörutíu ár. Hún heitir fullu nafni Guðrún Jó- hanna Vigfúsdóttir og fæddist að Grund í Þorvaldsdal á Arskógs- strönd árið 1921. Hún fluttist mjög ung með foreldrum sínum að Litla- Árskógi og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru bóndinn Vigfús Krist- jánsson, sem einnig var hagleiks- og framkvæmdamaður, og kona hans Elísabet Jóhannesdóttir. Börn þeirra urðu sjö og er Guðrún næst yngst. Eftir nám í unglingaskóla Svarf- dælinga var Guðrún í Húsmæðra- skólanum á Laugalandi í Eyjafirði, veturinn 1940-41, og þar kynntist hún vefstólum og vefnaði í fyrsta sinn. Vefnaðarkennari á Laugalandi var þá frænka Guðrúnar, Þuríður Kristjánsdóttir, sem lært hafði vefn- að í Danmörku. Þuríður á enn heima í Eyjafirði og var til skamms tíma að leiðbeina handverkskonum þar um vefnað. Forstöðukona hús- mæðraskólans var Dagbjört Jóns- dóttir. Dagbjört hafði einhvern tíma haft orð á því, hve vel Guðrúnu færi að sitja í vefstól, hefur vafalaust þótt henni farast verkið vel úr hendi. Guðrún telur að þessi ummæli Dag- bjartar hafi átt sinn þátt í að vekja sérstakan áhuga hennar á vefnaði, jafnvel orðið kveikjan að því sem seinna varð. VIÐVEFNAÐ I EYJAFIRÐI Guðrún hefur getið sér gott orð í húsmæðraskólanum, því að næsta vetur er hún ráðin sem aðstoðar- stúlka við vefnað og óf þá sitthvað sem skólann vanhagaði um. Þriðja veturinn fæst Guðrún enn við vefn- að. Hún er ráðin sem farkennari hjá Eyfirska kvenfélagasambandinu. Á þeim tíma voru vefstólar á mörgum bæjum og ferðaðist Guðrún á milli 1. „Morgunfrú ", samkvœmiskjóll með gullþrœði. 20

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.