Hugur og hönd - 01.06.1995, Qupperneq 28
LISTAKOT
Listakot var opnað með tilheyrandi
pompi og pragt í mars síðastliðn-
um, en vikurnar þar á undan voru
miklar vinnuvikur því að þó hús-
næði Listakots að Laugavegi 70 sé
ekki sérlega stórt, var þar að
mörgu að huga, og margt sem
þurfti að laga, breyta og bæta áður
en hægt væri að hefja þar list-
munasölu. Það var því í nógu að
snúast fyrir listakonurnar tíu, sem
auk þess að vinna að list sinni
vinna flestar einhverja aðra vinnu
líka. En allar dreymdi um stað til
að koma list sinni og handverki á
framfæri og þess vegna var vinnan
þeim ánægjuleg þó að stundum
væru allar þreyttar. Það var ekki
eingöngu vinna við húsnæðið sem
þurfti að inna af hendi, heldur var
líka margt sem þurfti að athuga í
sambandi við allan almennan
rekstur búðarinnar og samkomulag
á milli listakvennanna sem að
Listakoti standa. Það voru því
Lista- og handverksfólki
til mikillar gleði virðist fólk
í auknum mæli leita sér að
handgerðum munum, bæði
til eigin nota og þá ekki síð-
ur til gjafa, enda er úrvalið
stöðugt að aukast. Hand-
verkshús eru víðs vegar um
land og margir listamenn
bjóðafólki að versla við sig
á vinnustofum sínum. A
Laugavegi 70 í Reykjavík
er lítið listmunahús sem
heitir Listakot. Þar hafa
10 listakonur framleiðslu
sína til sölu.
margir fundir haldnir og margt rætt
áður en komist var að niðurstöðu,
sem þó er auðvitað ekki endanleg
því að þegar farið er út í svona
samstarf, þá er stöðugt verið að
laga ýmislegt og færa til betri veg-
ar. En í aðalatriðum er samstarfinu
þannig háttað að á mánaðarlegum
fundum er skipting allrar vinnu á-
kveðin, bæði við afgreiðslu í búð-
inni, útstillingar í glugga og þrif.
Reynt er að skipta þessari vinnu
sem jafnast á milli allra. Það sem
selt er í búðinni er skráð í bók og
skrifað hver gerði hlutinn sem
seldur var. Um mánaðamót er síð-
an salan tekin saman og fær hver
greitt fyrir það sem hún seldi. 5%
af sölunni renna í sameiginlegan
sjóð sem er notaður til þess að
borga rafmagn, hita, síma, um-
búðapappír og þess háttar. Húsa-
leiga skiptist jafnt á allar. Þannig
er reynt að halda öllum kostnaði í
lágmarki, til þess að hægt sé að
28