Hugur og hönd - 01.06.1995, Page 29
hafa verð munanna sem lægst, en
það er einmitt svo nauðsynlegt þar
sem alltaf er að einhverju leyti ver-
ið að keppa við fjöldaframleiðslu.
Þær sem standa að Listakoti eru
allar útskrifaðar úr Myndlista- og
handíðaskóla íslands, en ekki þó úr
sömu deildinni. Það eru 4 leirlista-
konur, þær Ardís Olgeirsdóttir,
Charlotta Magnúsdóttir, Olga Ol-
geirsdóttir og Sigríður Helga 01-
geirsdóttir, 4 textílkonur, Hugrún
Reynisdóttir, María Valsdóttir, Sæ-
unn Þorsteinsdóttir og Þórdís
Sveinsdóttir, 1 grafíklistakona, Jó-
hanna Sveinsdóttir og myndhöggv-
arinn Dröfn Guðmundsdóttir.
Meðal þess sem þær selja í Lista-
koti eru leirvasar, skálar og kerta-
stjakar, handofin sjöl og treflar,
þæfðir munir, bækur og kort úr
handgerðum pappír, grafík og gler-
myndir, skartgripir og margt fleira.
Þó að rýmið sé ekki mikið þá rúm-
ast þar ágætlega fjölbreytt fram-
leiðsla þessara 10 listakvenna og
eins og myndirnar sýna eru þar
jafnt stórir sem smáir hlutir í boði.
Sœunn Þorsteinsdóttir
VISA
Listakot
29