Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2006, Qupperneq 20

Hugur og hönd - 01.06.2006, Qupperneq 20
árið 1750 í París og ennfremur rit sænska læknisins Johans Linde- stolpe (1678-1724), Johan Linders Swenska fdrge-konst sem prentuð var árið 1720 í Stokkhólmi!5 En Olavius styðst jafnframt við En Dansk Farve- Bog en það rit byggir einnig á riti Hellot!6 Uppskriftirnar í riti Olav- iusar má sem sagt að einhverju ef ekki miklu leyti rekja til Frakklands en um miðja 18. öld stóð textíliðnað- ur þar í miklum blóma. í Fuldstændig Fruentimmer Farve- Bog nefnist uppskriftin að litun með möðrurótum „Rödt at farve med Klammer-Urt og glat Ængeröde" og er hún á þessa leið: Med Rödderne af Klammer-Urt (Galium verum Linn.) eller af glat Ængeröde (Galium boreale Linn.) kan uldent Garn og Töy farves meget smuk rödt. Man optager Rödderne tidlig om Vaaren eller sildig om Efterhösten, renser dem vel fra Muld, törrer, stamper og maler dem tilligemed Malt paa en Hiemqværn. Naar dermed skal farves, saa ströer man af bemeld- te Rödders Meel imellem hvert Lav Garn og lader det koge en stiv Time i Vand, hvorefter Gar- net optages, affskylles og törres. Det Uldene kan tilforn være ent- en hvidt eller guult, dog bliver det smukkere rödt, om det har været guult!7 Nú má bera þetta saman við lýsingu Olaviusar á því hvernig lita megi rautt úr gulmöðrunni, sem Olavius nefnir reyndar Galium boreale, en þar sem hann nefnir einnig að lita megi rautt úr Galium verum á að- ferð hans augljóslega við um báðar möðrutegundirnar, gulmöðru og krossmöðru. Að öðru leyti ber að- ferðum Olaviusar og aðferðinni í Fuldstændig Fruentimmer Farve-Bog saman en Olavius segir svo:18 Á möðru-rauðum lit fer dáfallega, og er þar hjá lítill vandi á með að fara; því að maður grefur einung- is ræturnar upp, annað hvort Gulmaðra í blóma. Ljósm. Áslaug Sverrisdóttir. snemma á vorin eða seint um haust, það er að skilja, þegar eigi er gróði neinn í jörðinni. Þessar rætur skulu þá fyrst vel hreinar gjörðar, síðan upphengdar til þerris, og því næst malaðar, með tegund af malti í, á handkvörn, slíka sem þær er nú fara í vöxt á íslandi. Af þessum blendingi kemur mjöl, og tekur maður þaraf lag eitt, og leggur á meðal lags hvers af alls konar viðum þeim, þunnt greiddum og auk þess tá- hreinum, er litast eiga; sýður svo þetta allt í frekar 2 stundir; skal þá ofan taka og skola litinn upp úr köldu vatni, og hengja upp til þerris. Gult tekst betur rautt úr möðrulitnum, enn það hið hvíta. Þeir sem hafa gefið sig að jurtalitun hafa ef til vill tekið eftir því að ekki er minnst á málmsalt, hvorki í verk- lýsingu Jóns Daðasonar, Þórðar Jóns- sonar, Björns Halldórssonar eða Olaviusar. En nauðsynlegt þykir að nota málmsalt, oftast álún, sem lita- festi við jurtalitun. I kaflanum um rauða liti (II. kafla) í riti Olaviusar, í undirkafla sem hann nefnir „Al- 20 HUGUROG HÖND 2006

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.