Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 37
íleppar í eigu Árbæjarsafns Reykjavikur (nr. 12,26 og 28), Byggðasafnsins á Skógum (nr. 8,17 og 23), Elsu E. Guðjónsson (nr. 1 og 22),
Heimilisiðnaðarsafnsins - Halldórustofu á Blönduósi (nr. 3, 9 og 29), Heimilisiðnaðarfélags íslands (nr. 20 og 25), Helgu Þórarinsdóttur
(nr. 10 og 15), Minjasafnsins á Akureyri (nr. 2, 5,16 og 30) og þjóðdeildar Þjóðminjasafns íslands (nr. 4, 6, 7,11,13,14,18,19, 21, 24 og
27).
prjónaða leppa (íleppar nr. 6 til 30).
Þeir voru prjónaðir með garða-
prjóni, annað hvort í þremur áföng-
um (t.d. íleppar nr. 7, 9 og 15) eða í
einum hluta, frá hæl að tá (t.d. ílepp-
ar nr. 11 og 13) eða þversum, þ.e. frá
einni hlið til annarrar (t.d. íleppur
nr. 10). Stundum voru þeir einnig
prjónaðir eftir lagi fótanna með því
að taka úr fyrir lágilinni og auka út
fyrir tánum. Garðaprjónaðir leppar
voru skreyttir alls konar munstrum.
Leppar með einföldu munstri, t.d.
röndóttu (íleppar nr. 9 til 12) eða köfl-
óttu (íleppur nr. 7) voru til hvers-
dagslegra nota. Á hinn bóginn voru
notuð munstur sem útheimtu mikla
vinnu. Slíkir sparileppar gátu verið
vináttugjöf, sumargjöf eða jafnvel
jólagjöf þegar slíkar gjafir fóru að
tíðkast. Öllum þótti gott að eiga
HUGUROG HÖND2006 37