Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 51

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 51
Norrænt heimilisiðnaðarþing á íslandi 2007 Handverkshefðin sem innblástur að hönnun framtíðar MargxétValdimarsdóttir, formaður norrænu nefndarinnar Fráformannafundi norrænu heimilisiðnaðarfélaganna í Stokkhólmi, september 2005. íforgrunni er Ib Solvang fráfarandiframkvæmdastjóri danska heimilisiðnaðarfélagsins. Við hlið hans situr Bente Skov Machholm sem tekið hefur við afhonum. ensku, fulltrúum Finnlands og Eist- lands til hagræðis. A fundinum sögðu fulltrúar aðildarlandanna frá síðasta starfsári, rætt var um sumar- mótið í Eistlandi og greint frá þing- inu í Reykjavík haustið 2007. Félagar okkar í Svíþjóð sáu um ýmsa dagskrárliði utan fundarins. Eftir fundinn var móttaka í verslun heimilisiðnaðarfélagsins og sagt frá starfseminni. Daginn eftir var síðan boðið upp á áhugaverða fyrirlestra um ýmis málefni sem viðkoma heimilisiðnaði. Næsti formannafimd- ur heimilisiðnaðarfélaganna verður haldinn í Reykjavík haustið 2006. Norrænt þing haustið 2007 Norræna heimilisiðnaðarþingið verður haldið í Reykjavík 27.-30. september 2007. Þegar hefur farið fram mikil undirbúningsvinna enda er nauð- synlegt að vera snemma á ferðinni eigi að takast vel til. Ráðstefnuþjón- ustan íslandsfundir hefur verið ráð- in til að sjá um framkvæmdahlið ráðstefnunnar, svo sem skráningu og bókanir en gert er ráð fyrir 200-250 erlendum þátttakendum. Faglegur undirbúningur ráðstefn- unnar er alfarið í höndum HFI. Dag- skrá þingsins er skipt upp í fyrir- lestra, skoðunarferðir á söfn og sýn- ingar og dagsferð út fyrir borgina. Þema Eftir nokkra umhugsun var þema þingsins ákveðið: Handverkshefðin sem innblástur að hönnun framtíðar. Þemað þykir samræmast vel tilgangi HFÍ um að varðveita og koma áfram til næstu kynslóða íslenskri hand- verkshefð. Þemað þykir einnig í samræmi við tíðarandann þar sem ungir hönnuðir leita í sífellt auknum mæli til handverkshefðarinnar. Samstarfsaðilar Til þess að vegur ráðstefnunnar verði sem mestur hefur verið leitað sam- starfs við ýmsa aðila sem á einn eða annan hátt tengjast handverki og handverkshefð. í lok janúar síðast- liðins var haldinn kynningarfundur þar sem mögulegum samstarfsaðil- um voru kynntar hugmyndir að þinginu. Góð mæting var á fundinn, fundarmenn voru mjög jákvæðir í garð ráðstefnunnar og tóku vel í að leggja sitt af mörkum. Þeir sem mættu til fundarins voru fulltrúar Árbæjarsafns, Félags áhugamanna um tréskurð (FÁT), Félags fata- og textílkennara í framhaldsskólum, Félags trérennismiða, Handprjóna- sambandsins, Hönnunardeildar Iðn- skólans í Hafnarfirði, frá Istex, Lista- háskóla Islands, Textílsetursins á Blönduósi, Verkmenntaskólans á Akureyri og Þjóðminjasafnsins. Von- ast er til að þessir aðilar sjái sér fært að vinna ákveðin verkefni í sam- ræmi við þema þingsins og sýna af- raksturinn á sérstökum sýningum rneðan á þinginu stendur. Hópurinn mun hittast aftur í maí 2006 þar sem nánar verður hugað að þætti ein- stakra aðila. Að lokum Það er trú nefndarinnar að þingið verði Heimilisiðnaðarfélaginu lyfti- stöng. Þingið mun vekja athygli ráðamanna og almennings á gildi handverkshefðarinnar. Auk þess mun samstarf ólíkra aðila í tilefni af ráðstefnunni efalaust skila öllum þörfu veganesti til framtíðar. HUGUROG HÖND2006 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.