Hugur og hönd - 01.06.2006, Qupperneq 21
mennar reglur viðvíkjandi þessu
starfi" kemur skýrt fram að ætlast er
til að „sérhvert litunar-efni sé fyrst
þvegið í heitu álúns eða vínsteins-
vatni; því að þá vinnur liturinn
miklu betur á allskonar tægi enn
ella".19 Hugsanlegt er að í verklýs-
ingu Jóns, Þórðar og Björns sé ein-
faldlega gert ráð fyrir að það sem
sameiginlegt var mörgum litunarað-
ferðum hafi verið flestum kunnugt
og því óþarfi að taka það fram í
verklýsingu hverju sinni. Nefna má í
þessu sambandi að Jón Daðason álít-
ur ekki ómaksins vert að skrifa niður
í Gandreið litunaraðferðir sem virðast
hafa verið algengar en segir einungis
„Að mosa, barka og sorta vita flest-
ir".20
Ef hins vegar er athuguð lýsing
Olaviusar á því hvernig lita má úr
krapprót, kemur í ljós að aðferðin er
lík þeim sem kennd er á jurtalitunar-
námskeiðum nútímans, efnið sem
lita skal er fyrst soðið með álúni og
vínsteini og síðan hitað eða jafnvel
soðið með krapprótinni og rekur
Olavius aðferðina til Hellot.21 Það er
með öðrum orðum ekki lagt til að
farið sé eins að með krapprót og
möðrurætur sem þó eru jurtir af
sömu ætt og rótin inniheldur sams
konar litunarefni. Freistandi er að
láta sér detta í hug að fyrirmyndin
að aðferðum þeim sem Olavius og
Björn gefa upp um litun með ís-
lensku möðrurótunum eigi rætur að
rekja til eldri íslenskra heimilda.
Benda má á að í ávarpi til lesara í
upphafi Grasnytja kemur fram að
Björn Halldórsson styðst við ýmis
eldri rit og nefnir meðal annars
Gandreið Jóns Daðasonar.22 Saman-
burður við Fuldstændig Fruentimmer
Farve-Bog gefur hins vegar til kynna
að málið er ekki endilega svo einfalt.
í uppskriftum Olaviusar og Björns
má finna áhrif úr ýmsum áttum,
eins og þeir sjálfir benda á.
Það má að lokum geta þess að á
árum áður, þegar ég gaf mig svolítið
að jurtalitun, keypti ég ætíð krapp-
rót erlendis frá til að nota við
kenhslu eða þegar ég litaði heima.
Þótt ég hefði heyrt getið um að fá
mætti rauðan lit úr gulmöðru og
krossmöðru tímdi ég ekki að grafa
þær upp og nota í litun að undan-
skildu tilviki þegar ég gerði tilraun
til að fá staðfestingu á litunarmætti
þeirra. Hálfgerð spjöll finnst mér að
því að grafa upp íslensku möðru-
ræturnar í stórum stíl og farga jurt-
inni á þann hátt, ólíkt því sem gerist
þegar skorið er ofan af jurt eða
greinar með laufum teknar af trjám
og runnum, því að mikil prýði finnst
mér að gulmöðru, krossmöðru og
hvítmöðru í móum þegar líða tekur
á sumarið.
Hér fylgja svo með til gamans
myndir af smáhespum sem höfund-
ur litaði úr rótum gulmöðru og
krossmöðru á áttunda áratug aldar-
innar sem leið. Sú litun var liður í
tilraunum sem ég gerði með að lita,
úr ýmsum jurtum, smáar hespur
sem áður höfðu verið soðnar, hver
um sig, í mismunandi blöndu af
málmsöltum og varð litblærinn á
hverri hespu þannig mismunandi
þó að litunarlögurinn sjálfur væri sá
sami. Tilraunin með möðrulitunina
var í grófum dráttum þannig að
möðruræturnar voru grafnar upp og
hreinsaðar en ekki þurrkaðar, síðan
saxaðar niður og soðnar í um
klukkustund en ekki síaðar frá litun-
arleginum, bandhespurnar smáu
voru þá settar í litunarlöginn, hitað
að suðumarki og haldið svo í
klukkustund. Segja má að í aðferð-
inni speglist ýmsar aðferðir, meðal
annars þær sem eru meginviðfangs-
efni þessarar samantektar.
Heimildir:
1 Sjá t.d. Bo Mossberg og Lennart Sten-
berg, Den nya nordiska floran, Stokk-
hólmur 2003, s. 476^81.
2 Sjá t.d. Hörður Kristinsson, Plöntu hand-
bókin. Blómplöntur og byrkningar,
Reykjavík 1986, s. 132-134 og 160. (ís-
lensk náttúra II).
3 Lbs. 892. 4vo. s. 148-149. í prýðilegu yf-
irliti Guðmundar Finnbogasonar um lit-
un sem birtist á sínum tíma í Iðnsögu Is-
lands má finna litunaruppskriftir Jóns
Daðasonar og vísanir í aðrar gamlar
heimildir um litun. Sjá Guðmundur
Finnbogason, „Litun", Iðtisaga Islands, II.
bindi, ritstj. Guðmundur Finnbogason,
Reykjavík 1943, s. 110-120.
4 Guðmundur Finnbogason, „Litun", Iðn-
saga Islands, II. bindi, s. 117. Guðmund-
ur hefur stafsetningu nútímalega en fer
að öðru leyti nákvæmlega eftir lýsingu
Jóns Daðasonar.
5 Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafs-
sonar og Bjarna Pálssonar um ferðir
þeirra á fslandi árin 1752-1757, I. bindi,
Reykjavík 1943, s. 99.
6 Nefna má að Eggert Ólafsson segir að
sortulyngsblöð hafi verið soðin með
voðinni í 6-8 stundir fyrir mósvartan lit
og síðan látið kólna í leginum. Eggert
Ólafsson Ferðabók, I. bindi, s. 100.
7 AM 192,8vo.
8 Höfundur þakkar Guðvarði Má Guðna-
syni, fræðimanni hjá Stofnun Arna
Magnússonar og Erni Hrafnkelssyni
forstöðumanni Handritadeildar Lands-
bókasafns aðstoð við að ráða í skriftina.
9 Rit Björns Halldórssonar í Sauðlauks-
dal, Gísli Kristjánsson og Björn Sigfús-
son bjuggu til prentunar, Reykjavík
1983, s. 307.
10 Orðið „fló" mun merkja þunnt lag af
e-u. Sjá Asgeir Blöndal Magnússon, Is-
lensk orðsifjabók, Reykjavík 1989, s. 193.
11 Sjá athugasemdir við AM. 192, 8vo, í
Katalog over den Arnamagnæanske hánd-
skriftsamling, 2. bindi. Kaupmannahöfn
1894, s. 441.
12 Það er að mestu leyti nútímastafsetning
á lýsingunni í ritinu. Sjá Rit Björns Hall-
dórssonar í Sauðlauksdal, s. 307-308.
13 Sjá Svenskt biografiskt lexikon, 20. bindi,
ritstj. Erik Grill, Stokkhólmur 1973-
1975, s. 598-601.
14 Olavius, Fyrisagnar Tilraun um Litunar-
giörd á Islandi, Kaupmannahöfn 1786, sjá
formála.
15 Wescher, H, „Great Masters of Dyeing
in 18th Century France", Ciba Review,
18. (Basle, 1939). s. 630 og 632-636. Sjá
einnig Svenskt biografiskt lexikon, 23.
bindi, ritstj. Birgitta Lager-Kromnow,
Stokkhólmur 1980-1981, s. 416-419.
16 En Dansk Farve-Bog til Almindelig Nytte
eller Kort Underretning. Kaupmanna-
höfn 1768. Sjá formála.
17 Fuldstændig Fruentimmer Farve-Bog, eller
tydelig Underviisning om Farve-Kunst-
en, Kaupmannahöfn 1768, s. 203-204.
18 Olavius, Fyrisagnar Tilraun um Litunar-
giörd á lslandi, s. 35-36. Höfundur hefur
fært lýsingu Olaviusar til nútímastaf-
setningar.
19 Sama rit, s. 20.
20 Lbs. 892. 4to, s. 149.
21 Olavius. Fyrisagnar Tilraun um Litunar-
giörd á Islandi, s. 27-28.
22 Rit Björns Halldórssonar, s. 219.
HUGUROG HÖND2006 21