Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.2006, Qupperneq 23

Hugur og hönd - 01.06.2006, Qupperneq 23
unum með spjótum og helgum munum, en nú fá þeir borgað fyrir beinakisturnar í beinhörðum pen- ingum. Bæði lorrkon og pukamani stengur eru eftirsóttir safngripir um víða veröld. Sýningargripir eru gerðir úr járnviði, en helgisiðasteng- ur úr blóðviði. Didgeridoo, líklega elsta hljóðfæri jarðarinnar, er talið upprunnið í aðferð við að mála á börk. Má rekja þetta tjáningarform til regnskýla, líkamsmálunar og múrristna. Ristur fyrirfinnast víða í Norður-Astralíu, svo sem í Kimberley, Laura á Cape York og í Arnhem-landi. Sumar af klettamyndunum eru ævafornar, en aðrar voru gerðar eftir að samskipti við hvíta menn hófust. Við vígslur og aðrar helgiathafnir var fólk mál- myndum gera þær torráðnar svo einungis hinir útvöldu og innvígðu skilja innri boðskap þeirra. Lista- menn á Tiwi eyjum nota gjarnan kamb sem þeir dýfa í litarefnið og þrýsta svo á börk eða við til þess að flýta fyrir sér við punktagerðina. A seinni árum nota sumir akrílmáln- ingu jafnhliða jarðlitunum. Stund- um eru myndirnar frá Arnhem- Barkarmynd frá Arnhem-landi. Ljósm. Steve Rastrick. Arnhem-landi og Kimberley. Sagt er að ef jörðin hefði rödd mundi hún hljóma eins og didgeridoo. Við gerð þessa hljóðfæris leita handverks- menn fyrst eftir sérstökum tegund- um af eucalyptus trjám, stringybark og ivoollybutt. Tréð er bankað til þess að finna holan lurk eftir termíta. Þá er tréð höggvið, úrgangur termít- anna hreinsaður út og berkinum flett af. Ef holur eða sprungur eru á viðnum þarf að þétta þær með bý- flugnavaxi. Að lokum er trjábútur- inn styttur til þess að fá réttan tón og býflugnavax ef til vill borið á munnstykkið. Hljóðfærið er yfirleitt um 1,3 metrar á lengd. Við ýmsar at- hafnir var sungið eða kyrjað með undirleik didgeridoos og nútíma tón- listarmenn hagnýta sér einnig þessa dularfullu rödd móður jarðar. A tón- leikum í Melbourne var nýlega flutt nútímaverk, samið fyrir didgeridoo og sex önnur hljóðfæri, og eigi alls fyrir löngu fóru menn frá Arnhem- landi til Reykjavíkur til þess að blása í didgeridoo fyrir íslendinga. I Arnhem-landi þróaðist einnig að með táknrænu mynstri. í bjarma varðeldsins hefur verið tilkomumik- ið að sjá svarta dansara fagurlega skreytta með hvítum línum, bogum og punktum. Regnskýlin voru gerð úr greinum og berki og voru þau oft ámáluð. Börkur af eucalyptus trénu stringybark, sem valinn er fyrir myndir, þarf að vera kvistalaus og heill. Hann er skorinn á regntíman- um þegar tréð er safaríkast. Tveir lá- réttir skurðir eru gerðir og einn lóð- réttur og berkinum er síðan flett af trénu með beittu áhaldi. Innri börk- urinn, sem er mjúkur, er losaður frá grófum ytra berki og lagður á eld. Eftir að börkurinn hefur verið hitað- ur er hann flattur út, lagður undir farg og látinn þorna. Þá er hann til- búinn til ámálunar. Barkarmyndir eru málaðar með jarðlitum, okkri, mangani, viðarkol- um, pípukrít og kalksteini. Úr okkri má fá gula, gulrauða, rauða og brúna liti með ýmsum blæbrigðum. Jarðlitirnir eru muldir og blandaðir með vatni og festi. Punktarnir í landi gagnsæjar, svo að sjá má inn- yfli dýra eða manna, en stundum eru þær skyggðar með fínlegum krossum. I augum evrópskra list- fræðinga þóttu þessar myndir í fyrstu frumstæðar og lítils virði, en nú hafa menn lært að meta táknræna merkingu þeirra, sérstæða túlkun og einstakt og heillandi yfirbragð. í Ian Potter safninu í Melbourne er að finna barkarmyndir þar sem nútíma listamenn leita með hefð- bundnum aðferðum til goðsagn- anna. Myndefnið er það sama og forfeður þeirra hafa málað á kletta í tugþúsundir ára. Hefð þessi byggist á tótemtrú, þar sem andar forfeðr- anna taka sér bólfestu í landslagi, dýrum og mönnum. I Kimberley skildu Wandjina, andar skýja og frjósemi, eftir hluta af sér í hellarist- um, og frá þeim stafaði mikill kraft- ur. Á draumaskeiðinu, í örófi alda, birtist skaparinn í líki regnboga- snáks þegar hann skóp hlykkjóttar árnar í Arnhem-landi. Enginn vinn- ur spjöll á landi þar sem andar for- feðranna sofa. Hinir hæglátu lista- HUGUROG HÖND2006 23

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.