Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 17

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 17
Stóll Höddu HeiðurVigfúsdóttir Hadda, öðru nafni Guðrún H. Bjarnadóttir, vefari og listakona á Akureyri hefur unnið að margs kon- ar handverki um dagana. Einkum hefur vefnaður verið henni hugleik- inn. I stofu hennar er margt að sjá og myndarlegur stóll með afar per- sónulegu áklæði fangar augu gests og sagði Hadda því sögu stólsins. Hadda hafði flutt með fjölskyldu sinni til Svíþjóðar fyrir 27 árum og keyptu þau hús af eldri hjónum sem skildu eftir gamlan hægindastól af sænskum ættum. Þessi stóll var þægilegur og vinsæll í fjölskyldunni og fékk að fara með henni heim, alla leiðina til Akureyrar. Leið svo tím- inn þar til stórafmæli húsbóndans var í vændum, en það varð tilefnið að þeirri ágætu hugmynd að gera stólinn upp. Sjálf settist Hadda við vefinn og óf mjög persónulegt áklæði þar sem gælunafn húsbónd- ans er endurtekið eins og sjá má ef vel er að gáð á meðfylgjandi mynd. Einnig var stóllinn bólstraður að nýju og tréverk fágað. Stóllinn hefur þannig fengið nýtt líf og er sannköll- uð heimilisprýði. Uppistaðan í vefnaðinum er óblæjað lín. ívafið er úr íslenskri ull frá Istex, sem er tvíband litað í kemískum litum (Zenit ullarlitum). Litað er með regnbogaaðferð en þá er hver hespa marglituð þannig að hluta af henni er dýft í lit og síðan í hvern litinn af öðrum. Ofið er með damaskaðferð á 10 sköftum. Mynstr- ið var leikið af fingrum fram. Verk- inu var lokið árið 1997. Ljósm. Hadda Aðalstræti 12 101 Reykjavík HANDVERK OG HÖNNUN CRAFTS AND DESSGM www.handverkoghonnun.is sýningar-ráögjöf-bókastofa-f réttabréf HUGUR OG HÖND 2006 1 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.