Hugur og hönd - 01.06.2006, Qupperneq 19
eftir að hafa rýnt í uppskriftina með
kunnáttumönnum varð niðurstaðan
á þessa leið:8
Tak mærtager og rir urter og saxa
vel þvo og hlan [hér er hluti af
blaðsíðunni skaddaður og því
óvíst um seinustu stafi í orðinu]
syna floo af hvö[r]iu grase og
v[er]ki i katlinu[m], sydan vell
nidur vatid og epter þ[at] ata i
þvæge seinast þvo v[er]kid i
vatne.
Þó að ekkert skuli hér fullyrt um
hvað það er sem hér er nefnt
„mærtager" eða hvað átt sé við með
„rir urter" þá má eigi að síður skoða
málið í samhengi við aðrar verklýs-
ingar af litun með íslenskum
möðrurótum. Árið 1783 var prentað í
Kaupmannahöfn rit Björns Halldórs-
sonar Grasnytjar. Þar kemur meðal
annars fram í kafla um „Möðru með
gulu blómstri" að Norðmenn nefni
hana Mour, gul mour eða Jomfru
Marie sengfór. Og Danir Klammer-
urt.9 Umhugsunaratriði er hvort í
handriti Þórðar sé misskrifað orðið
mærtager í stað mourtager s.s.
möðrutágir (sbr. orðalag Jóns Daða-
sonar). Ef við gefum okkur að svo sé
og ennfremur að „rir urter" tákni
jurt sem litar gult, til að mynda
fjallagrös, má snúa uppskriftinni á
lipurra mál á þennan veg: Tak
möðrurætur og fjallagrös og saxa vel
og þvo. Legg í ketilinn til skiptis
þunnt lag10 af hvoru um sig, grösum
og voðinni. Sjóðið síðan niður litun-
arlöginn og að því loknu skal ata
verkið í þvagi og þvo síðan í vatni.
Ef gert er ráð fyrir því að í báðum
uppskriftum sé notað gulgefandi
efni - jurt sem litar gult - en ekki er
vitað heitið á, eru uppskriftirnar
einkum frábrugðnar að því leyti að í
uppskrift Jóns Daðasonar er notað
krækiberjahrat sem hugsanlega hef-
ur gert litinn bláleitan en í uppskrift
Þórðar er notað þvag en mér er ekki
ljóst hvaða áhrif það hafði á litblæ-
inn eða endingu litar í þessu tilviki.
í báðum uppskriftum er möðrurót-
unum komið fyrir milli laga á voð-
inni og haft svo allan tímann meðan
litað er. Vísbendingar eru um að
uppskrift Þórðar eigi rætur að rekja
til eldra handrits, Norður-Fljóta lækn-
ingakvers, sem skrifað er með gömlu
letri á kálfskinn.11
Ef við snúum okkur aftur að
Grasnytjum Björns Halldórssonar þá
segir þar um litun með „Möðru með
gulu blómstri" sem Björn nefnir m.a.
Gallium verum og á þar við gul-
möðru:12
©rrt0=tti)fíar
eín
©agn fíif, fem ()wrr buantí matr
geft þaft af feím ófánuttt lulíú
jttrtum, fcitt i'rtra í IfliiD etgtt
(jmmá
5anta fáftóbura Gúentmm 03 grit-
numniim á 3|knfi
jfrifat 2fcib 178 r.
@9^.40, 24. VuQab girnij 6l6ma ofl fegurt, rntt
titnframm > töífiflia gromann jaröar gróöa.
5>tentflt i .ftmipmflnndimfn, 1783-
af Uujufl geiterlit Seeiu-
Ljósm. Helgi Bragason.
Möðrurætur takast á hausti eða
vori, þær hreinsast, þurkast og
malast til mjöls. Þar við bætist
malað malt eða öl. Þá leggja
menn nokkuð af þessu mjöli á
pottbotninn, þá lag af ullinni, sem
lita á, síðan aftur mjölið og annað
ullarlag og þetta svo lengi sem
efni eru til og potturinn heldur.
Þetta allt er soðið saman einn
tíma eða mest hálfs dags mark.
Þar eftir er ullarverkið tekið upp,
þvegið og þurkað. Það sem áður
var hvítt verður ljósrautt, hitt sem
gult var verður fagurrautt, jafn-
vægi skal vera rótamjölið og ullin.
Tekið er fram að þessi aðferð sé
fengin frá Kalm og er sennilegast að
átt sé við sænska náttúrufræðinginn
Pehr Kalm (1716-1779) sem ferðað-
ist meðal annars til Rússlands,
Norður-Ameríku og Kanada til að
safna upplýsingum um nytjajurtir.13
Um „Möðru með hvítu blómstri"
segir í Grasnytjum að hún „brúkast
til litunar eins og hin". Þar sem
Björn nefnir möðruna með hvítu
blómstri m.a. Galium boreale má
gera ráð fyrir að um krossmöðru sé
að ræða. I uppskrift Björns eru ítar-
legri upplýsingar en þær sem finna
má £ uppskriftum Jóns Daðasonar
eða Þórðar Jónssonar, því að meðal
annars kemur fram á hvaða tíma
best sé að taka ræturnar, og lagt er
til að þær séu þurrkaðar og malaðar
og blandaðar malti eða öli. Aðferð
Björns er að því leyti til lík aðferðum
Jóns og Þórðar að það sem lita á
með, þ.e.a.s. möðrurótarmjölið, er
lagt milli laga á því sem lita á. Lýs-
ing Björns leiðir einnig í ljós tilgang
þess að lita með gulgefandi litarefni
undir möðrulitinn því að við það
verður hann, að sögn Björns, fagur-
rauður en einungis ljósrauður ef lit-
uð er hvít ull.
Rit Olaviusar (Olafs Olafssonar)
Fyrisagnatilraun um litunar-giörd á Is-
landi var prentuð í Kaupmannahöfn
árið 1786 eða þremur árum síðar en
Grasnytjar, rit Björns Halldórssonar.
Lýsing Olaviusar á því hvernig lita
má rautt úr gulmöðru og fleiri
möðrutegundum er afar lík lýsingu
Björns Halldórssonar. Ljóst er að
Olavius hefur víða aflað sér fanga í
litunarbók sína en hann segist eink-
um styðjast við tvö dönsk rit sem
bæði komu út árið 1768 í Kaup-
mannahöfn.14 Annars vegar styðst
hann við Fuldstændig Fruentimmer
Farve-Bog og segist Olavius hafa
sumar lýsingar þar úr orðrétt. En í
gríðarlega löngum titli eða skýring-
um við titil Fuldstændig Fruentimmer
Farve-Bog stendur að fyrirmyndin sé
„Hellots, Lindners og andres trykte
Underretninger og skrevne Op-
skrifter". Fyrirmyndin er með öðr-
um orðum rit franska litunarmeist-
arans Jean Hellot (1685-1765) sem er
höfundur ritsins L'Art de la Teinture
de la Laine et des Étoffes de Laine, au
grand et petite Teint sem prentuð var
HUGUR OG HÖND 2006 19