Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 15

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 15
Morgunblaðsins, eiginmanns Kristín- ar, og síðan viðurkenning Ríkarðs á að hann hafi, að beiðni fram- kvæmdanefndarinnar, hreinteiknað uppdrættina áður en þeir voru sýnd- ir í Skemmuglugganum í Austur- stræti (Mbl. 26. og 29. júlí 1928). I september 1928 komst að lokum niðurstaða í málið þegar stjórn Sam- bands norðlenskra kvenna ákvað að afhenda frú Kristínu Jónsdóttur verðlaunaféð sem heitið var í sam- keppnina í upphafi og „verðlaun þau, sem Ríkarður Jónsson hefir þegar fengið, veitir ársritið Hlín, sem Halldóra Bjarnadóttir er útgef- andi að og ábyrgðarmaður fyrir og eru þær teikningar birtar í Hlín" seg- ir í yfirlýsingu stjórnarinnar (Mbl. 30. sept. 1928). Þannig var úrskurði dómnefndar hlítt og báðir aðilar fengu verðlaun. íslensku húsgögnin og tilhögun í baðstofu í Hlín árið 1928 birtast myndir af báðum verðlaunatillögunum ásamt greinargerð Ríkarðs um íslensku húsgögnin sem ráðgert var að yrði hægt að fá fullkomnar vinnuteikn- ingar af hjá Heimilisiðnaðarfélagi ís- lands áður en langt um liði. Tillögur hans birtast á þremur myndum: 2 stólar, bekkur og borð (1. mynd), tvö hlaðborð og hornskápur (2. mynd) og rúm, fata- eða línskápur og þvottaborð í horn (3. mynd). Út- skornir skrauthnútar, nótnaskurður og höfðaletur voru áberandi skraut á húsgögnunum, „í hreinum þjóð- legum stíl" að sögn Ríkarðs. I leið- beiningum mælti hann með að láta viðarlitinn halda sér og strjúka pólitúr yfir, en þó mætti mála hús- gögnin ef óvandaðri viður væri not- aður. Aðallitir væru þá „oftast dökk- grænn, eða fremur dökkblár, einnig stöku sinnum dökkrauður, en rend- ur, listar og smátilbreytni húsgagn- anna skreytt með öðrum litum." (Ríkarður Jónsson 1928). Það varð þó nokkur bið á að vinnuteikning- arnar væru fáanlegar því að það er ekki fyrr en í Hlín þremur árum síð- ar, eða árið 1931, að vinnuteikningar Mynd tekin í stofu Kristínar. Ljósm. í eigu Þjóðminjasafnsins, Þjms JK 6731 b(7628). af íslenskum húsgögnum, 2 stólum, borði og hlaðborði eftir Ríkarð Jóns- son eru auglýstar til sölu. Ekki hefur verið skoðað sérstak- lega hvernig vinnuteikningum Rík- arðs reiddi af, né í hve miklum mæli var smíðað eftir þeim. Víst er þó að til eru eintök af þessum gripum, stólar og borð, sem lengi voru í eigu Heimilisiðnaðarfélags íslands, en eru nú á sýningu um líf og störf Rík- arðs Jónssonar í Löngubúð á Djúpa- vogi og eign safnsins þar. Tímabært er því að grennslast fyrir um varð- veitt eintök af vinnuteikningunum og hugsanlega fleiri gripum sem smíðaðir voru eftir teikningum Rík- arðs af „íslenskum húsgögnum" og eru allar ábendingar vel þegnar af höfundi þessarar greinar. Teikningin af verðlaunabaðstofu Kristínar Jónsdóttur, eins og hún birtist í Hlín árið 1928, ber hins veg- ar sterkan svip af þeim húsgögnum sem Kristín lét sjálf smíða fyrir fjöl- skyldu sína nokkru síðar, en hún flutti í nýbyggt hús við Laufásveg í Reykjavík árið 1929. Á teikningunni HUGUROG HÖND2006 1 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.