Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 22

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 22
Frumbyggj ar Ástralíu Forn menning og fagurt handbragð Sigríður Ólafsdóttir í upphafi komu Djanggawul syst- urnar tvær með bróður sínum norð- an um haf til Arnhem-lands. Þessi börn sólarinnar gáfu Arnhem-landi lögun sína og gróður. Systurnar komu með mottuna helgu og dilly- bag. Úr þeim poka er allt líf í Arn- hem-landi runnið. Svo segir goðsagan, og fræði- menn telja líklegt að frumbyggjar Ástralíu hafi komið frá Suðaustur- Asíu fyrir um 60.000 árum. Enn vefa dætur sólarinnar í Arnhem-landi mottur og dillybags af mestu list. Við skulum nú leiða hugann að því hvernig forn lífsmáti og framtíðar- vonir eru tvinnuð saman í formi list- iðnaðar. í Bunjilaka í Melbourne Museum er nú sýningin „Samtvinnað". Kon- urnar sem að sýningunni standa eru frá Gunbalanya í Arnhem-landi sem er frumbyggjaland, og geta aðrir ekki ferðast um þetta afskekkta svæði nema með þeirra leyfi. I ágúst er þó opið hús í Gunbalanya og handverk íbúanna boðið til sölu. Gunbalanya er 260 km í austur frá Darwin, farið er í gegnum Kakadu þjóðgarðinn og yfir Eystri Krókó- dílaá, á vaði. Konurnar í Gunbalanya safna pandanuslaufi. Pandanus er tré sem svipar til júkku, og laufblöð þess geta orðið tveggja metra löng. Kon- urnar kljúfa laufið og lita það með jurtalitum. Til dæmis eru rauðar rætur skornar niður og soðnar með laufinu í saltvatni. Saltið festir litinn. Eucalyptusösku er svo bætt í seinni suðu til þess að fá annað litbrigði. Sérstakir bleikir og fjólubláir litir fást úr jurt sem hvergi vex annars staðar en í grýttum jarðveginum í Didgeridoo. Teiknari Vicky McCalmnn. nágrenni Gunbalanya. Á sýningunni eru körfur, myndir, mottur, pokar og töskur, allt listilega vafið, fléttað eða hnýtt úr lituðu og ólituðu pand- anuslaufi. Gunbalanya var áður trú- boðsstöðin Oenpelli. Þar lærðu kon- urnar að hekla blúndur eins og sum- ir netpokarnir bera með sér. Sérstaka athygli vakti lítil taska sem var gerð með því að tvinna saman trefjaband og bleikar fjaðrir galah páfagauks- ins. Fjaðrir voru áður notaðar til þess að skreyta fólk og muni fyrir trúarathafnir, og enn eru fjaðrir not- aðar í skart og skraut. Á Tiwi-eyjunum Bathurst og Mel- ville er afar lífleg handiðja, svo sem útskurður, vefnaður, prentun, leir- kerasmíð, skartgripa- og körfugerð og myndlist. Mynstrið á verkum eyjaskeggja einkennist af punktum og línum og eiga ættflokkarnir sín ákveðnu einkennismynstur. Stund- um eru gerðar svæðislýsingar með punktum, hringjum, línum og sikksakki, sem gefa vísbendingu um fjöll, varðelda, stíga og vatnsból. U- laga bogar tákna sitjandi menn, en geta líka táknað skjólbelti. Hringir, hver innan í öðrum, tákna brunn, en geta líka táknað brjóst eða eld, og verður merkingin að ráðast af sam- henginu. Pukamani útfararstengurnar eru frá Bathurst og Melville. Þessir til- höggnu og skreyttu trjábolir eru reistir umhverfis staði helgihalds og greftrunar. Þegar Tiwi manneskja deyr hvolfa aðstandendur barkar- körfu, tunga, yfir pukamani stöng sem tákn um lífslokin. Lorrkon stengurnar eru aftur á móti holir trjábolir sem fólk í Arnhem-landi lætur reisa við grafir látinna ætt- ingja. Beinin voru áður fyrr grafin upp eftir vissan tíma og sett í þessar holu stengur svo andi hins fram- liðna mætti fljúga til vatnslindarinn- ar og sameinast skapara sínum á ný. Handverksmenn skreyta stengurnar með mynstri ættflokksins. Eigi má endurnýja stengurnar sem skulu rotna og verða að dufti ásamt inni- haldinu. Áður fyrr guldu aðstand- endur hins látna handverksmönn- 22 HUGUROG HÖND 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.