Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 35

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 35
Frímerki skorið í birki. Tilefnið er 100 ára afmælifrímerkisins 1973. Ljósm. Sveinn Ólafsson. Pappírshnífur úr beini, skorinn á 9. ára- tugnum. Ljósm. Sveinn Ólafsson. Hluti afstigameil á einkaheimili í Reykjavík, landvætturin dreki skorinn í mahóní. Ljósm. Sveinn Ólafsson. kjálka ýsunnar er dálítið efnismikið og þegar beinin eru enn heit eftir suðu er hægt að tálga úr þeim. Sveinn hefur skorið marga kirkju- gripi t.d. skírnarfonta í Víðimýrar- kirkju, Fitjakirkju í Skorradal, Bjama- neskirkju og víðar. Mörg verka hans eru í einkaeigu, t.d. askar, gestabæk- ur, lampar, hillur og veggmyndir svo að eitthvað sé nefnt. Sveinn hef- ur tekið þátt í nokkrum samsýning- um. Utskurður er eitthvert elsta form myndlistar í landinu eins og glöggt sést í sölum Þjóðminjasafnsins. A fyrri hluta síðustu aldar eru dæmi um að menn notuðu myndskurðar- nám sem stökkpall í frekara listnám erlendis. Greinin á í vök að verjast og Sveini er annt um hana. Hann er örlátur á fræðslu til okkar sem yngri erum og hefur miklu að miðla. Alltaf fer maður fróðari af hans fundi og svo var einnig í þetta sinn. Haiku kj óll Ásdís Paulsdóttir Þessi kjóll varð til þegar ég stundaði nám á handíðabraut í Fjölbrautar- skólanum í Breiðholti veturinn 1999. Verkefnið var að hanna heildstæða fatalínu um ákveðið þema. Eg var svo hrifin af ljóðabók sem ég hafði nýverið keypt eftir japanska haiku- skáldið Basho Matsou (1644-1694), að ég ákvað að ljóðin skyldu prýða fötin. En haika er knappasta ljóð- form sem til er eða einungis þrjár línur og því vel til þess fallið að skreyta vasa á jakka eða smáhluti. Mörg ljóðin þótti mér svo falleg að erfitt var að gera upp á milli þeirra. Kjóllinn fékk því flest ljóð en aðrar flíkur aðeins eitt. Svo skemmtilega vildi til þegar ég fór að vinna á Landsbókasafni íslands - Háskóla- bókasafni að þýðandi ljóðanna, Ósk- ar Árni Óskarsson, varð samstarfs- maður minn og sýndum við kjólinn á handverkssýningu starfsmanna Þjóðarbókhlöðunnar vorið 2002. Kjóllinn er saumaður úr hrásilki. Ljóðin eru þrykkt á borða úr sama efni og fellur hann frjáls niður frá brjósti. Ljósm. Binni HUGUROG HÖND2006 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.