Hugur og hönd - 01.06.2006, Side 35
Frímerki skorið í birki. Tilefnið er 100 ára
afmælifrímerkisins 1973. Ljósm. Sveinn
Ólafsson.
Pappírshnífur úr beini, skorinn á 9. ára-
tugnum. Ljósm. Sveinn Ólafsson.
Hluti afstigameil á einkaheimili í
Reykjavík, landvætturin dreki skorinn
í mahóní. Ljósm. Sveinn Ólafsson.
kjálka ýsunnar er dálítið efnismikið
og þegar beinin eru enn heit eftir
suðu er hægt að tálga úr þeim.
Sveinn hefur skorið marga kirkju-
gripi t.d. skírnarfonta í Víðimýrar-
kirkju, Fitjakirkju í Skorradal, Bjama-
neskirkju og víðar. Mörg verka hans
eru í einkaeigu, t.d. askar, gestabæk-
ur, lampar, hillur og veggmyndir
svo að eitthvað sé nefnt. Sveinn hef-
ur tekið þátt í nokkrum samsýning-
um.
Utskurður er eitthvert elsta form
myndlistar í landinu eins og glöggt
sést í sölum Þjóðminjasafnsins. A
fyrri hluta síðustu aldar eru dæmi
um að menn notuðu myndskurðar-
nám sem stökkpall í frekara listnám
erlendis. Greinin á í vök að verjast
og Sveini er annt um hana. Hann er
örlátur á fræðslu til okkar sem yngri
erum og hefur miklu að miðla.
Alltaf fer maður fróðari af hans
fundi og svo var einnig í þetta sinn.
Haiku kj óll
Ásdís Paulsdóttir
Þessi kjóll varð til þegar ég stundaði
nám á handíðabraut í Fjölbrautar-
skólanum í Breiðholti veturinn 1999.
Verkefnið var að hanna heildstæða
fatalínu um ákveðið þema. Eg var
svo hrifin af ljóðabók sem ég hafði
nýverið keypt eftir japanska haiku-
skáldið Basho Matsou (1644-1694),
að ég ákvað að ljóðin skyldu prýða
fötin. En haika er knappasta ljóð-
form sem til er eða einungis þrjár
línur og því vel til þess fallið að
skreyta vasa á jakka eða smáhluti.
Mörg ljóðin þótti mér svo falleg að
erfitt var að gera upp á milli þeirra.
Kjóllinn fékk því flest ljóð en aðrar
flíkur aðeins eitt. Svo skemmtilega
vildi til þegar ég fór að vinna á
Landsbókasafni íslands - Háskóla-
bókasafni að þýðandi ljóðanna, Ósk-
ar Árni Óskarsson, varð samstarfs-
maður minn og sýndum við kjólinn
á handverkssýningu starfsmanna
Þjóðarbókhlöðunnar vorið 2002.
Kjóllinn er saumaður úr hrásilki.
Ljóðin eru þrykkt á borða úr sama
efni og fellur hann frjáls niður frá
brjósti.
Ljósm. Binni
HUGUROG HÖND2006 35