Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 53
Nemendur á hnífagerðarnámskeiöi.
Ljósm. Anna Lilja Jónsdóttir.
Tól og tæki til hnífagerðar. Ljósm. Anna
Lilja Jónsdóttir.
Baldýring. Ljósm. Anna Lilja Jónsdóttir.
mæta 10-20 konur og er unnið af
kappi undir leiðsögn í Hornstofunni
á Laufásveginum.
Námskeið í Heimilisiðnaðarskól-
anum eru kynnt í fréttablaði félags-
ins, í auglýsingum í ýmsum tímarit-
um og dagblöðunum. Þegar nógu
margir hafa skráð sig á ákveðið nám-
skeið er haft samband við þá og þeim
kynnt tímasetning á því. Fjöldi nem-
enda á hverju námskeiði er yfirleitt
6-8, en lágmarkið er 5 nemendur.
Þeir sem hafa áhuga á sérstökum
námskeiðum geta skráð sig í síma
skólans 551-7800, á heimasíðu fé-
lagsins www.heimilisidnadur.is, eða
í tölvupósti á netfangið:
hfi@heimilisidnadur.is
Skólinn hefur notið framlags frá
Menntamálaráðuneytinu í ár eins og
undanfarin ár sem gerir okkur kleift
að halda skólastarfinu gangandi. Er
það von okkar að svo verði áfram.
Konur gerðu garðinn ...
Guðrún H. Bjarnadóttir
Árið 2003 voru 90 ár liðin frá því að
Lystigarðurinn á Akureyri var stofn-
aður. Sumarið 2003 var af því tilefni
efnt til samsýningar 13 íslenskra
kvenna og var þremur færeyskum
konum einnig boðin þátttaka. Til-
drög sýningarinnar voru þau að í
janúar 2002 sýndu nokkrar norð-
lenskar listakonur verk sín í Lista-
safni Færeyinga. Þar kom sú hug-
mynd upp að halda sýningu á Akur-
eyri og þá utandyra. Var ákveðið að
halda sýninguna í Lystigarðinum og
heiðra þannig minningu þeirra
kvenna sem stofnuðu garðinn.
Hadda, lista- og handverkskona,
átti glerverk á þessari sýningu. Hug-
myndin að verkinu var sköpun
kvenna, hvernig konur nýttu náttúr-
una og umhverfi sitt sem innblástur
í sköpun sína í hinu daglega amstri.
Þær teiknuðu blómin og saumuðu í
föt sín sem þær gengu svo í. Gang-
andi listaverk. Með því að setja
baldýringamynstur á gler og láta
það standa í garðinum gátu dætur
þessara kvenna séð móta fyrir sér í
glerinu og orðið hluti af verkinu og
arfinum. Verkið hlaut nafnið „Hjarta-
góð, hjálpfús, trygg, ástrík, stillt, sið-
prúð, reglusöm, sparsöm, skyldu-
rækin, hentug."
Þar sem verkið stóð á grasflöt var
vel hægt að ímynda sér að garður-
inn væri kominn í þjóðbúning.
Ljósm. Hadda
HUGUROG HÖND2006 53