Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 8

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 8
Himneskir herskarar Sigurður Örn Guðbjörnsson Handverk á sér margvíslegar rætur. Oft eru þær þjóðlegar þar sem virð- ing og trúfesta við hefðina skiptir mestu, bæði hvað varðar efnivið og handbragð. Annað handverk sprett- ur fremur úr frjóum hug og sköpun- argleði. En allt handverk á það sam- eiginlegt að þar mætast hugur og hönd. Handverk Páls Garðarssonar sem hann vinnur undir nafninu Himneskir herskarar á heima í síðar- nefnda flokknum. Rætur handverks liggja víða og handverksmenn koma með ólíkum hætti að starfi sínu. Þegar Páll var strákur norður á Akureyri var myndmennt ekki hans uppáhalds- fag og sjálfur segist hann frekar hafa verið þekktur fyrir tíu þumalputta heldur en að vera sérstaklega hand- laginn. Upphaf handverks hans má því ekki rekja til teiknimöppu hans og handavinnu frá barnaskólaárun- um. Þegar hann á síðustu árum fór að fást við handverk af alvöru kom hann mörgum á óvart, ekki síst sjálf- um sér. Samt er forvitnilegt að hverfa aftur til bernskuára hans, því að margt þaðan hefur skilað sér í þá veröld sem hann skapar núna. Strákurinn Páll velti því mikið fyrir sér hvað hlutir gætu verið ann- að en þeir eru og hvað nýtt mætti búa til úr ýmsu því sem þegar hafði fengið hlutverk í lífi manna. Þannig voru t.d. byggingavöruverslanir æv- intýraheimur í augum stráksins, stöðug uppspretta hugmynda og leikja. Önnur minning í huga Páls er draumur um að eiga sér lítinn vin sem hægt væri að stinga í vasann. Eldspýtur og tindátar léku það hlut- verk. Eins orkuðu smáatriði og lit- brigði umhverfisins, bæði hin mann- Úr himneskum herskörum. Ljósm. Kristín Bogadóttir. gerðu og náttúrulegu, sterkt á hug hans. Óm alls þessa, auk margs ann- ars, má skynja í því handverki sem Páll hefur unnið á síðustu árum. Það var svo fyrir tilviljun, fremur en að um meðvitaða ákvörðun hafi verið að ræða, að handverk hefur á síðustu árum skipað stöðugt stærra rými í daglegu lífi Páls og hefur nú um skeið verið hans aðalstarf. Það spratt úr öðru verkefni sem hann tók þátt í vegna vinnu sinnar. Það varð til þess að hann fór að fikta við einhverjar hugmyndir. Mikil og já- kvæð viðbrögð urðu svo til þess að hann hélt áfram. Páll hefur sótt tvö tálgunarnám- skeið og eitt námskeið í útskurði. Þangað hefur hann sótt þekkingu um við og meðferð verkfæra. Ann- ars er hann sjálfmenntaður í faginu, hefur þroskast og þróast með fikti. 8 HUGUR OG HÖND 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.