Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 44

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 44
Gulur, rauður, grænn og blár. Litirnir eru notaðir til þess að sýna í hvaða átt er saumað hverju sinni með því að nota röðina í vísunni góðu: Gulur, rauður, grænn og blár ... og eru allar raðir á myndinni saumaðarfrá vinstri til hægri. Fyrsta spor er gult (til hægri), annað spor er rautt (til vinstri), þriðja spor er grænt (til hægri) ogfjórða spor blátt (til vinstri). Þegar saumað erfrá hægri til vinstri eru sporin spegilmynd afþví sem hér er sýnt. íþessari prufu er saumað yfir reiti sem erufjórir þræðir á kant; ípúðaborðinu eru tveir þræðir á reit. handlínunnar en höfð er hliðsjón af hinum hornunum þar sem erfitt var að ráða í mynstrið, en handlínan er nokkuð slitin. I mynstrinu koma fyrir tvær saumagerðir, gamli íslenski kross- saumurinn eða fléttusaumur og hol- beinssaumur. íslenski krosssaumur- inn er saumaður í láréttum röðum og er lokið við hverja umferð í einu lagi, þ.e. lokið er við hvert spor fyrir sig út umferðina og næsta röð er saumuð í hina áttina (sjá t.d. bók Elsu E. Guðjónsson íslenskur útsaum- ur, bls. 32). Grunnsporið í púðaborðinu er saumað yfir fjóra þræði í fyrra spori í hverjum krossi og tvo þræði til baka; spor á endunum á röð eru saumuð yfir tvo þræði í hvora átt. Það sérkenni er á krosssaumnum í þessu mynstri að hér koma fyrir hálf spor, þ.e. þríhyrningslaga spor þar sem útlínur í mynsturflötum eiga að vera á ská. Þessi spor eru sýnd á skýringarmyndinni Gulur, rauður, grænn og blár ásamt tveimur afbrigð- um af því hvernig lokið er við heila röð, þ.e. með því að stinga niður á sama staðinn tvisvar eða með því að stinga niður hálfa vegu lóðrétt. Síð- ari aðferðin var notuð í púðaborðinu hér þar sem þannig er auðveldara að snúa við og sauma í hina áttina í næstu umferð en annars þyrfti auka- spor í snúninginn. Á skýringar- myndinni er holbeinssaumur einnig sýndur en hann er notaður í grannar línur inn á milli krosssaumsflatanna og einnig til að afmarka útlínur í krosssaumnum. Púðaborðið sem hér er sýnt er u.þ.b. 27 sentimetrar á kant. Litirnir eru valdir með hliðsjón af litunum í handlínunni en ullin sjálf hafði tals- verð áhrif á valið. Bestu þakkir til Margrétar Gísladótt- ur á Þjóðminjasafninu fyrir hjálpina. Heimildir: Elsa E. Guðjónsson (1985). íslenskur útsaum- ur. Reykjavík, Veröld. Elsa E. Guðjónsson (1986). Hefur saumað hvert eitt spor. Hugur og hönd, s. 18-21. Munaskrá Þjóðminjasafnsins. Sarpur. Safn- númer A 2581, B 1884-99. Nærmynd af púðaborði. Hér sést hvernig umferðirnar eru til skiptisfrá vinstri til hægri og hægri til vinstri. Skálínur eru saumaðar með því að nota hálf krosssaumsspor, sbr. mynstur og skýringarmynd. Holbeinsspor er saumað með bláu umhverfis heilafleti af íslenska krosssaumnum. 44 HUGUROG HÖND2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.