Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 49

Hugur og hönd - 01.06.2006, Síða 49
um. Sé því beitt reglulega og af skynsemi og lagni gerir það verkið létt og auðsótt. Sé það ekki notað, dofnar starfið og árangurinn verður lítill" sagði formaður enn fremur. Hlutverk Brýnisins er og verður fyrst og fremst að flytja fréttir og koma á framfæri upplýsingum til félags- manna um það sem er á dagskrá hjá félaginu og það sem um er að vera í þjóðfélaginu og tréskurðarfólk gæti haft áhuga á. Stefnt var að því að Brýnið kæmi út allt að sex sinnum á þessum fyrstu árum og voru félags- menn hvattir til þess að skrifa í blað- ið og senda upplýsingar um mál er varða tréskurð og tréskurðarfólk. Brýnið hefur komið reglulega út síð- ari árin og hafa verið að jafnaði um þrjú tölublöð hvert ár. A þessum árum hefur það flutt tréskurðarfólki margan og skemmtilegan fróðleik sem enginn hefur mátt missa af og styrkt á allan hátt samstöðu tré- skurðarfólks um allt land. Félagsmerki Stjórn félagsins ákvað að efna til samkeppni meðal félagsmanna um merki fyrir félagið. Engar kvaðir voru gerðar um útlit eða gerð aðrar en þær að merkið skyldi vera hæft til nota á bréfhaus og stimpil. Þá var einnig gerð sú krafa að merkið hent- aði vel til útskurðar. Félagar voru hvattir til að senda inn tillögur sem dómnefnd mundi síðan dæma um og veita verðlaun fyrir. Á aðalfundi í september að ári liðnu kynnti formaður félagsins, Ev- ert Kr. Evertsson, niðurstöður í sam- keppni um merki Félags áhuga- manna um tréskurð. Dómnefnd valdi tillögu frá Halldóri Vilhelms- syni sem sýnir upphafsstafi félags- ins útskorna í asklok. Stafirnir eru dregnir með höfðaletri og er lokið að auki skorið fögru hefðbundnu skrautverki. Það var mat dómnefnd- ar að merkið uppfyllti vel þau skil- yrði sem samkeppninni voru sett og að útfærsla Halldórs væri í senn fög- ur og myndræn, gerð af hugkvæmni og bæri íslenskri útskurðarhefð fag- urt vitni. Hann var síðan fenginn til Gítnr n sýningu Félags áhugamanna um tréskurð á sýningunni í Ráðhúsinu í mars 2006. Jón Adolf Steinólfsson skar út í linditré, hnotu, mahoní og tekk. Ljósm. Jón Adolf. að skera merkið út, sem hann gerði með miklum ágætum. Örn Sigurðs- son gerði gestabók fyrir félagið, eftir teikningu Halldórs, kostagrip mik- inn sem ber höfundi gott vitni. Sýningar í lögum félagsins eru ákvæði um að það skuli stuðla að sýningum á verkum félagsmanna. Fyrsta sýning á vegum félagsins var haldin helg- ina 15.-16. júní 1996 í húsakynnum íspan í Kópavogi. Á sýningunni voru sýndir á annað hundrað munir eftir 25 félagsmenn. Markmið henn- ar var að gefa yfirlit yfir útskurð fé- lagsmanna. Sýning sem þessi er ekki keppni um form eða tækni, heldur var henni ætlað að gefa raunsanna mynd af því sem fólk var að skera út. „Við vitum að mikill fjöldi fólks fæst við útskurð, meiri en við höfð- um reiknað með eins og fram kom við stofnun félagsins, því er það mikilvægt að halda opna sýningu, með sem almennastri þátttöku þar sem útskurðarmönnum gefst kostur á að sjá hvað aðrir eru að gera og sýna öðrum eigin verk" sagði Jón Adólf Steinólfsson, formaður sýn- ingarnefndar. Sýningar á vegum fé- lagsins hafa verið haldnar árlega síðan og oftast í hliðarsal Háteigs- kirkju. Hafa þær gefið góða mynd af verkum félagsmanna og fullyrða má að sýningar sem þessar séu hvati til tréskurðarmanna um að gera góða hluti enn betur. Á öllum þessum sýningum hafa verið gestasýnendur, eldri og yngri tréskurðarmenn, sem mikill fengur hefur verið að hafa með. Verkefni Ymis verkefni og hugmyndir hafa verið á dagskrá hjá félaginu, sum hafa dagað uppi eins og gengur og gerist, en önnur orðið að veruleika eins og heimildamynd um tréskurð, útskurðarhópar, viðarmiðlun, út- leiga á teikningum, bókum og myndböndum, ferðalög innanlands og erlendis, námskeið í formfræði og mynsturgerð, í brýningu, teikn- ingu og útskurði. Hingað var m.a. fenginn enskur kennari, Ian Nor- bury að nafni, til að kenna styttu- gerð. Síðla vetrar verður hér nám- skeið þar sem ítalski trélistamaður- inn Giuseppe Rumerio mun kenna leirmótun og myndskurð eftir fyrir- mynd. Báðir þessir kennarar voru á vegum Jón Adólfs Steinólfssonar trélistamanns, sem hefur umsjón með námskeiðshaldi. Á miðju fyrsta ári félagsins var farið til fundar við skólameistara Iðnskóla Reykjavíkur, Ingvars Ás- mundssonar, þar sem tréskurður var kenndur áður sem námsgrein. Það kom í ljós í viðræðunum að áhugi var á að hefja aftur kennslu í faginu. Það lá svo fyrir í ársbyrjun ári HUGUROG HÖND2006 49

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.