Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 32

Hugur og hönd - 01.06.2006, Blaðsíða 32
Sveinn Ólafsson myndskeri Anna Lilja Jónsdóttir Sveinsstykkið skorið í mahóní árið 1950. Stærð 48x90 sm. Ljósm. Sveinn Ólafsson. Myndskurður var blómleg atvinnu- grein á fyrri hluta síðustu aldar. Um miðja öldina varð breyting þar á, svo mikill samdráttur varð að iðn- greinin riðaði á brauðfótum og eng- inn útskrifaðist sem sveinn á árun- um 1954-2000. Örfáir menn störfuðu við myndskurð á síðari hluta aldar- innar og sá eini núlifandi sem ein- göngu hefur unnið við iðngreinina er Sveinn Ólafsson. Hann lauk sveinsprófi 1950 og er meistari í fag- inu. Undirrituð lagði leið sína á heimili hans að Skeggjagötu 19 til að ræða við hann. Sveinn fæddist að Lambavatni á Rauðasandi 27. apríl 1925. Hann vann sveitastörf fram undir tvítugt, en fór þá í vinnu annarsstaðar. Fyrst í vegavinnu og var á Patreksfirði eitthvað, síðan kom hann suður til Reykjavíkur og var einn vetur í bænda- og kennaradeildinni í Hand- íðaskólanum. Þá var skólinn til húsa á Grundarstíg 2. Þar voru kenndar smíðar og þar kynntist hann út- skurði líka. Karl Guðmundsson og Agúst Sigurmundsson sögðu til þar í skólanum. Sveinn réð sig sem nema til Karls Guðmundssonar myndskera. Karl var með vinnustofu á Laufásvegi 18a, sem hann leigði hjá Benedikt Guðmundssyni húsgagnasmið. A þeim tíma var mikið skorið í hús- gögn og húsgagnasmiðir hylltust þá til að leigja útskurðarmönnum og létu þá svo skera út í húsgögnin fyr- ir sig. Námið tók 4 ár og var Sveinn hjá Karli námsárin og skar þar próf- Sveinn að störfum á verkstæði sínu. stykki sitt. Einnig var hann í Iðn- skólanum í bóklegu fögunum og teikningu. Nemarnir lærðu bæði flatarteikningu og fríhendisteikn- ingu, þeir teiknuðu eftir gifsmynd- um og slíku. Hann taldi þetta ekki nóg og var því tvo vetur í Myndlist- arskólanum í fríhendisteikningu og almennri teikningu og þess utan einn vetur í Myndlistarskólanum hjá Asmundi Sveinssyni í leirmótun allskonar. Sveinn sagði að það væri ákaflega gott að móta verkefnið í leir ef maður er ekki viss á teikningunni, því að þá sæi maður verkið frá öll- um hliðum. Karl lagði áherslu á að forma hlutina nógu vel og taka dálítið djúpt eftir því sem efnið leyfði. Eitt sinn var Sveinn að skera í skáphurð, hjó þetta og fór í gegnum skáphurð- ina og niður í bekkinn. Sveinn hélt að Karl yrði alveg fjúkandi vondur, en hann skellihló: „Ja þetta líkar 32 HUGUROG HÖND 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.